Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2001, Side 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2001, Side 20
U PPGJÖR VIÐ PÉTU R GAUT Morgunbla3ið/Ámi Sæberg „Við Pétur Gautur höfum elst og vonandi þroshast," segir Gunnar Eyjólfsson. í kvöld fagnar Gunnar Eyjólfsson leikari 75 óra afmæli sínu með því að standa einn ó stóra sviði Þjóðleikhússins og flytja einleik sem hann hefur sett saman úr leikritinu Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen í þýðingu Einars Benediktssonar. HÁVAR SIGURJÓNS- SON hitti Gunnar í vikunni þar sem hann bjó sig undir sýninguna. í hlutverki Péturs Gauts 1962. þeirri sem hefur alltaf trúað á hið góða í honum. Það er nefnilega enginn vandi að láta sér þykja vænt um þá fullkomnu, þá góðu. En það er erfiðara að þykja vænt um þá sem eru öðruvísi, veikir og hraktir. Sól- veig hefur beðið hans í sextíu ár, hún er jafnung og hún var þegar Pétur yfirgaf hana. Eg hef það eftir Halvdan Christian- sen, hann var eiginmaður Gerdu Ring sem leikstýrði Pétri Gaut hér, að Ibsen hafi sagt að Sólveig ætti að vera blind þegar Pétur fyndi hana aftur. Blind og ung. Það er mjög eðlilegt. Ástin er blind og síung.“ Gunnar hlaut á sínum tíma Silfurlampann, viðurkenningu leikhúsgagnrýnenda, fyrir túlkun sína á Pétri Gaut í sýningu Þjóð- leikhússins. „Mér þótti vissulega vænt um þá viðurkenningu en hún skipti mig í sjálfu sér ekki miklu máli. Það sem var ánægju- legt fyrir mig við veitingu Silfurlampans þetta leikár var að ég fékk öll atkvæðin en þau skiptust jafnt á milli þeirra tveggja hlutverka sem ég var að leika þennan vetur í Þjóðleikhúsinu. Pétur Gaut og Andra í Andorra eftir Max Frisch. Það hlutverk hef- ur alltaf haft sérlega sterk áhrif á mig og er eitt af þeim sem eiga mjög ákveðinn og sterkan stað í sál minni.“ Gunnar segir að verðlaun af því tagi sem Silfurlampinn var séu viðurkenning til þeirra sem standa í eldlínunni á hverjum tíma. „Þau skipta kannski ekki máli fyrir þroska manns sem listamanns en það er fólgin í þeim hvatning og viðurkenning. Ég álít að það sé gott fyrir leikhúsið." ÞEGAR ég leitaði eftir viðtali við Gunnar í tilefni af stórafmæli hans og sýningunni hristi hann höfuðið og sagði að það yrði að bíða betri tíma. „Þessi sýning á laugardagskvöldið er mér svo mikilvæg, svo mikið hjart- ans mál, að ég vil alls ekki dreifa orku minni í tal um annað í þessari viku,“ sagði hann. Við urðum því ásáttir um að geyma samtal um glæsilegan feril hans þar til síðar en ræða um Pétur Gaut þess í stað. Allt frá því Gunnar lék Pétur Gaut í Þjóðleikhúsinu 1962 hefur þetta merka hlut- verk fylgt honum með einum eða öðrum hætti. Flestum er sáu sýninguna varð Gunn- ar ógleymanlegur í hlutverkinu. Sögulegt uppgjör við erfiða persónu Hann segist sjálfur hafa heillast meira af hlutverkinu en flestum öðrum, Pétur Gautur hafi verið sér erfiður en heillandi og vaxið, elst og þroskast í nær fjóra áratugi en nú sé kominn tími tii að gera upp sakirnar, leiðir verði að skilja. Og margir vilja verða vitni að þessu sögulega uppgjöri í leikhúsinu. Um leið og það spurðist út að Gunnar Eyjólfsson ætlaði að flytja Pétur Gaut með þessum hætti á afmælinu sínu runnu miðar út og fengu færri en vildu. Gunnar verður hálfvandræðalegur þegar ég spyr hvort hann ætli að endurtaka leikinn til að mæta þessari miklu eftirspurn. „Upphaflega átti þetta nú bara að vera eins konar afmælisgjöf frá mér til vina og nánustu ættingja. Eg færði það í tal við þjóðleikhússtjóra að leyfa mér að flytja þetta á Smíðaverkstæðinu þetta eina kvöld. Hann hvatti mig mjög til að gera þetta en það kom í ljós að áhuginn var slíkur fyrir þessu útífrá að Smíðaverkstæðið dugði ekki. Þetta var því fært upp á stóra svið.