Elektron - 01.07.1916, Blaðsíða 12

Elektron - 01.07.1916, Blaðsíða 12
ELEKTRON „King* Storm“ ljóskeriö örugt í stormi, regni og frosti og þolir allan hristing. „KING STORM‘‘ ljósker brennir vanalegu benzíni og gefur 300 kerta ljós og eyðir þó aðeins 3/i líter í 10—12 tima. Slokknar ekki þótt það detti niður, brennur jafnt úti og inni og þolir storm og kulda. — Enginn vandi að fara með það. — Er alstaðar notbært í íveruhúsum, búðum, vörhúsum, smjörbúum, fjósum, verksmiðjum, bátum og víðar. Verð 35 kr. með öllu tilheyrandi. Laura Nielsen, N. B. Nielsen. Austurstræti 1. Reykjavfk. Talsími 806. Jdd Halllírssoi k Co. Betljafll Smíðar húsmuni af mismunandi gerð. Gerir uppdrœtti og áœtlanir yfir hostnað. ^Jönéué vinna. 5. gr. Inngangur í félagið er bindandi fyrir minst eitt ár í senn, úrsögn verður að vera skriíleg og með þriggja mánaða fyr- irvara, þó hættir hver að vera félagi þeg- ar hann fer úr þjónustu landssímans. Stjórnin úrskurðar hverjir skuli fá inn- göngu í félagið. 6. gr. Hver félagsmaður greiði sem tillag 1 krónu á mánuði í sjóð félagsins. 7. gr. í sijórn félagsins skulu vera 5 menn: formaður, ritari, gjaldkeri og 2 meðstjórn- endur; formaður skal kosinn sér, en að öðru leyti skiftir stjórnin með sér störf- um. Stjórninni ber að gæta hagsmuna félagsins í öllum greinum, hún hefir og umráð yíir öllum eigum þess. Stjórnin getur enga fullnaðarályktun tekið nema 3 stjórnendur séu henni samþykkir. Sér til aðstoðar getur stjórnin kosið umboðs- menn út um land, eins marga, og þar, sem hún álítur nauðsynlegt. Pessir um- boðsmenn stjórnarinnar, innheimta gjöld til félagsins hver í sínu umdæmi, og skulu þeir gera skil til gjaldkera þegar eftir hvern ársfjórðung. Enginn er skyldur til að taka við endurkosningu oftar en einu sinni. 8. gr. Til útgáfu málgagnsins velur stjórnin þriggja mannaritnefnd, ogskal einn nefnd- armanna vera ritstjóri og ábyrgðarmaður málgagnsins. Pessum mönnum er stjórn- inni heimilt að þókna á einhvern hátt fyrir starf þeirra, og skal hámark þóknun- ar þessarar ákveðið í fjárlögum félagsins. 9. gr. Endurskoðendur reikninga félagsins séu tveir, skulu þeir kosnir til eins árs í senn, um Ieið og stjórnin. 10. gr. Aðalfundur félagsins skal haldinn i janúarmánuði ár hvert, skal hann boð- aður með minst mánaðar fyrirvara. Á aðalfundi skulu mál tekin fyrir og rædd í þeirri röð er hér segir: I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári og starfstilhögun yfirstandandi árs, og ástæður fyrir þeim, hún leggur fram til úrskurðar endurskoðaða reikninga félagsins með svörum stjórnarinnar. II. Kosin skriflega ný stjórn og nýir endurskoðendur.

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.