Fylkir


Fylkir - 23.12.1997, Page 7

Fylkir - 23.12.1997, Page 7
7 FYLKIR jólin 1997 Fjölskyldan á Ofanleiti um miðjan fimmta áratuginn. Standandi frá vinstri: Páll, Árni og Eyjólfur. Sitjandi frá vinstri Líney, Þórunn Ásthildur, séra Sigurjón Þ. Árnason, Þórunn Eyjólfsdóttir Kolbeins, Snjólaug Anna og Þórey Jóhanna. hingað ungur og varð eigin- lega innlyksa á stríðsárunumn, en hér lærði hann verkfræði. Gunnvör kona hans er einnig íslensk í móðurætt, en Sören er einn af þessum útlendingum sem er eiginlega meiri íslend- ingur en við sem heima sitjum. Phil og Sön er aðaleigandi Istaks, en hjá Phil og Sön í Danmörku vinnur fjöldi íslendinga við störf í mörgum heimsálfum." Stróknum fylgdi mikill niður suður af Eyjum Við vikum talinu aftur að upphafinu,Vestmannaeyjum, og ég spurði Pál um æskuárin „Það var svolítið sérstakt að vera prestsbarn í skóla, maður var tekinn öðruvísu að sumu leyti en auðvitað var þetta allt í eðlilegum farvegi, látlausum og rólegum í heildina. Ég var sá fimmti í röðinni af sjö systkinum og þegar ég fermdist var ég í fyrsta skiptið í nýjum fötum sem enginn hafði átt áður. Það voru tímamót. Bernskuárin voru skemmtileg og umhverfið stórkostlegt, reyndar svo að það hefur virkað mjög sterkt á mig ævina alla. Ég fæddist 5. apríl 1931 kl. 23,30 og ég var ekki þveginn strax, því Jóna Ijósa þurfti að hlaupa niður í bæ frá Ofanleiti og taka á móti stelpu sem fæddist ó.apríl. Þannig hef ég nú alltaf orðið að víkja fyrir konunum. Ofanbyggjaraveröldin var sér heimur út af fyrir sig og þar skólaðist maður ósjálfrátt í náttúrufræði og veðurfræði. Það er stundum sagt að krakkar séu að skálda hluti,en stundum sjá krakkar líka það sem fullorðna fólkið sér ekki. 14 ára gamall var ég eitt sinn úti á hól á Ofanleiti og sá þá skyndilega eins og feiki mik- inn blástur milli Álseyjar og Suðureyjar. Með þessu heyrði ég mikinn nið og strókurinn sem stóð úr hafi virtist jafn hár og eyjarnar báðar en þó var ljóst að hann var miklu sunnar í hafinu. Þetta lóku menn hæfilega trúanlega, en löngu löngu síðar staðfesti Jón Jónsson jarðfræðingur að mikið vikurrek hefði orðið á þessum tíma á Reykjanesi. Menn héldu þá að einhver eldsumbrot hefðu átt sér stað úti af Reykjanesi um þessar mundir en vikurrekið á Reykjanesi átti miklu fremur við hafstraumana austan að og síðar hefur verið staðfest að á þessum slóðum, sem ég sá strókinn, eru nú trintur á um 20 metra dýpi þarna úti í hafi. Að sjóða egg og hnýta 4 hnúta Samfélagið fyrir ofan Hraun var hlýlegt og fyrir sköminu rakst ég á gamla funda- gerðarbók frá félagi Kátra krakka fyrir ofan Hraun. Það var stofnað 11. maí 1942 og félagsreglurnar voru 9 talsins. Það mátti ekki blóta, stela, skrökva, svíkja, stríða, reykja, henda grjóti, né henda grjóti í tún eða aðrar verur, félagar urðu að kunna að sjóða egg og hnýta fjóra hnúta. Þriðjudaginn 12. maí var fundur í félaginu kl. 9 síð- degis. Áslaug Johnsen setti fund og las síðan reglur félagsins. Að því loknu töluðu félagsmenn, segir í fundar- gerðarbókinni, og svo fór kosning fram. Hún var svona: Foringi: Áslaug Johnsen. Varaformaður: Þórey Sigur-jónsdóttir Ritari:Líney Sigurjónsdóttir Sögusagnaritari: Sigfús Árnason Johnsen Ritari sv.lis. Theódor Guðjónsson Vörður: Jón Geir Ingi Magnússon Sendill: Dússý. Á fundinum sagði Líney sögu og einnig Sigfús en formaður sleit síðan fundi nteð því að láta syngja Á hendur fel þú honum. Föstudaginn 15. maí var leikrit hjá félaginu klukkan 8 um kvöldið. Það hét Fólkið í húsinu og leikarar voru Líney og Þórey Sigurjónsdætur og Áslaug Johnsen. Mikil tilþrif voru hjá þessu félagi bæði utan dyra og innan en ársgjald var 50 aurar fyrir þá yngstu en 1 kr. fyrir þá eldri. Þessi litlu samfélög eru svo skemmtileg og virka svo sterkt. Eitt fyrsta viðfangs- efnið mitt sem verkfræðingur var að fara til Færeyja og vinna við gerð fyrstu jarðganganna þar. Ég hafði þá fengið bréf frá Sören Langvad þar sem hann bauð mér starf í Færeyjum. Ég var fljótur að neita, því ég var í vel