Freyr - 01.06.2001, Qupperneq 24
nátttröll sem lítur dagsljósið þó
að það hafi vissulega ekki gerst á
einni nóttu. Smám saman hafa
þau hætt að gera samfélaginu það
gagn sem þau ættu að gera og
geta gert. Astæðurnar eru fjöl-
þættar og ábyrgðin liggur alls
ekki eingöngu hjá starfsmönnum
eða stjórnendum, heldur einnig
hjá sveitarstjórnum og íbúum á
hverjum stað. Skilningur á starf-
seminni og samfélagslegum
ávinningi félaganna er alls ekki
alltaf fyrir hendi.
Þegar nýir menn koma til starfa,
kappsamir ofurhugar, færist stund-
um tímabundið líf í tuskumar en
reynslan virðist sýna að fyrr en var-
ir fellur allt í sama horfið. Skortur á
stefnumótun, yfirsýn og víðsýni,
stundum samhliða auraleysi, setur
starfseminni skorður og minna
verður úr framkvæmdum og kynn-
ingu á því sem þó er gert en heppi-
legt væri. Þetta hefur þau áhrif að
skilningur félagsmanna, íbúa og
sveitarstjómarmanna á möguleik-
um og hlutverki félagsins eða
menningarstofnunarinnar minnkar
heldur en hitt og fjárveitingar drag-
ast saman. Þetta hefur aftur í för
með sér að enn minna fer fyrir
framkvæmdum og enn dregur úr
skilningi og vilja til að snúa vöm í
sókn.
Möguleikamir eru þó vissulega
fyrir hendi ef stjórnendur brestur
ekki úthaldið og vel unnin verkefni
fá myndarlegan stuðning í orði og á
borði. Og ávinningurinn af því að
gamalgróin félög og menningar-
stofnanir í sveitum landsins séu
sprellilifandi tröll, en ekki stein-
runnin og stirðnuð, getur verið
ómetanlegur. Lifandi menningar-
stofnanir standa fyrir rannsóknum
og menningarstarfi, sýningahaldi,
málþingum, útgáfu- og kynninga-
starfi, upplýsingamiðlun, átthaga-
fræðslu, skipulögðum ferðum, há-
tíðahöldum og skemmtunum. Lif-
andi menningarstofnanir efna til
samvinnu við ferðaþjónustuaðila
og atvinnulíf, skóla og aðra sem
vinna á sama sviði. Lifandi menn-
Kirkjuból við Steingrímsfjörð á Ströndum. Þar eru nú rekin tvö fyrirtæki,
Sögusmiðjan og Ferðaþjónustan Kirkjuból, en hefðbundinn búskapur aflagður.
hreint ekki lítið unnið ef hægt er
að kynna borgarsamfélaginu land-
búnað og lífið í dreifbýlinu nú til
dags á jákvæðan og athyglisverð-
an hátt með atvinnuskapandi verk-
efnum.
Félög og menningarstofnanir
Nú er það svo að framkvæmd
margra verkefna, sem tengjast
menningu og sögu, eru varla á færi
einstaklinga. Oftast krefjast þau
samvinnu ólíkra aðila. Þá liggur
beint við að líta til þeirra margvís-
legu félaga og stofnana í dreifbýl-
inu sem fást við menningu sveit-
anna og menningararfinn. Þar
mætti nefna gamalgrónar stofnanir
eins og minjasöfn, héraðsskjala-
söfn, bókasöfn, sögufélög og sókn-
amefndir sem allar fást að hluta til
við menningararfinn. Önnur félög
huga frekar að mannlífi og menn-
ingu dagsins í dag og jafnvel dag-
legu amstri, búnaðarfélög, kvenfé-
lög, ferðamálafélög, ungmenna- og
íþróttafélög, svo að dærni séu
tekin.
Því miður er það víða svo að
mörg þessara félaga og menning-
arstofnana hafa smátt og smátt
stirðnað og steinrunnið eins og
/ Kirkjubólsrétt haustið 2000. Skemmtun sem þarf að nýta betur f ferðaþjónust-
unni.
24 - pR€VR 8/2001