Freyr - 01.06.2001, Síða 26
Á leiði Fjalla-Eyvindar á Hrafnseyri við Hrafnsfjörð.
annan hátt en sem hluta af upp-
byggingu ferðaþjónustu. Möguleik-
arnir eru engan veginn algjörlega
bundnir við þá atvinnugrein. Þeir
eru heldur ekki bundnir við menn-
ingarstofnanir reknar af opinberum
aðilum. Sjálfur hef ég nú í sjö ár
framfleytt mér og minni fjölskyldu
með fræðistörfum og hugmynda-
vinnu og síðastliðin þrjú ár hef ég
rekið fyrirtæki senr gerir út á og ein-
beitir sér að miðlun sögu og þjóð-
fræða og margvíslegum menningar-
verkefnum á landsbyggðinni. Það
er nóg að gera - íslenskur menning-
ararfur er óþrjótandi og lítið notuð
auðlind.
Þekktir einstaklingar, atburðir frá
öllum öldum, sögustaðir, náttúru-
perlur, kirkjur, alþýðufræðimenn,
bókmenntir og skáld af svæðinu,
einstakar Islendingasögur, búskap-
arhættir, skógamir, steinamir, fugl-
amir, fjaran, sauðféð, hreindýrin,
þokan, rigningin, stríðsárin, þjóð-
sögur, galdrar, vatnaskrímsli og
huldufólk. Allt eru þetta athyglis-
verðir þættir í menningararfinum.
Allt eru þetta þættir sem geta orðið
auðlind í höndunr heimamanna.
Allt eru þetta þættir sem hægt er að
afmarka, rannsaka og gera að sölu-
vöru á margvíslegan hátt. Hvem og
einn af þessum þáttum má nýta á
ólíkan hátt, miðla og selja á ólíkan
máta.
Það er hægt að framleiða hand-
verk og matvöru sem byggir á ein-
stökum þáttum í sögulegri sér-
stöðu hvers svæðis. Það er líka
hægt að hugsa upp og selja þjón-
ustu sem byggir á einstökum þátt-
um menningararfsins, t.d. selja
leiðsögn í gönguferð eða hesta-
ferð. Það er hægt að skrifa um þá
grein eða bók, kannski sérstaka
bók fyrir ferðamenn eða útbúa
kennsluefni, gera listaverk, gefa út
póstkort, selja ljósmyndir, búa til
vefsíður, halda kvöldvöku eða
ráðstefnu, sýna leikrit, setja upp
minja- eða myndasýningu, gera
útvarpsþátt, sjónvarpsþátt eða
kvikmynd. Allt þetta er hægt að
gera á grundvelli eins afmarkaðs
atriðis í menningararfsins. Það er
líka hægt að stofna og reka fyrir-
tæki sem einbeitir sér að einhverri
einni af þessum aðferðum en hefur
menningararfinn allan undir - t.d.
útgáfustarfsemi, handverksfram-
leiðslu, heimildamyndagerð eða
skipulögðum ferðum. Allt þetta er
líka hægt að gera sem aukagetu
við hefðbundinn landbúnað og þá í
smærri sniðum. Þessi störf eða
aukastörf geta orðið dreifbýlinu
mikilvæg í framtíðinni, fólkið
sjálft skiptir hverja byggð miklu
meira máli en svo að menn geti
leyft sér að einblína á einstakar at-
vinnugreinar.
Stofnkostnaður við fyrirtæki,
sem glímir við miðlun og sölu
menningararfsins, getur verið furðu
lítill - hugvit, menntun, góður
tölvubúnaður og símasamband er
stundum allt sem til þarf. Það er
vissulega nú þegar vaxandi eftir-
spurn eftir og þörf fyrir þjónustu á
þessu sviði og slíkur rekstur getur
verið staðsettur hvar sem er á land-
inu. Og í framtíðinni verður hann
örugglega fyrst og fremst þar sem
vel er búið að honum og þar sem
—
Við Ósvör í Bolungarvík.
26 - pR€YR 8/2001