Freyr - 01.06.2004, Blaðsíða 39
Mynd 6. Meðalþéttni selens (Se) (mikrógrömmx)/kg þurrefni ± staóalfrávik) í
heyi frá 18 riðulausum bæjum (flokkur 2) („scrapie free”), fjárskiptabæjum
(flokkur 3) („scrapie prone”) og riðusýktum bæjum (flokkur 4) („scrapie affl-
icted). Einstök há gildi voru i heysýnum frá bæjum í öllum flokkum, einkum
í sýnum frá riðusýktum bæjum, en marktækur munur var ekki á meðalgild-
um (P > 0,05) (mynd einnig ætluð til birtingar í grein i íslenskum landbúnað-
arrannsóknum).
x) mikrógrömm er á ensku oftast ritað pg.
marktækt á síðari hluta með-
göngu. Því má samkvæmt fram-
ansögðu einkum búast við selen-
skorti síðla vetrar í lembdum ám
eða kelfdum kvígum. Við slíkar
aðstæður minnkar samhengið
(korrelation) milli selenþéttni í
blóði og GPO virkni í blóðinu.
GPO virknin er þá oft hlutfalls-
lega meiri en nemur þéttni selens
og er fremur mælikvarði á þéttni
selens, er var í blóðinu 4-6 vikum
áður. Við bendum því á, að vara-
samt getur verið að nota GPO
virkni í blóði gagnrýnilaust sem
mælikvarða á selenskort í búfé.
Þakkarord
Rannsóknir þessar eru hluti af
evrópsku samstarfsverkefni undir
yfirstjórn prófessors Kristínar
Völu Ragnarsdóttur, Háskólanum
í Bristol, Englandi. Rannsóknim-
ar voru unnar í nánu samstarfí við
embætti yfirdýralæknis. Við vilj-
um einnig þakka dýralæknum fyr-
ir greið svör við spumingum okk-
ar. Við stöndum í mikilli þakkar-
skuld við bændur og búandlið á
þeim tugum býla, þar sem við höf-
um tekið sýni, fyrir góðar móttök-
ur, aðstoð við töku sýna og svör
við fyrirspumum. Frú Jóhönnu
Edwald em færðar þakkir fyrir
vinnu við frágang handrits, Ottari
Kjartanssyni fyrir töku mynda og
tölvuvinnslu þeirra og Ólafí Vals-
syni fyrir gerð korts.
Molar
Skortur á rúnings-
MÖNNUM í ÁSTRALÍU
Sauðfjárbændur í Ástralíu,
sem einkum leggja áherslu á ull-
arframleiðslu, standa nú and-
spænis miklum skorti á rúnings-
mönnum. Sums staðar í landinu
verða bændur að bíða eftir rún-
ingsmönnum mánuðum saman,
en starf þeirra þykir bæði erfitt
og illa launað.
Áður fyrr var litið á starf þeirra
rómantískum augum og hreysti
þeirra lofuð. Nú yfirgefa rúnings-
menn það í stórum stíl. Léleg
laun, erfið vinnuskilyrði og nei-
kvæð sýn á framtíðina ráða þar
mestu. Á áratugnum 1980-1990
störfuðu 30 þúsund manns við
rúning í Ástralíu, en nú eru þeir
innan við 7000.
Rúningur er ein erfiðasta vinna
sem fyrirfinnst í Ástralíu. Það
tekur á kraftana langan vinnudag
að fást við fé sem streitist á móti.
Æfður rúningsmaður rýir 200
fjár á dag og uppsker viðvarandi
verki í axlir, hnakka og bak.
í Ástralíu eru 45 þúsund fjár-
bændur og í landinu eru 130
milljón fjár.
Meðalaldur rúningsmanna er
kominn upp í 40 ár og brýnt er að
yngja upp hópinn en flestir hinna
eldri segjast ekki lengur ráða við
starfið. Þetta veldur því að erfitt er
fyrir skóla, sem mennta rúnings-
menn, að fá nýja nemendur.
Formaður félags sauðfjár-
bænda í Ástralíu, Dale Park,
bendir á að rúningsmaður þurfi
að vera í toppþjálfun eins og af-
reksíþróttamaður. Kindin vegi um
65 kg og að fást við 200 slíkar á
dag er eins og að hlaupa mara-
þonhlaup.
Áður var unnt að ráða rúnings-
menn frá Nýja-Sjálandi, þar sem
rúningsvertíðin er styttri, en nú
hefur hið sama gerst þar að
skortur er á rúningsmönnum.
Að baki þessa alls liggur síðan
það að afkoman í sauðfjárrækt
er léleg og greiðslugeta búgrein-
arinnar leyfir ekki hærri laun rún-
ingsmanna.
(Landsbygdens Folk, nr. 21/2004).
Freyr 5/2004 - 391