Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2001, Síða 22

Freyr - 01.06.2001, Síða 22
hirðuleysi, t.d. eyðijarðir, skip í tjöru, bifreiðar, ónýtar girðing- ar) og skilað Náttúruvernd ríkis- ins greinargerð þar að lútandi. Verkefnisstjóri vill gjaman vera sveitarfélögum innan handar við þessa úttekt. A ð lokum Það er komið sumar og nú hefj- um við starf Fegurri sveita þar sem frá var horfið í fyrra, undir yf- irskriftinni: „Tökum til á hlaðinu“. Markmiðið er að fjarlægja allt laust rusl og drasl fyrir júnílok og að áætlun liggi fyrir um stærri og fjár- frekari verkefni í lok sumars; hve- nær eigi að ráðast í þau, hvemig og hver beri ábyrgð á því að verkið sé unnið. Ataksverkefni eiga ekki að standa lengi en við náðurn góðum árangri í fyrrasumar og landbúnað- arráðherra ákvað að verkefnið héldi áfram. Það virðist vera ríkur vilji um allt land til að halda starfinu áfram, m.a. var samþykkt sam- hljóða ályktun þess efnis á síðasta Búnaðarþingi, þar sem sérstaklega Gunnar Árnason Frh. af bls. 4. ars kom hvað best fram í snjöllum tækifærisvísum hans við ýntis tæki- færi. í þeim vísum og vísum ann- arra góðra hagyrðinga, svo sem Bjarna Ásgeirssonar, lengi for- manns BÍ, og Ragnars Ásgeirsson- ar garðyrkjuráðunautar, lifa enn margar kátlegar sögur hjá starfs- mönnum BI. Félagsmálastörf Gunnars beind- ust einkum að tveimur sviðum; fé- lögum búfræðikandídata, og að áfengisvamarmálum, þó að víðar legði hann hönd á plóginn. Hann var formaður Islandsdeildar Norræna búfræðifélagsins, NJF, árin 1958-1967 og var einn af liðsmönnum þess, sem beittu sér fyrir stofnun Skógræktarfélags íslands 1930. Eftir að Gunnar lét af störfum fyrir BI tók hann að vinna enn meira að málum templara og sá var tekið fram að nauðsynlegt væri að finna lausn á förgun landbúnað- arplasts og þrifum á strandlengjum. Tengiliðum við verkefnið fjölgar jafnt og þétt, nú eru sveitarfélögin t.d. orðin 58. Verkefnisstjórnin hef- ur samþykkt að gefa út nokkurs konar „veiðileyfi" á verkefnisstjór- ann, og ákveðið hefur verið að byrja heimsóknir á Austurlandi í júníbyrjun. Forsenda þess að vel takist til er að fá að vita frá ykkur, eins fljótt og unnt er, hvers þið ósk- ið og hvenær þið viljið fá heim- sókn. Fegurri sveitir snúast um að benda á það hvað þarf að gera, hvers vegna og hvernig eigi að standa að verki. Við viljum líka vera samnefnari fyrir öll þau góðu verk, sem verið er að vinna að urn allt land, og kynna þau öðrum til eftirbreytni. Mörg þau verkefni, sem ráðist hefur verið í undir formerkjum Fegurri sveita, hefðu orðið að veruleika hvort sem átaksverkefn- ið hefði komið til eða ekki. Það er um skeið um reikningshald fyrir Templarahöllina, hús Stórstúku Islands í Reykjavík. Árið 1927 kvæntist Gunnar Olgu Spgaard frá Austurdal í Noregi. Þeim varð fjögurra barna auðið. Þau eru: Árni skólastjóri fæddur 1929, Helga Lísa bankastjóri í Bandaríkjunum fædd 1933, Sólveig bankafulltrúi fædd 1935 og Gunnar búfræðikandídat og leiðsögumaður fæddur 1939. Olga lést árið 1981. Þau félög sem Gunnar starfaði mest fyrir gerðu hann bæði að heið- ursfélögunt sínurn; Búnaðarfélag íslands og Stórstúka íslands. Gunnar Ámason er enn ern og sér um sig sjálfur á Grundarstíg 8 í Reykjavík, þar sem hann hefur lengi búið. Honuin eru nú færðar ámaðaróskir og alúðarþakkir fyrir góð og skemmtileg kynni frá Bændasamtökum Islands og fyrr- um samstarfsmönnum, sem hann muna svo vel. Jóncts Jónsson. þó mikið fengið með sameiginleg- um vettvangi fyrir hreinsunarstörf og að menn fylgist með því sem er að gerast í umhverfismálum hjá öðrum en það sýnir sig að vandamálin eru víða af svipuðum toga. Landsátak getur vakið fólk og minnkað vandamálin sem stafa af þeirri nálægð sem óneitanlega er fyrir hendi á smærri stöðum. Vert er að ítreka það að umgengni til sveita er síst verri en gerist og gengur annars staðar í þjóðfélag- inu. Góðar viðtökur bænda og annarra þátttakenda í verkefninu skýrast af því að landbúnaðurinn, hvaða nafni sem hann nefnist, ætl- ar sér, á að vera og þarf að vera í fremstu röð í umhverfismálum. Sveitirnar eru fagrar. Það er ástæð- an fyrir því að við erum að vinna að Fegurri sveitum. Kjarninn í verkefninu Fegurri sveitir er fræðsla og markmiðið er að hjálpa heimamönnum, og vinna með þeim, að því að finna lausnir sem henta á viðkomandi stað frekar en að koma með stöðluð svör við fyrirfram ákveðnum spurningum. Vonandi gengur okkur vel í sumar. Allar frekari upplýsingar veitir: Heimasíða Fegurri sveita: www.simnet.is/wnhverfi Ragnhildur Sigurðardóttir verkefnisstjóri Álftavatni, Staðarsveit 356 Snæfellsbær. Netfang: ragnhildur.umhverfi @ simnet.is Sími 435 6695 NMT: 851 1646/GSM: 848 2339. Ólína Guruilaugsdóttir Ökrum Breiðuvík 356 Snæfellsbæ. Netfang: akrar@simnet.is Sími 435 6751 NMT: 898 7152. Ragnhildur Sigurðardóttir er verkefnisstjóri „Fegurrí sveita“ og lektor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. 22 - pR€VR 8/2001

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.