Freyr - 01.06.2004, Qupperneq 11
1. tafla. Forvarnargildi nokkurra málma í jarðvegi sam-
kvæmt þýskum jarðvegsverndarlögum. Mælieining
mg/kg (6).
Efni Sandur Méla Leir
Blý (Pb) 40 70 100
Kadmíum (Cd) 0,4 1,0 1,5
Kopar(Cu) 20 40 60
Nikkel (Ni) 15 50 70
Króm (Cr) 30 60 100
Kvikasilfur (Hg) 0,1 0,5 1
Sínk (Zn) 60 150 200
Taka skal tillit til sýrustigs á eftirfarandi hátt. Ef sýrustig (pH)
er innan við 6 skal fyrir kadmíum, nikkel og sínk nota
forvarnargildi sands fyrir mélu og forvarnargildi mélu fyrir leir.
Ef sýrustig er innan við 5 skal fyrir blý nota forvarnargildi
sands fyrir mélu og forvarnargildi mélu fyrir leir.
hættu á blýmengun er trúlega ein-
göngu að vænta þar sem blýi, t.d.
rafhlöðum eða málningu, sem
inniheldur blý, hefur verið fargað
eða þar sem blý berst í jarðveg í
miklu magni af öðrum ástæðum.
Kadmíum (Cd)
I jarðskorpunni er meðalmagn
Cd 0,1 mg/kg og í basalti 0,15
mg/kg (6). I íslensku bergi eru 0,2
- 0,4 mg/kg og þar með má segja
að grunngildi fyrir kadmíum sé
allhátt hér á landi. í sjávarseti hafa
hærri tölur, allt að 0,7 mg/kg, gre-
inst (5). I nýlegri grein um magn
nokkurra þungra málma á Islandi
fengust enn hærri tölur í undirlagi
jarðvegs, að meðaltali 0,35 mg/kg
en mest 1,02 mg/kg (3). Þetta er
tvisvar til þrisvar sinnum meira en
vænta mátti ef miðað er við fyrri
greiningar.
Kadmíumtölur fyrir íslenskan
jarðveg sýna að magn þess er á
mjög breiðu bili og að við náttúr-
legar aðstæður hafa fundist tölur
sem eru yfir forvamargildum í
Evrópu. Það kemur vissulega
nokkuð á óvart, en þessi sýni eru
tekin langt frá svæðum þar sem
borið hefur verið á eða úrgangi
fargað. Einnig hafa há gildi fund-
ist í mosa, sem að öllum líkindum
má rekja til hás Cd magns í bergi
og þar með í jarðvegi.
Kadmíum er mjög eitrandi og er
ekki eins fast bundið í jarðvegi og
aðrir þungir málmar. Það er því
mjög áríðandi að halda magni
þess lágu í umhverfmu og ekki
þarf nema sáralítið af því til að
það verði of mikið. Samkvæmt
þýskum reglugerðum mega t.d.
ekki berast meira en 6 grömm af
Cd á hektara á ári.
Kadmíum er notað í margs kon-
ar iðnaðarvörum, í plasti og litar-
efnum, en sennilega er það þekkt-
ast í litlum rafhlöðum. Það er
einnig í hjólbörðum og nálægt
miklum umferðaræðum hefur
kadmíum safanst upp næst vegun-
um. Það er einnig örlítð kadmíum
í fosfóráburði, var u.þ.b. 0,2 g
Cd/kg P (10) og berst með honum
þar sem tilbúinn áburður er borinn
á. Þar sem 20 kg P voru borin á
fylgdu þá 4 grömm af Cd en 6
grömm þar sem 30 kg af fosfór
voru borin á. A síðari árum hefur
kadmíumsnauður áburður verið
fluttur inn.
Bjama Helgasonar (1) bar sam-
an tilraunareiti með og án fosfór-
áburðar (3. tafla). Það er athyglis-
vert að munurinn er verulega
meiri í mýrartúninu en í sandtún-
inu og má það væntanlega setja í
samband við að mýrin er léttara í
2. tafla. Blý (Pb), Kadmíum (Cd) kopar (Cu) og Sínk (Zn)
í grunnum úthagajarðvegi (0-5 cm dýpt) og samsvarandi
undirlagi á ýmsum stöðum á óræktuðu landi (mg/kg). (3).
Málmur Undirlag Jarðvegur 0-5 cm
meðaltal meðaltal
hæsta og lægsta gildi hæsta og lægsta gildi
mg/kg mg/kg
Blý 4,7 5,8
3,0-6,4 2,8- 11,3
Kadmíum 0,35 0,63
0,20-1,02 0,18- 1,56
Kopar 75 97
57 - 128 52 - 144
Sínk 63 83
36-85 64 - 124
Freyr 5/2004 - 11 |