launuðu starfi hjá Bandaríkja- her á Keflavíkurflugvelli en að athuguðu máli féll ég fyrir þessu nýja og áhugaverða verkefni. Þá var tækni jarðgangagerðar stutt á veg komin og og þekking manna á berglögum mun minni en í dag, en þetta var spennandi fyrir þrítugan verkfræðinginn. Þessi jarðgöng voru á Suðurey og tengdu Hvalba, litla 700 manna byggð við „umheiminn“. Það var ótrú- lega einangruð byggð með sérstaka mállýsku, en með jarðgöngunum opnaðist ný veröld og þannig er það nú með samgöngubótunum og uppbyggingunni að hundruð smábyggðir steypast í eina, allt verður aðgengilegra og einangraðar byggðir verða nútímalegar byggðir með meiri kröfur, meiri þjónustu og meiri gæði ef rétt er á haldið. Svona göng eins og í smábænum Hvalba eru ekki bara gat í gegn um fjall, heldur lykillinn að flugvelli, höfn, þjónustu, skóla og menningu. Þau auka fjölbreytni í mannlífi og atvinnulífi og umfram allt þýða þau öryggi, öryggi um aðgang að lausn vandamála sem upp koma, þau gera lífið svo miklu auðveldara og spara mönnum tíma og fyrirhöfn, peninga." Á skólabekk náttúrunnar hvort sem manni líkar betur eða verr „Ofanleiti átti reka í Brimurðinni við Stórhöfða á ákveðnum dögum og einu sinni sem oftar fór ég með pabba á reka. Fyrst gengum við stórgrýtta fjöruna á eiðinu milli Brimurðar og Klaufar,en síðan fór pabbi á Brimurðar- fjöruna. Þegar hann var á miðri fjörunni skipti engum togum að rosalegt ólag kom inn Brimurðina, en þar geta gaflarnir risið með ógnar- hraða. Úr brattri hlíðinni fyrir enda Brimurðarinnar hafði fallið sandsteinsklettur í fjöruna, eins og oft gerist þar sem skríður reglulega fram og pabbi komst upp á klettinn, en ólagið skall hátt í hlíðina og hef ég aldrei séð annað eins. Það var mikið lán að pabbi komst upp á hrunið, því ella hefði getað farið illa, en þetta er kannski dæmigert fyrir nábýlið við hafið og náttúruna í Vestmannaeyjum. Maður er á skólabekk hvort sem manni líkar betur eða verr, lærir að meta aðstæður og bregðast við. Ofanbyggjarar voru veröld út af fyrir sig. Meðal leikfélaga minna voru Óli í Norðurgarði og Theódór í Gvendarhúsi og svo kom ég svo oft í Suðurgarð. Þar var ég til dæmis fyrsta gamlárs- kvöldið sem ég var ekki heima. Þetta var áramótin 1943-1944 og þú varst þarna einnig, að vísu ófæddur. Ofanleitisjörðin var ein stærsta jörðin í Eyjum og pabbi hafði því miklu að sinna sem prestur og bóndi. Ofanbyggjarabyggðin er í 100 metra hæð yfir sjó og ég man það sérstaklega hve oft maður gekk inn í þokuna fyrir ofan Hraun. Ég var mikið í aðdráttum og sendiferðum, fór eftir mjólkinni með brúsa niður í Magnúsarbakarí og var svona í almennum sendi- ferðum. Pabbi var prestur í Eyjum í liðlega 20 ár áður en hann varð prestur í Hallgrímskirkju í Reykjavík, en þetta var stórkostlegt að alast upp í Eyjum. Kletta- borgirnar sem við höfðuni aðgang að til að leika okkur í, Kattaklettar þar sem við sprönguðum, Stöðull þar sem við kepptum í íþróttum og ég man eftir hólunum Rosahól og Glashól og klettunum sem síðar lentu undir flugvellinum og við kölluðum „smáeyjar“. Við Ofanleiti var Völvu- leiði og það var sagt að ef það yrði slegið myndi verða dauðsfall í húsinu. Pabbi ætlaði að fara að slá það fyrsta sumarið sitt í Eyjum, en þá kom gömul kona úr Norðurgarði hlaupandi og sagði að þetta mætti alls ekki. Þá var allt fullt af álfum í Norðurgarðsklettunum úti í hrauni þannig að það var líf og fjör í þessu öllu. Það gat stundum hvesst hressilega á Ofanleiti, sérstaklega þegar vindstrengurinn milli Sæfells og Helgafells var í ham, þá hristist allt og nötraði. Sem strákur var ég oft hjá Magnúsi Magnússyni nelagerðarmeist- ara og Þuríði konu hans á Hásteinsveginum, ég kom þar við á bæjarröltinu og Magnús fylgdi mér oft heim á kvöldin. Þau störfuðu í KFUM og K með pabba. Ég man líka afar vel eftir Árna Johnsen í Suðurgarði og Margréti , því Prestbústaðurinn að Ofanleiti á uppvaxtarárum Páls. Til vinstri sjást fjósið og hlaðan.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.