Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2001, Blaðsíða 7
Morgunblaðið/Ásdís
Alphonse Mucha öölaðist frægð utan heimalandsins fyrir að gera auglýsingaplaköt
fyrir Söruh Bernhardt og vann hann fyrir hana eingöngu í sex ár.
hann er á að giska tíu ára. Drengurinn heldur
á pallettum og málningapenslum en hann varð
þó aldrei málari.
Grammófónninn hennar Söruh
Einn af furðugripunum á heimili Mucha-
fjölskyldunnar er einhvers konar grammó-
fónn sem Sarah Bernhardt gaf Mucha. Það er
augljóst að leikkonan hafði sjálf notað
grammófóninn því þar er að finna skúffu fyrir
andlitsfarðann og snyrtivörurnar. Þrátt fyrir
þessa gjöf var Mucha aldrei hluti af innstu
kreðsu söngkonunnar heldur var samband
þeirra faglegs eðlis. Sarah átti sér mjög
þröngan vinahóp.
Onnur sérkennileg mubla í húsi Mucha-fjöl-
skyldunnar er bókaskápur í svefnherberginu.
Þannig var að Mucha fann skápinn liggjandi á
jörðinni og hirti hann. Skápurinn var úr kirkju
og var hent út fyrir nýjan skáp. Geraldine seg-
ir að mikil ánægja hafi ríkt með að Mucha
skuli hafa séð not fyrir skápinn og hirt hann.
Mucha átti aldrei peninga, segir Geraldine
og brosir. Um leið og hann hafði þénað pen-
inga var hann búinn að eyða þeim. Það kom
því í hlut eiginkonu hans, sem ólíkt Mucha var
ekki úr sveit heldur tilheyrði efri stéttum
samfélagsins, að halda utan um fjármál heim-
ilisins.
Öll húsin í nágrenningu hafa kjallara sem
eru rómanskir. En húsin hafa verið rifin niður,
brunnið og síðan verið endurbyggð og því er
erfitt að segja til um aldur þeirra. Framhlið
húss Mucha-fjölskyldunnar er frá 18. öld, for-
stofan er frá 15. öld. Fólk hefur búið á þessari
hæð öldum saman því að vatnið hér er gott,
segir Geraldine. Það voru brunnar inni í öllum
húsunum á hæðinni.
Það eru fimm aðrar íbúðir í húsinu. Gerald-
ine segir að það sé miklu notalegra í þessu
húsi en því sem þau bjuggu í áður.
Geraldine fæst við tónsmíðar en þær nam
hún af Benjamin Dale og Allan Bush. Hún
hefur samið hljómsveitar-, kammer-, píanó-
og söngverk.
Við erum öll ættuð fró sama stað
Geraldine er ákaflega hláturmild og þegar
Þórir fer að segja hversu öflug tónlist hennar
sé virðist það kitla hláturtaugarnar mikið.
Geraldine er ættuð frá Orkneyjum. Hún segir
hlæjandi að við eigum öll fjögur ættir okkar að
rekja á sama stað því að forfeður sínir hafi
verið frá Noregi. Eiginmaður hennar var í
Morgunbloðið/Ásdís
Geraldine með Ijósmynd af eiginmanni sínum,
Jiri, sem var sonur Alphonse Mucha.
flughernum í stríðinu og þannig kynntust þau
árið 1941 á Englandi. Hún var í London við
nám í Royal Academy of Music. Þau giftu sig
sama ár en hún gat þó ekki flutt til Tékklands
fyrir en í stríðslok árið 1945 þar sem ómögu-
legt var að flytjast búferlaflutningum milli
landa í stríðinu.
Hún hefur búið í Tékklandi upp frá því.
„Guð minn góður, það er langur tími!“ segir
Geraldine og hlær sínum silfurtæra hlátri.
Þegar hún er spurð hvort hún hafi aldrei
saknað Englands segir hún: „Lífið er ævin-
týri.“ Maðurinn hennar varð rithöfundur og
varð nokkuð þekktur. Hann var jafnframt sá
sem varð helsti ævisöguritari föður síns. Þau
áttu einungis einn son en hann býr í London,
John Mucha.
Eiginmaður Geraldine dó 1991, „hann sá
breytinguna, sem skiptir miklu máli,“ segir
hún, og á við endalok kommúnísks stjórn-
skipulags í Tékklandi.
STÓRSKOTALIÐ
TOMLIST
S í g i I d i r d i s k a r
ARTUR SCHNABEL
Ludwig van Beethoven: Píanósónötur nr.
