Freyr - 01.06.2001, Síða 25
ingarstofnanir virkja starfs-
krafta ungs fólks og heldri borg-
ara byggðalagsins og þær leita
markvisst að leiðum til að hafa
jákvæð áhrif á það samfélag
sem þær starfa í. Lifandi menn-
ingarstofnanir hafa margfeld-
isáhrif og nýta hugvit, mannauð
og menntun sem býr í fólki í
byggðalaginu til góðra verka.
Menning til sýnis og sölu
Eins og víða hefur komið
fram í ræðum og ritsmíðum
virðast felast umtalsverðir
möguleikar fyrir dreifbýlið í
uppbyggingu menningartengdr-
ar ferðaþjónustu. I því efni er
lykilatriði fyrir íbúa á hverjum
stað að hugsa í auknum mæli
um menningu og sögu sem
söluvarning. Ef þessir þættir
eiga að skipta einhverju veru-
legu máli fyrir byggðaþróun og
atvinnulíf nægir ekki að líta
þannig á að merkisstaðir og sér-
staða séu fróðleikur sem gaman
sé að ferðamenn hafi áhuga á,
heldur verður að finna leiðir til
að breyta honum í tekjur fyrir
heimamenn.
Ólíklegt er að vísu að upp-
bygging ferðaþjónustu, sem
byggir á menningararfi eða
mannlífi, skili skjótfengnum
gróða, hér verður að horfa á
málin í víðara samhengi.
Ávinningurinn er oft fyrst og
fremst óbeinn og felst í fjölgun
ferðamanna, kaupum á öðrum
vörum og þjónustu og bættri
ímynd svæða. Margfeldisáhrifin
fyrir hvert svæði af því að ná að
stöðva ferðamenn, selja þeim
vörur og þjónustu og fá þá til að
dvelja deginum lengur eru þó
sennilega meiri en flestir gera
sér í hugarlund. Rannsóknir
hafa líka sýnt að þar sem
áhersla er lögð á menningar-
tengda afþreyingu og
ferðaþjónustu skilur at-
vinnugreinin meira eftir í kassa
heimamanna en aðrar tegundir /' Kirkjubólsfjöru. Minjar um sögu og afrek
ferðamennskunnar. genginna kynslóða er víða að finna á Ströndum.
Framtak þar sem byggt er á
sögu og menningararfi hefur líka
oftast margvísleg jákvæð áhrif á
samfélagið. Sumt af því liggur í
augum uppi, en á öðru er dýpra.
Slíkt framtak:
* Stuðlar að jákvæðri byggða-
þróun
* Eykur fjölbreytni í atvinnulífi,
skapar ný störf
* Skapar ný tækifæri fyrir ungt
fólk til atvinnu á sumrin
* Skapar íbúum svæðisins
margvíslega möguleika á
aukatekjum, t.d. með hand-
verksframleiðslu
* Er liður í að byggja upp og
styrkja ímynd svæðisins
* Hefur jákvæð áhrif á viðhorf
heimamanna til byggðarinnar
* Er framlag til menningarmála
og minjaverndar
* Er heppileg leið til að
skemmta og fræða
* Hentar vel þeim hópi ferða-
manna sem hefur sérstakan
áhuga á inenningararfi og
sögu
* Eykur veltu ferðaþjónustufyr-
irtækja
* Hefur margfeldisáhrif á
svæðinu.
Félagslegur ávinningur af
öflugu menningarlífi og mark-
vissri vinnu með menningararf og
samtímamenningu sveitanna er
líka töluverður. Aukin vitund og
vitneskja um menningu, sögulega
sérstöðu og landið sjálft stuðlar
að bættri ímynd svæðisins meðal
heimamanna og styrkir þannig
sjálfsmynd íbúanna og eykur
almenn lífsgæði. Það verður að
hafa í huga að blómstrandi mann-
og menningarlíf, sem trauðla
verður metið til fjár, er oft meira
virði en sá ávinningur sem telja
má í krónum og aurum.
Menningararfurinn
sem atvinnutækifæri
En það er vissulega unnt að
hugsa sér menningararfinn sem
atvinnutækifæri á margvíslegan
FR€YR 8/2001 - 25