Freyr - 01.06.2001, Qupperneq 33
| 3An»a«rtl; »ot»ut og imtui «t jaml« b«3»t«mtlnu. tltt itnn vtt þ«c tún og «T»lbýll.
Eignarhald
Gcrö og slærð
gróöurlcnda
SKYRINGAR
□
I I Ratkltð lind
I I Anntö Itnd
y//A ByoflmQ«r
Jtrðtmörk
Vigir
Slóðir
Girðingar
Skurðir
. 1 i ■ . :
JARÐAKORT - SKAGAFJÖRÐUR
Gerðir gróðurlenda
Lagnir í jörðu
Byggingar
Stærö túnspilda
Hluti af bújörð í Skagafirði.
skannaðar inn og teiknað ofan á
þær í tölvu. Þessar sömu myndir
eru notaðar í vettvangsvinnu og
gagnaöflun um gróðurfar, land-
gerðir og önnur atriði sem koma
fram á kortunum.
Með tilkomu kortanna opnuðust
nýir möguleikar á að hafa yfirsýn
yfir stærð og gróðurfar hverrar
jarðar og meta þörf og möguleika á
úrbótum. Kortin hafa verið að not-
uð á margan hátt og geta m.a. verið
til að:
* skipuleggja ræktað land, beit,
skógrækt og uppgræðslu
* athuga gróðurfar og fylgjast
með breytingu þess
* skipuleggja ógróið land
* skrá inn landamerki og eignar-
hald
* skrá fornleifar, ömefni, sögu-
staði o.fl. sem hefur menningar-
sögulegt gildi
* stuðla að almennri og aukinni
þekkingu um notkun lands.
Allar upplýsingar, sem fram
koma á kortunum, eru tengdar við
landfræðilegt upplýsingakerfi
(LUK), tölvukerfi sem geymir
staðbundnar, hnitbundnar upplýs-
ingar. Hver innsleginn flötur, lína
eða punktur hefur ákveðna land-
fræðilega staðsetningu. Hugbúnað-
ur kerfísins tengir myndræn gögn
við önnur gögn s.s. tölur, texta,
töflur o.fl. Einnig er mögulegt að
skrá, vista, meðhöndla, greina og
kynna tölvugögnin á fjölbreyttan
hátt.
A kortinu af bújörð í Skagafirði
er hægt að sjá stærð og gerð gróð-
urlenda, akvegi, slóðir, girðingar,
byggingar, eignarhald á landi,
nokkur ömefni, vatns- og síma-
lagnir. Bak við hvert atriði á kort-
inu geta svo verið alls kyns upplýs-
ingar sem liggja geymdar í töflu og
hægt er að kalla þær fram þegar
þess er óskað. Hér að ofan er t.d.
búið að kalla fram upplýsingar
varðandi ömefnið Jónsgerði og er
búið að skrifa um það nokkur orð í
gagnagrunninn. Þetta kerfí gefur
því næstum óteljandi möguleika.
Hægt er að skrá inn í þetta kerfi
upplýsingar um sjáanlega hluti á
yfirborði jarðar. Eins er auðvelt að
koma fyrir í gagnagrunninum upp-
lýsingum um menningu og sögu,
örnefni sjáanleg og horfin, sel,
gamlar götur og þjóðleiðir. Styrk-
urinn liggur því í að samfara því að
hlutimir eru skráðir þá eru þeir sett-
ir inn í áðurnefnt landfræðilegt
upplýsingakerfi.
Heimildir:
Lillesand,T.M og Kiefer.R.W 1994:
Remote sensing and image interpreta-
tion. (New York), John Viley and Sons,
Inc., 750 bls.
Samstarfssamningur milli Hóla-
skóla, Landgræðslu ríkisins, Búnaðar-
sambands Skagfirðinga og Skógræktar
ríkisins um starf á Héraðssetri Land-
græðslunnar að Hólum í Hjaltadal
1996.
Tillöguaðili LUK-hópur tilrauna-
verkefnisins um kortagerð 1995: LUK
Landfræðileg upplýsingakerfi, 4 bls.
pRGVR 8/2001 - 33