5, op. 10 nr. 1 (6/11 1935); nr. 6, op. 10 nr.
2 (10/4 1933); nr. 7, op. 10 nr. 3 (12/11
1935); nr. 19, op. 49 nr. 1 (19/11 1932); nr.
20, op. 49 nr. 2 (12/4 1933); nr. 22 op. 54
(11/4 1933). Píanóleikur: Artur Schnabel.
Heildarlengd: 77’04. Útgáfa: Arkadia 1
CD 78532. Verð: kr. 1.000. Dreifíng: 12
tónar.
EKKI verður svo rætt um hljóðritanir á
píanósónötum Beethovens að ekki komi
upp nafn austurríska píanóleikarans Art-
urs Schnabels (1882-1951). Hann vai' einn
mesti píanóleikari tuttugustu aldar og á
tónleikapallinum lék hann m.a. með Pablo
Casals, Paul Hindemith og Joseph Szigeti.
Hann hljóðritaði fyrstur píanóleikara allar
sónötur Beethovens á fjórða áratugnum
(EMI Réferences CHS7 63765). Mikið af-
rek á sínum tíma.
Túlkun Schnabels á
verkum Beethov-
ens, Schuberts og
Brahms þótti engu
lík og margir telja
að fáir hafi komist
nær hjarta þessara
tónskálda en hann.
Ekki verður um
það deilt að á þess-
um diski, hinum
fjórða í heildarút-
gáfu Arkadia á pí-
anósónötum
Beethovens með
Artur Schnabel,
megi heyra tignar-
legan flutning lista-
manns sem hefur
óvenjulegt vald á
viðfangsefninu. Og
heldur hlustandan-
um bókstaflega í
helgreipum - svo
forðast sé að nota
orðið „hugföngn-
um“. Þótt oft sé tal-
að um að hraðaval
Schnabels hafi verið
öfgakennt hafði ég satt að segja ekki reikn-
að með slíkum öfgum. Sérstaklega eru það
upphafs- og lokakaflarnir sem eru spilaðir
á slíkum hraða að undrum sætir og er yf-
irbragðið þá stundum ívið órólegt. Og það
ríll verða á kostnað skýrleika þrí stundum
er flutningurinn óskýr og jafnvel flausturs-
legur. Upphafskafli op. 10 nr. 1 er t.d.
óþarflega órólegur og í lokakaflanum í op.
10 nr. 2 er sannarlega farið offari. En
stundum kemur Schnabel svo á óvart með
sérlega yfii’veguðum leik, eins og í menú-
ettinum í op. 10, nr. 3 og þrátt fyrir tals-
verðan hraða ber hinn hnyttni lokakafii
sömu sónötu ekki eins mikil merki þessa
óróleika. Schnabel ku hafa talið óþarft að
allar nótur kæmu skýrt fram í flutningi,
þ.e. að þær væru mismikilvægar og að
sumar ættu hreinlega ekki að heyrast. Ým-
is merki um þetta má heyra á þessum diski.
Allt annai' handleggur eru hægu kaflarnir
sem eru svo ótrúlega „djúpir" og yfirveg-
aðir og skapa skýrar andstæður ríð ytri
kaflana. Hér gefur Schnabel sér nægan
tíma til að gæla ríð tónlistina. í hinum
magnaða largókafla op. 10 nr. 3 tekst
Schnabel að skapa undraverða rósemi og
frið en á sama tíma fer undirliggjandi ólg-
an ekkert á milli mála.
Hljóðritanh-nai- eru gerðar á ánmum
1932 til 1935 og hljóma ótrúlega vel í þess-
ari yfirfærslu á geisladisk - í raun miklu
betur en ríð er að búast. Upptökusuð er í
lágmai’ki, nánast ekkert ber á bjögun og
hljóðmyndin hefur talsverða íýllingu.
Vandaður bæklingur hefði getað svarað
einni mikilvægri spurningu: Hvaða upp-
tökur eru þetta? Einfaldur samanburður á
dagsetningum leiðir nefnilega í Ijós að hér
er ekki um að ræða upptökumar sem eru á
fyrrnefndu EMI-setti. Það er miður að
ekki skuli vera lögð meiri rínna í svona
sjálfsagðan hlut.
Þetta er merkilegur diskur þar sem
heyra má afar persónulegan flutning mik-
ils listamanns, um það verður ekki deilt.
Það er ólíklegt að túlkun Schnabels falli öll-
um í geð en svo mikið er ríst að menn munu
sperra eyrun og rílja fá að heyra meira.
Ekki ætti lágt verð aðdraga úr áhuganum.
