Freyr - 01.06.2004, Blaðsíða 4
Beðasléttur - brot af bú-
setulandslagi
Verktækni við ræktun
túna hefur breyst mikið
frá upphafi ræktunar-
byltingarinnar. Langur vegur
er frá handverkfærum til
þeirrar öflugu verktækni sem
nú tíðkast. Langstærstur hluti
þeirra túna, sem í dag eru heyj-
uð, hafa verið unnin með vél-
um, flest á síðustu tlmm ára-
tugum cða svo. Minjar um
eldri jarðrækt hafa víða verið
máðar út. Nokkur dæmi má þó
enn finna, ekki síst á eyðibýlum
og hér og hvar heima við bæi,
þar sem eldri túnsléttugerð hef-
ur verið látin halda sér.
Einn er flokkur þessara minja
sem hér og hvar má enn sjá en það
eru beðasléttumar svonefndu er
auka skyldu uppskeru túna og
létta og flýta heyskap. I snjóföl
eftir léttan skafrenning sjást þær
einna best, svo og í gróandanum.
Þá koma regluleg beðin, sem ein-
kenna þær, hvað gleggst í ljós; oft
í brekkum og öðrum þurrlendis-
höllurn nálægt bæjum.
En hvað er beðaslétta, vegna
hvers voru þær gerðar og hvaðan
er þessi verktækni hugsanlega
komin? Orðið beðaslétta er ekki
skráð í Islenskri orðabók. Hins
vegar er þar talað um beðatún sem
Meóaldalur við Dýrafjörð árið 1927. Ef vel prentast má sjá myndariegar
beðasléttur fyrir miðri mynd, fjórar að tölu. Við heyþurrkun kom sér vel að
geta borið heyið úr stórþýfinu umhverfis yfir á greiðfæran þurrkvöllinn.
Þannig léttu beðaslétturnar líka heyvinnuna. Sennilega eru þessar beóa-
sléttur frá siðasta áratug 19. aldar; að öllum líkindum gerðar af Sigurði Sig-
urðssyni, sem jafnan var kallaður búfræðingur, er hann starfaði á vegum
Búnaðarfélags Þingeyrarhrepps árin 1890-1891. Nú er einn besti golfvöllur
landsins orðinn til á gamla túninu í Meðaldal, þar sem þrásláttur og að
nokkru leyti skjólbeltarækt ógna þessum fornu menningarminjum. (Ljósm.:
Kristján Helgi Kristjánsson).
eftir
Bjarna Guómundsson,
Landbúnaðar-
háskólanum
á Hvanneyri
ti'm þakið beðum líkt og í matjurta-
garði (t.d. vegna handsléttun-
ar)(\).
Þúfúmar vora „landsins fomi
fjandi” í yfirfærðri merkingu. Þær
vom víðast einkenni þeirra litlu
túna er voru og þær takmörkuðu
afköst við slátt og heyvinnu. Alit-
ið er að bændur hafi fyrr á öldum
haft áþekka aðferð við ræktun
túna og akra, það er að pæla land-
ið, og að það hafi fyrst verið eftir
miðja 18. öld sem farið var að
slétta tún og þá liklega eftir er-
lendum verkfyrirmyndum (2).
Þaksléttuaðferðin var algengasti
hátturinn við túnasléttun lengi vel.
Illa gekk að beita hestaplógi á
gróinn íslenskan svörð; því varð
oftast að rista ofan af áður en beita
mátti jarðvinnsluverkfærum.
Svipaðri jarðvinnslutækni munu
bændur á Suðureyjum við Skot-
land m.a. hafa beitt (3).
Guðmundur Ólafsson (1825-
1889), jarðræktarmaður, löngum
kenndur við Fitjar í Skorradal,
skrifaði grein um þúfnasléttun sem
birtist í ritinu tímaritinu Andvari ár-
ið 1874 (4). Þar lýsir hann, senni-
lega fyrstur manna opinberlega,
beðasléttugerðinni án þess þó að
nefna hana því nafhi. Hann segir:
14 - Freyr 5/2004