Freyr

Volume

Freyr - 01.06.2001, Page 32

Freyr - 01.06.2001, Page 32
Hjalti Þórðarson, Héraðssetri Landgræðslu ríkisins, Hólum í Hjaltadal Gerð jarðkorta firðinga (áður Ræktunarfélag Norðurlands) um þessa vinnu og þá í tengslum við innsetningu gagna á tölvutækt form. Þetta samstarf hélst óbreytt til ásloka 1999 og hefur all- ur gagnainnsláttur farið fram á Hól- um síðan. Nú er til mikið magn upplýsinga um bújarðir í Skagafirði enda búið að teikna upp hátt í 180 jarðir í héraðinu. Vegna framsýni og dugnaðar Búnaðarsambands Skagfirðinga og Landgræðslu rík- isins og annarra aðila hefur verið hægt að halda verkinu gangandi. Farið var af stað með verkefni þetta á sínum tíma vegna þess að lítið var vitað um stærð og ástand heimalanda jarða í héraðinu. Til- gangur verksins var m.a. annars sá að reyna að koma í veg fyrir hvers konar ofnotkun á landi, ná fram sem hagkvæmastri nýtingu lands, geta skipulagt landbætur, beit og ræktun og auka afrakstur lands með skipulögðum hætti. Upphaf þessarar vinnu má rekja aftur til áranna kringum 1990 en þá voru gerðir uppdrættir af nokkrum jörðum í héraðinu, unnið í samstarfi við Ræktunarfélag Norðurlands. Áður höfðu verið gerð túnkort fyrir stóran hluta bænda í héraðinu og var því í raun um framhald og útvíkkun á því verki að ræða, ekki aðeins að kortleggja ræktað land heldur gera kort af bújörðinni allri. Þessi fyrstu skref gáfu það góða raun að ákveðið var að með tíð og tíma og betri tækni skyldi verkinu haldið áfram. í fyrstu var lagt upp með að á kortunum kæmi fram stærð heima- landa og landamerki, stærð og gerð gróins og ógróins lands, ræktað land, skurðir, vegir, girðingar og byggingar. Unnið er á loftmyndir frá Landmælingum Islands sem eru Góður og uppskerumikill hagi á Hólum. (Ljósmynd: Broddi Ft. Hansen). AHéraðssetri Land- græðslu ríkisins að Hól- um í Hjaltadal hefur um nokkurt skeið verið unn- ið að gerð jarðakorta fyrir bændur í Skagafirði. í ársbyrjun 1997 var gerður samningur milli Landgræðslu ríkis- ins, Skógræktar ríkisins, Hólaskóla og Búnaðarsambands Skagfirðinga sem fjallar m.a. um gerð jarðakorta af bújörðum í Skagafirði. Ráðinn var starfsmaður til verksins sem í Skagafirði skyldi sjá um gróðurgreiningu og kortlagningu og vinna það verk á Héraðssetri Landgræðslunnar á Hólum í Hjaltadal. Unnið var í samstarfi við Búnaðarsamband Ey- 32 - FR6VR 8/2001

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.