Elektron - 01.07.1916, Síða 18

Elektron - 01.07.1916, Síða 18
ELEKTROM JÓ lanzhafskablanna hafi verið slitinn um þetta leyti. I’ráðlausa stöðin. — Eins og getið er annarsstaðar hér í blaðinu fór lands- símastjórinn utan í vor, tii þess að semja við eitthvert félag um bygg- ingu þráðlausrar firðritunarstöðvar, lielzt í nágrenni Reykjavíkur. Stöðin á að vera 5 kw. stöð og ábyrgist fé- lagið að hún dragi 750 km. Félag það, sem setur hana upp er Marconi’s WirelessTelegraphCompany Ltd.,Lon- don, og hefir hr. Hallgrímur Bene- diktsson hér í Reykjavik umboð fyrir félagið hér á landi. Fáist leyfi brezku stjórnarinnar til að flytja út áhöldin, er gert ráð fyrir að stöðin komist upp á þessu ári. Hitt og þetta. Ný eyðublöð nr. 2 hefir landssíminn gefið út. Eru þau annarar stærðar en þau gömlu, og þannig, að þau komast i ritvélar með venjulegum vagni. Eyðublöðin eru tvennskonar, 1° nr. 2 a, til þess að skrifa á með bleki og 2° nr. 2 b, til þess að skrifa á með ritblý eða rit- vél, og er annaðhvort blað í lieftinu óáletrað og ætlað fyrir eftirrit. Nýjan olíumótor hefir Jón S. Espliólin vélfræðingur fundið upp og er að láta smiða. Á hann að hafa ýmsa kosti fram yfir aðrar hér þektar gerðir mótora, svo sem olíusparnað og litla fyrirferð. Mótorinn á að heita Esphólínsmótor, eftir höfundinum, og er sá fyrsti væntanlegur lil landsins áðurenlangt um líður. Norðurland, 8. júlí ’16. Nýtir menn. (Skinfaxi júní 1916, eftir Valdimar Benediktsson). Meðal allra menningarþjóða eru til menn, sem öðrum fremur vinna fyrir fjöldann, og má sérstaklega nefna til þess hugvitsmennina (uppfundinga- mennina), sem með undaverðum vél- um létta og margfalda vinnuna og jafnframt ýta undir framleiðsluna og hverskyns verklega framþróun. Slíkir menn eru meðal nýtustu borgara þjóðfélaganna og verðskulda það, að þeim og verkum þeirra sé sómi sýnd- ur. —• Höf. minnist aðallega á Sig- urð Ólafsson á Hellulandi í Skaga- fjarðarsýslu. Hann er einn af okkar þjóðhögu smiðum, — sistarfandi að finna upp vinnuvélar, sem gætu ver- ið til stórmikils gagns, ef þær væru teknar til notkunar. Nýlega hefir hann smíðað vatnsveituvél, og auk þess vefstól, sem vinnur meirogauð- veldlegar en tíkast hefir; enn er nefnd »rakstrarkonan« o. fl. Verst er eftir því sem höf. segír, að vélar þessar ná eigi útbreiðslu, sökum þess, að til þess þarf margt og mikið, sem Sigurður ekki hefir tök á, enda er liugur hans æ upptekinn af nýrri hugmjmd jafn- skjótt, sem liann liefir lokið vi) aðra. Er því hætt við að vélar þessar verði gagnslausar, og sennilegt að þær gleymist með öllu er stundir líða, ef ekki er gert eitthvað til tryggingar því, að vélarnar verði þektar affróð- um og dugandi mönnum. Höf. segir ennfremur, með réttu, að íslendingar hafi enn ekki gert sér að fullu ljóst, hversu þýðingarmikið er að hlynna að ágætismönnum á hverju sviði þjóð- legra manndáða og gera þeim kleift að láta sem mest gott af sér leiða.---- Rafmagnsöldin er að byrja með ís- lendingum, og lagast þetta vonandi með henni, við megum ekki við því að margir slíkir rnenn fái eigi að njóta sin fyrir þröngsýni okkar hinna. (Ritstj.). Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Elektron

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.