Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2001, Síða 30

Freyr - 01.06.2001, Síða 30
a) Að draga úr veiðiálagi á grá- gæsastofninn. b) Að draga úr því sem kallað er „atvinnuveiðar." c) Að breyta íslenska veiðikerfinu sem minnst. Til þess að ná þessu fram eru skoðaðar tíu leiðir en þær eru: 1) Stytting veiðitíma grá- gæsar. 2) Fækkun veiðimanna með auknum hæfniskröfum. 3) Friðun grágæsar sérstaklega. 4) Koma á dagshámarki veiða. 5) Bann við notkun hálfsjálfvirkra vopna. 6) Bann við veiðum á náttstöðum. 7) Koma upp fleiri verndarstöðvum. 8) Banna sölu gæsar í stórmörkuðum. 9) Banna sölu gæsar á veitingahúsum. 10)Einka- væðing gæsaveiða og kvótakefi eins og nú er gert í sjávarútvegi. Allar eru þessar leiðir ræddar og fjallað um kosti þeirra og galla. Síðan velur höfundur fjórar af ofangreindum leiðum og leggur til að lögum 64/1994 verði breytt þannig: a) Að allar gæsaveiðar hefjist 1. september. b) Að veiði- menn gangist undir hæfnispróf á 5 ára fresti. c) Að banna veiðar í náttstað. d) Að banna sölu gæsaafurða á veitingahúsum. Höfundur telur að tillögumar leiði til a.m.k. 25% fækkunar veiddra grágæsa hérlendis. Að lokum kemur m.a. fram að „gæsaveiðar hérlendis hafa leitt til hagkerfis sem veltir um 65 milljónum króna á ári. Hlutur bænda og ferðaþjónustu mun fara vaxandi á næstu árum“ og enn- fremur segir höfundurinn. „I grá- gæsastofninum eigum við mikla auðlind, við berum mikla ábyrgð og verðum því að gera ráðstafanir til þess að nýting hans verði sjálf- bær hið fyrsta.“ Þannig eru loka- orð ritgerðarinnar. Að lokum Augljóst er að gæsastofnamir, eins og ýmsir aðrir fuglastofnar, eru verðmæt hlunnindi/auðlind sem sjálfsagt og eðlilegt er að nýta. Mikilvægt er að um hóflega nýtingu sé að ræða sem hvorki gengur of nærri viðkomandi tegund né spillir umhverfinu. Þá ber að virða gild- andi lög og reglur, bæði varðandi viðkomandi tegund, umgengni við umhverfíð allt svo og rétt landeig- anda/ábúanda. Ásókn í útiveru og fjölbreytilegar veiðar mun án efa aukast á komandi ámm. Mikilvægt er að skipulagning og tilhögun nýtingarinnar taki m.a. tillit til þess- ara atriða. Því er líklegt að stýring eða einhvers konar stjómun veiða muni eiga sér stað í vaxandi mæli. Góð samvinna veiðimanna og veiðirétthafa er því mikilvæg. Að lokum skal minnt á að öll hlunnindi, ásamt landsréttindum, innan landa- merkja lögbýla, tilheyra jörðunum, þ.e. eigendum/ábúendum. Myndir af gœsum á bls. 28 eru eftir Jón Baldur Hlíðberg og eru úr bókinni „Islenskir fuglar“ eftir Ævar Petersen. Útgefandi Vaka- Helgafell hf. 1998. Myndirnar eru birtar með leyfi höfundar þeirra. Molar ESB hækkar framlög til landbúnaðar Embættismannaráð ESB hyggst hækka framlög til landbúnaðar á fjárlögum sínum á næsta ári um 4,8%. Fjármálastjóri sambandsins, Michaele Schreyer, segir að þettta sé óhjákvæmilegt til að mæta auknum kostnaði vegna kúarið- unnar og gin- og klaufaveikinnar sem geisað hefur að undanfömu. Eftir hækkunina munu fjárlög ESB verða upp á um 47 milljarða evra eða um 4.090 milljarða íkr. Það samsvarar um 46% af fjárlög- um ESB. Bændur innan ESB, sem framleiða nautakjöt, munu fá um 100 milljarða íkr. í viðbótarfram- lög og til dýralækninga munu verða veittar aukalega um 37 rnill- jarðar íkr. Frarn að þessu hefur ESB veitt um 90 milljörðum íkr. vegna áðumefndra sjúkdóma, en sambandið hyggst auk þess stofna sjóð að upphæð 90 milljarða íkr. til að nota til bráðra aðgerða gegn búfjársjúkdómum. Á móti þessum aukna kostnaði ESB kemur að framlög til sauðfjárræktar og syk- urrófnaframleiðslu dragast saman. Að sögn Michaeles Schreyers eru þessar tillögur innan langtíma- markmiða fjárlaga ESB. (Lcmdsbygdens Folk nr. 19/2). Bretar endurskoða landbúnaðarstefnu sína Breska ríkisstjómin vinnur nú að því að draga lærdóm af hinum skæða gin- og klaufaveikifaraldri sem þar hefur geisað að undan- fömu. Nick Brown, landbúnaðar- ráðherra Breta, hefur upplýst að ríkisstjórnin ræði nú róttækar breytingar á landbúnaðarstefnunni þar sem stefnt verði að því að hætta að veita styrki til „offramleiðslu á ódýmm búvörum“ og í stað þess verði tekið upp kerfi þar sem umhverfisvemd og “mýkri" fram- leiðsluaðferðir fái að njóta sín. Tony Blair, forsætisráðherra, lét nýlega þau ummæli falla í fram- boðsræðu fyrir væntanlegar þing- kosningar að baráttan við gin- og klaufaveikina væri erfiðari en nokk- urt venjulegt stríð og hann hélt fast við það að um ekkert annað hefði verið að ræða en að bregðast við með þeirri tjöldaslátmn búfjár sem gripið hefði verið til. Um rniðjan maí hafði verið slátrað 2,5 milljónum klaufdýra í Bretlandi á um 1500 býl- um og virðist nú svo sem að farald- urinn sé í rénun. Tony Blair leggur þó áherslu á að niðurskurðurinnn samsvari einungis um ljögurra vikna kjötframleiðslu í Bretlandi (Landsbygdens Folk nr. 18/2001) 30 - FReVR 8/2001

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.