Jú, þið lásuð rétt. Á þessum diski er að-
FIÐLUKONSERT
MENDELSSOHNS
Felix Mendelssohn-Bartholdy: Fiðlukon-
sert í e-moll op. 64. A: Jascha Heifetz leik-
ur með Royal Philharmonic Orchestra,
stjórn. Sir Thomas Beecham (8.-10/6
1949). B: Nathan Milstein Oleikur með
New York Philharmonic, stjórn. Bruno
Walter (16/5 1945). C: David Oistrakh
leikur með Sinfóníuhljómsveit Ráðstjórn-
arrikjanna, stjóm. Kirill Kondrashin
(1948-9). Heildarlengd: 75’50. Útgáfa:
Arkadia ÍCD 78576. Verð: kr. 1.000.
Dreifíng: 12 tónar.
eins eitt tónverk, e-moll-fiðlukonsert Mend-
elssohns. En hins vegar heyrist hann þrisv-
ar! Og hér er um að ræða „Vol. 1“! Menn
munu spyrja hvers konar rugl þetta sé og ef
til ríll virðist það svo vera ríð fýrstu sýn. En
þegar nánar er að
gáð er það hreint
ekki svo rítlaus hug-
mynd að gefa hlust-
endum kost á þrí að
hlusta þrisvar á sama
verk á einni geisla-
plötu, sérstaklega
þegar túlkanirnar
eru svo ólíkar eins og
raun ber vitni.
Jascha Heifetz hljóð-
ritaði konsert Mend-
elssohns nokkrum i
sinnum, m.a. með
Charles Munch '
(1959), Guido Can-
telli (1954), Sir !
Thomas Beecham
(1949) og árið 1920
hljóðritaði hann hluta
konsertsins með pí- i
anóundirleik. Laus- ,
leg könnun leiðir í
ljós að Nathan Mil-
stein hafi gert þrjár ;
hljóðritanir: undir
stjórn Leon Barzin
(ártal óvíst), Bruno
Walter (1945) og
Claudio Abbado (1972). Það merkilega er að
enga hljóðritun fann ég með þriðja. fiðlu-
snillingnum, Daríd Oistrakh, nema þá i
þessa einu sem hér heyrist og er tekin upp í
Moskvu 1948-9.
Eins og ríð mátti búast er fiðluleikur
Jascha Heifetz (1901-1987) heillandi. Ekki
bara fyrir geislandi spilamáta, silfurtæran
tón og geysimikið öryggi heldur einnig fág-
aða tónmyndun eins og t.d. í miðkaflanum ,
sem hann leikur ótrúlega fallega. Víst má
segja að tónn Heifetz eigi það til að vera
hvass og ekki sérlega hlýlegur. Upphiifs-
kaflinn er að ríssu leyti þessu marki
brenndur. En þriðji kafli er óviðjafnanleg
flugeldasýning og sýnir Heifetz þegar hann |
er hvað flottastur.
Nathan Milstein (1904-1992) hefur fal-
legan og mjúkan tón og sýnir snilldartakta í I
hröðu köflunum sem hann leikur á srípuð-
um hraða og Heifetz. Hins vegar vantar
sárlega í andante-kaflann mehi hlýju og
auk þess er hann ekki alltaf hreinn.
David Oistrakh (1908-1974) er í sér-
flokki. Hann er geysilega öruggur, tón-
myndunin er óaðfinnanleg og leikur hans
miðlar einhverju sérstaklega góðu og fal-
legu sem erfitt er að koma orðum að. Hann
leikur upphafskaflann ákaflega fallega og
talsvert hægar en Heifetz og Milstein og ég
er ekki frá þrí að þetta tempó sé betur ríð
hæfi. Miðkaflinn er mjög skáldlegur (hér
ætti nafngiftin „ljóð án orða“ vel ríð) og
akkúrat réttum megin ríð strikið í ofurróm-
antísku tónmáli Mendelssohns. Lokakafl-
inn er leikinn af miklum krafti og „bravúr”
og engu síður en hjá Heifetz og Milstein.
Ef ég ætti að velja milli þessara þriggja
snillinga þá væri valið auðvelt: Oistrakh
finnst mér skara fram úr. En sem betur fer
þarf maður ekki að velja. Þeir eru hérna all-
ir þrír á sama geisladiskinum og spurning-
unni um það hver sé bestur þarf maður ekk-
ert að svara. Bara njóta þess sem fyrir
eyrun ber.
Valdemar Pálsson
Ludwig Van Beethoven
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. FEBRÚAR 2001 7