Fylkir - 23.12.1997, Qupperneq 13
FYLKIR jólin 1997
13
Helgi Helgason VE með fullfermi af síld á leið til hafnar.
í Skógum, sonur Sigurjóns sagði
mér síðar við upprifjun á þessari
ferð að hann hefði alltaf farið til
kirkju á aðfangadag. Hann var að
sjálfsögðu mættur til að aðstoða
föður sinn og áhöfnina við að
koma til skila pósti og vörum og
komu þeir því seint heint þennan
aðfangadag. Ingvar sagði við mig:
„Sigtryggur, þetta vom jólin þegar
ég komst ekki í aðfanga-
dagsmessu. En mikið skelfíng
þólti honum pabba vænt um
whiskyflöskuna , sem hann Helgi
pabbi þinn sendi honum sent smá
þakklætisvott“.
Eg má til með að geta þess, að
Sigurjón og Isleifur Ingvarsson
voitj bræður. Þau hjón, ísleifur og
Guðmunda kona hans, bjuggu á
Goðafelli sem var næsta hús við
Grímsstaði, æskuheimili okkar.
Við bræðumir vorum þar heima-
gangar og vom þau okkur sem
aðrir foreldrar. Þau búa enn í
Eyjum í hárri elli. Fæ ég þeim
seint fullþakkað kærleikann, sem
þau sýndu mér ungum dreng.
Misstum góðan leikvöli
þegar Tangafjaran hvarf
Ar var liðið og komið fram að
jólurn 1947. Ég hafði lokið
landsprófi um vorið og innritaðist í
3. bekk í Menntaskólanum í
Reykjavík um haustið.
Vestmannaeyjar vom gjörólíkar
því sem þær em nú. Byggðin náði
upp að kirkju við Skólaveginn og
Kirkjuveginn, en Brekastígurinn
var líkur því sem hann er enn í dag.
Fyrir sunnan og vestan við
Bamaskólann voru stakkstæði.
Byggðin til vesturs endaði við
Heiðaveginn, en fyrstu húsin við
Hólagötu og Brimhólabraut vom í
byggingu. Einnig var byrjað að
byggja verkamannabústaðina við
Heiðaveg. íbúafjöldinn var 3.478
og hafði fækkað um 110 frá 1945.
Fiskibátaflotinn á þessum ámm var
um 80 bátar, yfirleitt af stærðinni
15-35 lestir. Aðalbryggjumar vom
Básaskersbryggjan, sent var
nýbyggð, Bæjarbryggjan og Edin-
borgarbryggjan. Ennfremur var
byrjað að dæla sandi inni í botni
og kominn þar vísir að því sem nú
heitir Friðarhöfnin. Þá var einnig
nýlokið við að dæla sandi suður
fyrir Brattagarð og fylla þar með
fjömna milli Bæjarbryggju og
Tangans og upp að Strandvegi.
Þar með urðu Pallamir, fisk-
kræmar við Strandveg, á þurru og
fjótlega var byrjað að rífa þær.
Seinna var Fiskiðjan byggð á þessu
svæði. Við strákamir misstum
mikið við það að Tangafjaran
hvarf. Hún var góður leikvöllur.
Þar sigldum við bátum, byggðum
kastala og flóðgarða. Við vissar
aðstæður myndaðist mikið sog í
höfninni svo að sjórinn lyftist allt
að einum metra í mestu sogunum.
Þá fannst okkur gaman að byggja
stóra flóðgarða, standa inni í þeim
og bíða aðsogsins. En stundum
bmstu þeir undan hæð sogsins og
þá vom það blautir og sneyptir
strákar sem fóm heim til mömmu.
Einnig var vinsælt að veiða ufsa
við bryggjumar á vetuma. Við
kölluðum þá murta og þá stærstu
jasa.
Jólaferð meðm/sHelga
Helgasyni VE til Eyja.
Sagan endurtekur sig. Það var
komin Þorláksmessa og veður
hafði verið óhagstætt til flugs
undanfarna daga. Ekki var útlit
fyrir að flogið yrði á aðfangadag.
Pabbi var einnig staddur í
Reykjavík á þessum tíma og var
veðurtepptur ásamt fjölda fólks.
Vegna veðurs var ófært til
Stokkseyrar. Ms. Helgi Helgason
var þá í Reykjavíkurhöfn og átti að
vera þar yfir hátíðamar, en hann
var þá við síldveiðar í Hvalfirði.
Vestmannaeyingamir í áhöfninni,
þeir Emil Andersen stýrimaður,
Ingólfur Matthíasson l.vélstjóri,
Magnús Jónsson 2. vélstjóri,
Armann Bjarnason matsveinn og
Gunnar Eiríksson háseti voru
einnig veðurtepptir. Ms. Helgi
Helgason var þá nýbyggður, 188
lestir og er hann stærsta tréskip
sem byggt hefur verið hér á landi.
Bygging hans hófst 1943 og lauk
um sumarið 1947. Fór hann á
síldveiðar fyrir Norðurlandi undir
skipstjóm Amþórs Jóhannnssonar,
mikils aflamanns frá Siglufirði.
Helgi Helgason var byggður í
fjörunni þar sem þrær
Fiskimjölsverksmiðjunnar eru nú.
