Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2004, Blaðsíða 16

Freyr - 01.06.2004, Blaðsíða 16
Á línuriti (1. mynd) yfir ættliða- Qarlægð milli íslenskra kúa og nokkurra norrænna kúastofna sést að minnst er fjarlægðin frá íslensk- um kúm til Þrændakúa (Þrœ), þá norðursænskra (Sæn) og síðan norðurfínnskra (Nfi) kúa. Norskar fjarðakýr (Nfj) eru tvöfalt lengra frá þeim íslensku en Þrændakým- ar. Kúastoíhar þaðan ffá til hægri á myndinni (jóskar (Jót), Þelamerk- urkýr (Þel), rauðar danskar (Rda), norskar Austurlandsrauðkur (Ara) og danskar Jerseykýr (Djé)), em með þrefalt til fjórfalt lengri ætt- liðafjarlægð ifá íslensku kúnni en Þrændakýmar. Fluttir vom inn í tilraunaskyni allmargir nautgripir frá Danmörku snemma á 19. öld.’ Þeir reyndust vel þegar þeir fengu gott fóður, en munu hafa horfið að mestu úr kúastofninum á næstu áratugum. Við samanburð á nautgripum frá Danmörku og Islandi var ekki hægt að rekja neinn skyldleika milli íslenskra og danskra kúa (sjá I. mynd). Innfluttu dönsku kýmar á Islandi virðast því hafa dáið að mestu út. Afurðasemi islenskra kúa Til eru áætlaðar tölur yfir nyt- hæð íslenskra kúa frá því um 1100 og fram til þess tíma að skýrsluhald hófst yfir nythæð kúa nálægt aldamótunum 1900.4 Á þessu tímabili var áætlað að meðalkýrin hefði mjólkað um 1100 kg á ári á 12., 13., 14. og 15. öld, síðan hefði nytin lækkað niður í 1000 kg á ári á 16. öld, en hækkað smám saman úr því. Nytin var um 2700 kg um 1950 og fór í rúm 5000 kg á kú á ári árið 2002. Það jafngildir því að mjólkur- magn eftir hverja kú hafi fimm- faldast frá 16. öld til loka 20. ald- ar. Mikið af þessari aukningu staf- ar af bættri fóðrun og aðbúð, en verulegur hluti ffamfaranna mun stafa af kynbótum, sérstaklega á 20. öld. (2. mynd). Samsetning mjólkur Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á efnasamsetningu kúa- mjólkur hér á landi á síðustu ár- um. Hefur þar einkum verið kann- að hvernig efnafræðileg samsetn- ing mjólkurprótína er hjá íslensk- um kúm miðað við mjólk kúa í nágrannalöndum okkar. Hér á eftir eru teknar saman ýmsar niðurstöður úr rannsókn- um Braga Líndal Ólafssonar á RALA og samstarfsmanna hans, sem birtust á Ráðunautafundi 2003. Rannsóknir á kúamjólk hér og erlendis leiða í ljós að íslenska mjólkin hefur að ýmsu leyti yfir- burði yfir mjólk í nágrannalönd- um okkar. Helstu niðurstöður úr þeim rannsóknum eru eftirfar- andi. 1. Faraldsfræðilegar rannsóknir á fólki og tilraunir á músum hafa gefið til kynna að betakaseín A1 og B i kúamjólk tengist ný- gengi á sykursýki af gerð I hjá bömum. 2. Betakaseín A1 er tiltölulega sjaldgæft hjá íslenskum kúm (32%), B-gerðin finnst ekki en betakaseín A2, sem ekki er tal- ið tengjast sykursýki af gerð I, er tiltölulega algengt hjá is- lenskum kúm (68%). Algeng kúakyn á Norðurlöndum (NRF í Noregi, finnskar Ayrshire- kýr) og Bandarikjunum (Hol- stein Friesian) hafa svipaða tíðni af báðum gerðum, eða um 50%. 3. Kappakaseín B er hagkvæmt 1. tafla. Arfgerðatíðni fjögurra nautgripakynja m.t.t. beta- og kappa-kaseíngerða. Kaseingerð Beta Kappa. íslenskar Kúakyn Fi.Ayrsh. Sæn.rauðar Am.Holst A1A1 AA <0.01 0.02 0.18 0.11 A1A1 AB 0.05 0.02 004 0.07 A1A1 BB 0.06 <0.01 - - A1A2 AA 0.03 0.13 0.36 0.32 A1A2 AB 0.15 0.07 0.14 0.15 A1A2 BB 0.23 <0.01 - - A2A2 AA 0.02 0.22 0.15 0.22 A2A2 AB 0.19 0.01 0.13 (0..05) A2A2 BB 0.27 - - - - E - 0 0.52 (0.09)' 1) Sjaldgæft 116 - Freyr 5/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.