Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2001, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2001, Síða 3
LESBÖK MOBGUNBLAÐSENS - MENMNG LISTIB 8. TÖLUBLAÐ - 76. ÁRGANGUR Tolle- Lege Norðurmýrin íslcnskur hversdagsfunkis nefnist grein eft- ir Ágústu Kristófersdóttur um fyrstu skref módernismans 1 íslenskri byggingarlist. Ágústa segir að viðhorf í anda þjóðern- ishyggju hafi sennilega valdið því að ís- lenskir arkitektar vildu laga funkis að ís- lenskum aðstæðum og horfðu gagnrynum augum á það sem var að gerast erlendis. eða Taktu - Lestu nefnist fyrsta grein af þremur um orð í myndlist eftir Rögnu Sig- urðardóttur. I greinunum mun Ragna skoða samskipti orða og mynda í gegnum aldirnar, allt fram á okkar tíma þegar lista- menn halda því til dæmis fram að skrif um myndlist flokkist undir listaverk. John Rawls er einn áhrifamcsti heimspekingur á sviði stjórnmálaheimspeki á síðustu öld. I tilefni af áttræðisafmæli hans síðastliðinn fimmtu- dag skrifar einn af nemendum hans, Andr- eas Föllesdal, grein um kenningar hans. Alphonse Mucha varð nánast frægur á einni nóttu þegar hann málaði mynd af frönsku leikkonunni Söruh Bemhardt sem sett var á auglýs- ingaplakat. Kristin Sigurðardóttir heim- sótti tengdadóttur hans, Geraldine, sem býr innan um verk og muni listamannsins í Prag. FORSÍÐUMYNDIN Mannlýsing no. 1. Birgir Andrésson, 1999. Unnið fyrir forsíðu Lesbókar. KRISTJÁNJÓNSSON FJALLASKÁLD NAHUOÐ Kominn em eg undirjörðu, á nú sæti dauðum hjá, sorgum öllum sviíinn frá, ævina sem auma gjörðu. Ligg égþar hjá liðnum náum, í logni dauðans augu fá mitt hið lága leiði sjá, liljum skreytt oglaufum smáum. Meðal þeirra rósin rjóða röðulfögur beygir sig, sem fyrri hefur faðmað mig og mætt áhrífum minna ljóða. Ástarblíðu blómin drjúpa og brjóst á köldum skreyta hjá, meðan hrærðist hjartað gljúpa. Ó, þú ástarljúfa liljka, löngu fyrri þig égsá, leiði mínu lifírðu’á; nú skal ekkert okkurskilja. Sé ég þigí sælum draumi, sé þín skæru fölnuð blöð. Við skulum bæði blunda glöð hafín burí frá heimsins glaumi. Kristjón Jónsson Fjalloskóld (1842-1869) orti um sjólfon sig, heiminn og guð eins og allt væru þetta hlutir sem maðurinn myndi aldrei skilja, nema ó mis. Hann var rómanlískur útlagi eins og Byron og Heine, í heiminum og sjólfum sér. RABB A Asíðastliðnu ári var föstu- dagurinn 22. september útnefndur bíllausi dag- urinn í Evrópu. Eftir því sem fréttir herma lukk- aðist þetta tiltæki víða nokkuð vel. I mörgum borgum var götum lokað fyrir bílaumferð. Pingmenn gengu og hjól- uðu á undan með góðu fordæmi og almenn- ingur tók hressilega við sér. En á norðurhjaranum í landi hins tár- hreina bláma var annað uppi á teningnum. Þær fréttir bárust þegar líða tók á daginn að varla nokkur maður hefði skilist við bíl sinn um morguninn, ekkert fjölgað í strætó og fáir sést á gangi eða á hjóli. Þó var veður hið fegursta og ákjósanlegt til útivista. íslendingar létu sem sagt þessi tilmæli alþjóðasamfélagsins um að sýna samstöðu og draga úr mengun á þessum drottinsdegi sem vind um eyru þjóta. Oft hef égverið stoltur af þjóð minni og því að vera Islend- ingur en þennan dag skammaðist ég mín fyrir landann. Ég fór að velta því fyrir mér hvort við Is- lendingar séum að verða eins konar dek- urþjóð. Við gerum kröfur um að aðrar þjóð- ir dragi sem mest úr mengun, hneykslumst upp fyrir haus á Bretum að dirfast að starf- rækja endurvinnslustöð kjarnaúrgangs í Sellafield og heimtum að henni verði taf- arlaust lokað. Á sama tíma sækja íslend- ingar það fast að fá sérstaka undanþágu til meiri mengunarkvóta en kveðið er á um í alþjóðasamþykktum. Við tölum fjálglega um nauðsyn þess að halda heimshöfunum EKKI FULLRI hreinum og tærum, þó að það læðist reynd- ar að manni sá grunur að þar sé aðallega átt við fiskimiðin umhverfis Island. Við krefjumst þess að þjóðir heimsins