Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2004, Blaðsíða 37

Freyr - 01.06.2004, Blaðsíða 37
Mynd 2. Kort af íslandi, sem sýnir útbreiðslu sauðfjárriðu á landinu frá því hún barst til Skagafjarðar með hrút af ensku kyni 1878 að talið er. Kringum 1950 var riða enn bundin við þrjár sýslur og hluta tveggja annarra sýslna norðanlands (rauðgult). Eftir fjárskipti vegna mæðiveiki um og upp úr 1950 dreifðist ríða um mestan hluta landsins (blátt) og einkenni hennar breyttust jafnframt nokkuð. Riða hefur þó aldrei fundist i fjórum sýslum auk Vestmanna- eyja (grænt) og heldur ekki á misstórum svæðum í öðrum sýsium (t.d. ekki i meginhluta Norður-Þingeyjarsýslu (grænt)). Tölur 1-11 sýna þau svæði, þar sem tekin voru á býlum heysýni og/eða blóðsýni. X sýna staðsetningu 20 dýraiækna, sem fyrírspurnum var beint til (Kort: Ólafur Valsson). flokkum bentu heldur ekki til þess, að breytingar á magni þess í blóðinu gæti tengst uppkomu riðu. Þéttni selens í blóði ánna var meiri að hausti en að vori. Selen í blóðinu var yfírleitt nægjanlegt að hausti en var að vori oftast nærri þeim mörkum, sem samfara eru skortseinkennum. Þetta kemur heim og saman við það, að með- ganga veldur álagi á selenbúskap ánna og magn selens í beitargróðri virðist vera mun meira en í heyi, sem aflað er á ræktuðu landi. Ákvarðanir á virkni GPO í blóð- inu gáfu ekki neinar einhlítar upp- lýsingar um, hvort breytingar á virkni þessa oxavamarensíms tengj- ast uppkomu riðu. GPO virkni er að Mynd 3. Myndin sýnir algenga aðferð við töku heysýna meó rafknúnum bor úr rúlluböggum. Myndin er tekin í Skaftártungu i ágúst 2003 (Ljósmynd: Óttar Kjartansson). Freyr 5/2004 - 37 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.