Þegar átti að sjósetja hann þurfti að
draga hann unt 70 metra niður í
fjöruna. Byrjað var á sjósetn-
ingunni á fimmtudegi, en gekk
brösulega, því hann sat fastur í
bakkastokkunum sem vom undir
kilinum. Hugkvæmdist mönnum
þá að setja fallbyssuvaselín í
bakkastokkana, en Sigurjón
Ingvarsson í Skógum hafði fundið
tunnu með því. Gekk þá allt vel og
þegar hann fór fyrst af stað rann
hann eina 11 metra í einu kasti og
hékk bara á toppstögunum og
rambaði til. „Þá varð ég hræddur“,
sagði Brynjólfur Einarsson
skipasmiður sem smíðaði skipið.
Hinn 7. júní klukkan 23 að kveldi á
afmælisdegi Brynjólfs flaut Helgi
Helgason. Ég fékk að vera um
Á þessu ári voru liðin 50 ár frá því smíði Helga Helgasonar VE 343 lauk hér í
Vestmannaeyjum. En báturinn er stærsta tréskip sem smíðað hefur verið hér á landi.
Helgi Benediktsson og kona hans, Guðrún Stefánsdóttir.
Myndin er tekin við Landakirkju árið 1962.
niður á bryggju og biðja um far.
Var það sjálfsagt og engurn neitað.
Um borð vom 10 kojur í lúkar og 4
kojur í káetu. Svo voru 2 káetur
með 2 kojum hvor, fyrir stýrimann
og matsvein, svo og báða
vélstjórana. Auk þess var skip-
stjórakáeta undir brúnni. Það var
ótrúlegur Ijöldi sem streymdi niður
að höfn til að fá far, yfir 50 manns.
Ahöfnin reyndi að koma fólkinu
fyrir. Voru tveir skipaðir í hverja
koju eða samtals 36 manns.
Ahöfnin gaf eftir sínar kojur. Eins
og ég sagði hafði verið slæntt
veður undanfarna daga, austlægar
áttir með 8 - 9 vindstigum og
ekkert flugveður. Við lögðum af
stað um kl. 19.30 að kveldi
Þorláksmessu eins og fyrr segir.
Við Hanni í Svanhól, sem var einn
farþeganna, stóðum aftur á dekki
og horfðum á bæjarljósin dofna
eftir því sem við ijarlægðumst. Þar
sem ég er mjög sjóveikur fór ég
fljótlega niður að ftnna mér afdrep.
Ég fékk enga koju, en fékk að
liggja á bekknum fyrir framan eina
kojuna í káetunni og hafði
björgunarbelti fyrir kodda. Veður
gerðist slæmt og þar sem skipið
var tómt valt það allnokkuð að
Munktell vélinni. Vélarhljóðið
virkaði á mig eins og taktfastur
hjartsláttur.
Komum heim tveimur
stundum fyrir jól.
Loks klukkan 4 á aðfangadag
komum við til Eyja og lögðumst
að Básaskersbryggjunni vestan-
verðri eins og árið áður. Ingólfur
Matthíasson sagði mér seinna að
taldir hefðu verið 56 farþegar í
land og enginn rukkaður um
fargjald.
Að sjálfsögðu voru bræður
mínir mættir til að ná í okkur og
keyra okkur heint. Mikið var nú
notalegt að koma heim í eldhúsið á
Heiðaveginum til mömmu og fá
kaffi, jólaköku og smákökur. Hún
var að undirbúa jólamatinn. Það
var venja hennar að hafa
grjónagraul með rúsínum og
möndlum og steikt lambalæri með
brúnuðum kartöflum.
Veðrið var gengið niður og
komin hæg norðanátt. Sjaldan
hafa klukkur Landakirkju hljómað
jafn fagurt í mínum eyrum og þetta
aðfangadagskvöld þegar þær
kölluðu kirkjugesti til tíða.
borð og mér er minnisstæður sá
mikli mannfjöldi sem var á
Básaskersbryggjunni og fagnaðar-
lætin er hann flaut.
Jæja, pabbi talaði við áhöfnina
og það varð að ráði að þeir myndu
sigla Helga Helgasyni til Eyja með
okkur feðga. Fréttin um að Helgi
Ben. ætlaði að láta skipið fara með
sig og strákinn til Eyja barst með
undraverðum hætti til þeirra
Eyjamanna sem voru veðurtepptir
í Reykjavík. Akveðið var að
leggja úr höfn milli kl. 19-20 á
Þorláksmessukvöld og áætlað að
siglingin til Eyja tæki um tólf tíma.
Upp úr klukkan 6 fór fólk að konta
mati landkrabbans. Sjóveiki sótti á
fólk. en þeir hraustu aðstoðuðu
eftir mætti og gáfu fólki að drekka.
Ferðin gekk hægt því að brim var
og fyrst austan átt en síðan ssv. 8
vindstig. Lítið varð unr svefn hjá
mér og mikið var tíminn lengi að
líða. Ég man að ég ældi löngum
ljórum sinnurn á klukkutíma. Gott
var að fá vatnssopa á milli. Þeir
sem ekki hafa verið sjóveikir hafa
misst af mikilli lífsreynslu, finna
hvernig maður svitnar, maginn
ólgar og svo kernur ælan og síðar
beiskt gallið. Þó að hægt gengi
miðaði þó áfram og notalegt var að
heyra slögin í 500 hestafla June