setji blátt bann við eyðingu skóga í auðg- unarskyni en lítum jafnframt á meðlimi Greenpeaee-samtakanna sem okkar verstu óvini, vegna þess að þeir mótmæla hval- veiðum. Þetta er þeim mun grátbroslegra fyrir þá sök að þau samtök hafa alla tíð staðið dyggan vörð um hagsmuni okkar. Meðlimir þeirra hafa hvað eftir annað hætt lífí sínu með því að sigla á smábátum í veg fyrir skip sem ætluðu að varpa stórhættu- legum geislavirkum efnum og öðrum ban- eitruðum úrgangi í hafið. Höfum við íslendingar ef til vill gleymt því sem alþjóðasamfélagið hefur fyrir okk- ur gert? Var það eitthvað? kynnu sumir að spyrja, en vonandi ekki alltof margir. Eg á auðvitað við viðurkenningu alþjóða- samfélagsins á 200 mflna landhelgi okkar. Auðvitað jiurftum við að berjast fyrir þeim réttindum og stóðum okkur vel í þeirri bar- áttu. Við hefðum þó náð harla litlum árangri ef ekki hefði verið við sanngjama og réttsýna andstæðinga að etja, sem tóku rökum og ákváðu, að vel athuguðu máli, að fallast á sjónarmið okkar á þeim forsendum að um fjöregg þjóðarinnar væri að ræða. MEÐ REISN Því hefur ekki ætíð verið að heilsa að stórþjóðir sýndu hinum minni bræðrum sanngimi eða tækju tillit til óska þeirra. Ef við viljum að aðrar þjóðir sýni sjón- armiðum okkar skilning og virði hagsmuni okkar verðum við að gera slíkt hið sama. Okkur ber skylda til að leggja eitthvað af mörkum í samfélagi þjóðanna, sýna að við séum reiðubúnir að taka til hendinni við að skapa betri heim. Við þurfum að sanna svo ekki verði um villst að við viljum fórna ein- hverju til að stuðla að verndun lífríkisins til hagsbóta fyrir allt mannkyn. Það verður ekki gert með orðskrúði og yfirlýsingum, að hverju skuli stefnt eða hvað þurfi að gera, heldur með því að láta verkin tala. Ekki trúi ég því að íslendingar séu svo herfilega illa menntaðir og fáfróðir um lif- ríki jarðarinnar að vita ekki, að ef allar þjóðir jarðkringlunnar taka ekki höndum saman um það tafarlaust að draga úr mengun og fara sparlega með auðlindir hennar geti fyrr en varir hlotist af því óbætanlegt tjón. Og afleiðingar græðg- innar og skeytingarleysisins munu ekki bara bitna á einhverjum vesalingum i út- löndum eins og venjulega, skinhoruðum börnum með þjáningu heimsins í stórum augunum, þær munu, merkilegt nokk, einnig koma niður á vel stæðum og vel menntuðum íslendingum, með dollara- merkið í fallegum augum sínum. Því miður er hitt líklegra að okkur sé fjandans sama um lífríki jarðarinnar, að við viljum fá peninga í vasann á stundinni, hvað sem það kostar. Með þvi að reisa eins mörg álver og mögulegt er, drepa og sjóða niður alla þá hvali sem við náum í, henda síðustu grásleppunni út í hafsauga bara ef við getum fengið peninga fyrir hrognin hennar, halda áfram að ausa upp loðnunni, flytja inn skaðræðisskepnur á borð við minkinn, karakúlhrúta og norskar ofurkýr, skjóta hrossagaukinn. Allt í nafni auð- legðar og aukins hagvaxtar. Er íslendingum þá sama um börn sin og barnaböm sem erfa eiga landið og jörðina? Ef til vill ekki, en getur verið að okkur skorti íhygli og ábyrgðartilfinningu? Getur verið að íslenska skólakerfið hafi hingað til vanrækt að efla siðvit nemenda og vekja þá til umhugsunar um samábyrgð okkar með- al þjóðanna og að þeir hafi skyldum að gegna við bræður sína og systur í öðrum löndum. Ekki einungis til að sanna fyrir umheiminum að við Islendingar séum gæddir mannúðlegri siðgæðisvitund heldur einnig vegna þess að það kemur sér betur fyrir okkur sem þjóð þegar til lengdar læt- ur, hvort heldur sem er í efnahagslegu eða menningarlegu tilliti. Mér býður í grun að þó að íslendingar viti ekki alls kostar hvert skuli stefna við aldahvörf, vilji þeir samt komast þangað sem fyrst - á bfl. EYSTEINN BJÖRNSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. FEBRÚAR 2001 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.