“ Þrátt fyrir að hafa leikið mörg stærstu hlutverk leikbókmenntanna í leikhúsinu, þ. á m. Hamlet, Fást og Ödipus konung hefur Gunnar aldrei fyrr staðið einn á sviðinu og flutt einleik. „Verkið liggur mjög vel við svona flutn- ingi og ég sný því þannig fyrir mér að þarna er maður sem hugsar upphátt og er neydd- ur til að horfast í augu við sjálfan sig á loka- stund lífs síns. Ég hef valið kafla úr leikrit- inu og sett saman í þessa einsmannssýningu mína, þar sem ég túlka verkið samkvæmt mínum skilningi á þvi. í mínum huga fjallar Pétur Gautur um spurninguna: Til hvers lif- ir maður og fyrir hvern? Fyrir sjálfan sig eða aðra? Pétur uppgötvar þegar hann er kominn á grafarbakkann að hann hefur ekki þjónað neinum nema sjálfum sér. Svona maður er náttúrlega óalandi og óferjandi og er alltof þungur á sér í himininn." Pétur Gautur og Gunnar eiga sama afmælisdag Gunnar segir að fyrstu kynni sín af Pétri Gaut hafi verið mun fyrr en sýningin í Þjóð- leikhúsinu. „Ég kynntist Pétri Gaut fyrst þegar ég sá Lárus Pálsson leika hluta af verkinu hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þetta var á stríðsárunum og var ein af fyrstu leik- sýningunum sem ég sá í Reykjavík. Svo átti það fyrir mér að liggja að leika sjálfur Pét- ur Gaut hér í Þjóðleikhúsinu fyrir 38 árum. Ég hef oft spurt sjálfan mig að því hvernig standi á þessum áhuga mínum á Pétri Gaut. Ég hef leikið mörg önnur stór hlutverk en ekkert þeirra hefur haft viðlíka áhrif á mig og Pétur Gautur. Þetta blandaðist reyndar líka aðdáun minni á Einari Benediktssyni. Þýðing hans á verkinu er hrein snilld. Einar sagði í bréfi til Ibsens að hann væri búinn að þýða Pétur Gaut og bætti svo við: „Verk- ið er þeim mun fallegra og betra en það er á frummálinu sem íslenskan tekur norskunni fram á öllum sviðum.“ Ibsen skrifaði Brandes og minntist á þennan hrokafulla íslending. En ég dáist alltaf jafnmikið að þessari þýðingu. Einu sinni sem oftar var ég að lesa mér til um sögu verks- ins og rakst þá á að það var frumsýnt í gamla Rristjaníu- leikhúsinu í Osló hinn 24. febrúar 1876. Við eigum sem- sagt sama afmæiisdag, ég og Pétur Gautur, og í ár er hann 125 ára og ég 75 ára. Þarna eru sterk tengsl en annað mál er að ég vilji vera eins og Pét- ur Gautur." Gunnar brosir og hristir höfuðið og segist alveg geta fallist á að hann lesi hugs- anlega alltof mikið útúr þessu. En hvað er það sem hefur dregið þig að Pétri Gaut? „Það hefur runnið upp fyrir mér með árunum að það sem bjargar Pétri er ást konunnar. Móðurástin, ást eiginkonunn- ar, ást barnanna, ekki síst dætranna. Trú, von og kær- leikur eru lykilorð þessa verks. Þetta er sagan um manninn sem eignast allan heiminn en glatar sjálfum sér. Og hvers virði er það? Við hljótum að þurfa að svara þeirri spurn- ingu áður en lýkur. Ég er líka að votta eiginkonu minni og dætrum þakklæti mitt og játa þeim ást mína með þessari sýningu. Annar stórkostlegur þráður í verkinu er þessi sterka þrá sem knýr hann áfram til að ná sér upp úr fá- tækt og örbirgð. Ekki minna máli skiptir sú spurning sem er svo áleitin í Pétri Gaut: Hve- nær hættir maðurinn að ljúga og verður að skáldi? Það er svo oft sagt við Pétur: Þú lýgur. Og atriði eftir atriði byrjar á orðunum: Er það satt? Sífellt er verið að draga í efa það sem hann segir. Hann var skáld, á því er enginn efi, og það er reyndar hæfileiki sem ég hefði alveg viljað njóta.“ Ástin er blind og siung Þú talar um persónu Péturs Gauts eins og hann sé raunveru- legur. Sérðu hann bókstaflega fyr- ir þér? „Já, það geri ég svo sannarlega. Og þess vegna er ég að gera þetta núna. Leiðir verða að skilja ein- hvern tímann. Ég kæri mig ekkert um að vera alltaf að burðast með hann. Mér er vel við hann en ég kæri mig ekki um að vera eins og hann. Og hann hefur breyst eins og ég sjálfur. Elst og vonandi þroskast. Þess vegna hef ég byggt sýninguna þannig upp að Pétur er gamall þegar hann birtist í upp- hafi og hittir hnappasmiðinn. Hann fær eitt tækifæri til að finna einhvern sem getur borið honum gott vitni, annars verður sál hans brædd upp í deiglunni með sálum annarra ómerkilegra syndara. Og það er ekki hann sjálfur sem bjargar sér. Honum er bjargað af 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. FEBRÚAR 2001

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.