Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.2001, Side 39

Freyr - 01.06.2001, Side 39
Úr gamla hólmanum a Rifl. Allt skjót er vel nýtt. Ljósm. Árni Snæbjörnsson. Úr gamla hólmanum á Rifi. Bíldekkin eru vinsæl. Ljósm. Árni Snæbjörnsson.. er þannig búið að byggja upp myndarlegt æðarvarp sem ætla má að eigi enn eftir að vaxa. Tilvísanir: 1. Smári Lúðvíksson, 2000. Per- sónulegar upplýsingar. 2. Smári Lúðvíksson, 2000. Sjá 1. 3. Smári Lúðvíksson, 2000. Sjá 1. 4, Smári Lúðvíksson, 2000. Sjá 1. 5, Smári Lúðvíksson, 2000. Sjá 1. 6, Morten Frederiksen & Sverrir Thorstensen, óbirt. An analysis of survival of adult common eiders in Iceland - dealing with heterogeneous capture proba- bilities. 7, Coulson, J. C., 1984. The popu- lation dynamics of the Eider Duck Somateria mollissima and evidence of extensive non- breeding by adult ducks. IBIS 126(4); 525 - 543. Grein þessi er samhljóða grein í vœntarlegu riti ÆÍ, „Æðarfugl og œðarrœkt ú Islandi“. Mon Vinna gegn spillingu Tíu spilltustu Iönd í heimi, að því er talið er, hafa yf- ir að ráða 15% af nýtan- legri olíu í jörðu og fast af því 50% af nýtanlegu jarðgasi. Þetta kom fram í erindi sem Michael Price, verkefnisstjóri hjá norska olíufyrirtækinu Statoil, hélt á námskeiði um siðfræði og þjóð- félagsábyrgð í Ósló nýlega. Hann varaði við eftirgjöf varðandi spill- ingu á þeim forsendum að hún væri hluti af þjóðfélagsástandi viðkomandi lands þar sem erlend olíufélög rækju starfsemi. Jafn- framt varaði hann við þeim hugs- unarhætti að Noregur væri sér- staklega varinn gegn spillingu, svindli tengdu samningagerð og leka á verðmætum upplýsingum. Mestur hluti þeirra þjóða, sem búa í spilltu löndunum, búa við sárustu örbirgð. I mörgum þessara landa hefur forréttindastétt efnast á því að selja völd og áhrif til hæstbjóðenda og á spillingu. Stöð- um og embættum innan efnahags- lífsins, stjónmála og embættis- mannakerfisins hefur verið fléttað saman með greiða á móti greiða, sagði Michael Price. Spilling er ekki bundin ákveðinni menningu í viðkomandi landi. I langflesturm þjóðfélögum em op- inberar gjafir gefnar fyrir opnum tjöldum. Leynireikningar í erlend- um löndum em ekki hluti af menn- ingararfi nokkurs lands. Og hinn almenni borgari sættir sig ekki við spillinguna. Mútur em næstum því alltaf ólöglegar og refsiverð verk, einnig þar sem fullyrt er að þær séu hluti af menningararfmum. Baráttan gegn spillingunni hefst í eigin ranni hvers og eins fyrir- tækis. Hver og einn verður að gera hreint fyrir sínum eigin dyrum. Statoil hefur þá eindregnu stefnu að þola hvergi spillingu þar sem fyrirtækið kemur nærri, en leitast aftur á móti við að dreifa þekkingu og móta skoðanir fólks þar sem því verður komið við. Það er brýnt að koma þessu skýrt og greinilega á framfæri fyrir opnum tjöldum við yfirvöld, við- skiptamenn, samstarfsaðila, birgja og umboðsaðila. A þann hátt sköpum við skilning og virðingu fyrir því sem við emm að gera. Michael Price dregur ekki dul á, að spillingarmál innan Statoil sem fyrirtækið hefur staðið í fyrir dóm- stólum og snert hafa starfsemi þess, hafi íþyngt því. Við skynjum það hins vegar að þessi íþynging er að snúast yfir í virðingu fyrir fyrirtækinu, þar sem við höfum sýnt festu og ákveðni þegar reynt hefur á þessar meginreglur. (Profil nr. 2/2001, útgefandi Norsk Hydro). FR6VR 8/2001 - 39

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.