Elektron - 01.07.1916, Page 17
ELEKTRÖM
59
hólrni; heyrst hefir og að því hafi verið
gefinn kostur á að gera tilboð í '/* sjálf-
virka símakerfið sem við Reykvíkingar fá-
um vonandi hráðlega.
Vér búumst við, innan skamms, að geta
birt hér i blaðinu nákvæma lýsingu á þessu
ágæta V1 sjálfvirka kerfi Western Electric
félagsins.
Þráðlaus firðtalstæki á skipum.
Eleclriccrf World frá 20. maí sl.
skýrir frá tilraunum, sem stjórn
Bandaríkjanna hefir látið gera nýlega
milli herskipa og lands. Orustuskip-
ið New Hctmpshire hafði áhöld, sem
Tlie American Teleplione & Telegraph
Company seltu upp í sambandi við
loftskeytatæki, skipsins, og gat með
þeim ávalt staðið í sambandi við
hermálaráðuneytið.
Áhöld þessi eru mjög einföld og
varla meiri vandi að fara með þau
en venjuleg talsímaáhöld; þau kváðu
líka vera eitthvað ódýrari en venjuleg
loftskeytatæki, og hafa auk þess þann
stóra kost fram yfir loftskeytaáhöld-
in, að ekki þarf mann með sérkunn-
áltu til að starfrækja þau. Þá eru þau
svo útbúin, að flyIja má þráðlaust
samtal yfir á landlínu og öfugt, eða
með öðrum orðum, að frá skipi út-
búið með þessum áhöldum, sem liefir
samband við landstöð, er hægt að
hringja á hvaða talsímanotanda sem
er í landi.
Það virðist ekki geta leikið neinn
vafi á því, að tæki þessi gætu orðið
íslenska fiskiflotanum til ómetanlegs
gagns og gróða. Eða livað finst út-
gerðarmönnunum ?
Tungumálakunnátta talsímameyja.
Telegrafbladet (Kristiania) segir að
símastjórnin norska hafi farið fram
á það við þingið, að veittar yrðu 1000
kr., til þess að kenna talsímameyjum
þar í landi tungumál. Þykir það galli
mikill, hversu vankunnátta meyjanna,
sér í lagi í frönsku, tefji oft afgreiðslu
símskejda um talsímann, en tæplega
hægt að bæta úr því öðruvísi, því að
sjaldnast vanti nóg af kunnátlu-vott-
orðum með umsóknunum. — Liks
hefir orðið vart hér á landi, með
enskuna, síðan ófriðurinn hófst, og
hefir landssimastjórinn því lagt fyrir
talsímameyjarnar í Reykjavík, að
leggja sérstaka stund á ensku. Það
er ekki nema sjálfsagt og eðlilegt að
talsímameyjarnar séu vel að sér í
aðal viðskiftamálinu, en laun þeirra
ílestra eru aftur svo lág, að varla er
að búast við að þær geti varið miklu
til mentunar. Það sýnist því heppi-
legt að símastjórnin íslenzka færi að
dæmi þeirrar norsku og færi fram á
fjárveitingu, lil þess að sjá simafólk-
inu fyrir nauðsynlegri sérmentun.
Símastjórnin sænska ver árlega tug-
um þúsunda króna til kenslu (árið
1914, 69 þús. kr.) og stæði ísland
sig þá ekki við að verja eins og
5—600 kr. ?
Ritstjórnargreinar.
(Framh. frá bl. 50).
Atlanzhafssímarnir. — Misskilning-
ur er það hjá »Nirði«, 21. maí, að
eigi sé íleiri en 9 »símalínur« milli
Evrópu og Ameríku, og að af þeim
hafi aðeins 2 verið í lagi síðan í
febrúar. Milli Evrópu og Norður-
Ameríku liggja 17 kablar og eru all-
ir í lagi nema tveir þýzkir, sem liggja
frá Emden, um Azoreseyjarnar til
New York. í Journal Télégraphique
(Berne) er getið um allar slíkar bil-
anir, en eigi sést í því, að neinn At-