Fylkir - 23.12.1997, Qupperneq 16
16
FYLKIR jólin 1997
Loftpúðaskip eða háhraðaskip
Raunverulegur möguleikí eða
Hugleiðingar í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá komu svifskipsins SR
Svifskipið SRN6 kemur að landi inni í botni, norðanmegin í höfninni.
Samgöngur hafa gegnum tíðina
verið eitt af málum málanna í
Vestmannaeyjum, enda Eyjamenn
háðir góðum samgöngum við
meginlandið. Á árum áður voru
samgöngur milli lands og Eyja afar
stopular og erfiðar enda reynt að
halda þeim uppi með litlum bátum,
fiskibátum sem dubbaðir höfðu
verið upp til farþega- og vöru-
flutninga.
Þó mikil bylting hafi orðið í
samgöngumálum Eyjamanna með
tilkomu flugvallarins og
áætlunarflugi sem hófst til Eyja í
september árið 1946, þá hafa
Eyjamenn alltaf verið og verða um
ókomna framtíð, sökum veðurfars
og náttúruskilyrða, háðir sam-
göngum á sjó. Það varð því mikii
bylting í samgöngumálum Vest-
mannaeyinga er elsti Herjólfur
kom til hafnar í Eyjum 12.
desember 1959 og hóf áætl-
unarferðir milli lands og Eyja. Þrátt
fyrir að það skip ylli straum-
hvörfum í samgöngum á sjó þá
héldu framsýnir Eyjamenn áfram
að horfa til framtíðar í sam-
göngumálum. Þó Herjólfur hafi
verið mikilvæg samgöngubót þá
var langt í frá að Eyjamönnum
fyndist ferðatíðni nægjanlega enda
sigldi skipið milli Reykjavrkur og
Vestmannaeyja og einnig sigldi
það til Homaijarðar sem olli því að
nokrir dagar gátu liðið án þess að
fólk kæmist milli lands og Eyja
með skipinu.
Bæjarstjórn samþykkir
tillögu Jóns I.
Sigurðssonar um svifskip
Eyjamenn horfðu því eftir hvort
ekki væri hægt að koma á betri
samgöngum á sjó milli lands og
Eyja. Árið 1964 vom ný farartæki,
svokölluð svifskip eða loftpúða-
skip, farin að vekja athygli. Skip
þessi, sem voru knúin áfram af
hreyflum, gátu náð miklum hraða
og ferðast jafnt á sjó og landi.
Jón í. Sigurðsson, bæjarfulltrúi
og hafnsögumaður, flutti tillögu
um það á bæjarstjómarfundi, 22.
apríl 1966, að kosin yrði nefnd
tveggja manna til að athuga
möguleika á að fá svifskip leigt til
reynslu til að flytja fólk og
bifreiðar milli lands og Eyja og að
athugaður yrði kostnaður,
rekstrargrundvöllur og hæfni og
geta slíks skips. Bæjarstjóm
samþykkti tillögu Jóns I. og voru
hann og Magnús H. Magnússon
kosnir í nefndina.
Á svipuðum tíma fluttu
alþingismennirnir Guðlaugur
Gíslason og Sigurður Óli Ólafsson
tillögu um það á alþingi að tilraun
yrði gerð með notkun svifskipa til
flutninga á fólki og bifreiðum.
Tillaga þeirra gerði ráð fyrir að
skipið yrði tíu daga í Vest-
mannaeyjum og tíu daga á
Akranesi og sigldi frá þeim
stöðum með farþega. Gert var ráð
fyrir að Vestmannaeyjabær og
Akranesbær greiddu hvor fjórða
hluta kostnaðar við þessa tilraun en
ríkissjóður greiddi helming
kostnaðarins.
Bæjarstjóm Vestmannaeyja
samþykkti síðan að taka á sig 25%
kostnaðar við að fá svifskipið til
Eyja svo fremi að kostnaður við
það yrði ekki meiri en 250 þúsund
krónur.
A fljúgandi ferð upp að
Bergþorshvoli
Það varð því úr að leigt var
svifskip af gerðinni SRN6 frá
Hoovercraft í Bretlandi og kom
skipið til Eyja um miðjan ágúst
1967. Fyrsta ferð svifskipsins milli
lands og Eyja var farin 15. ágúst
og var þá tekið land á Bakkafjöru
og farið þaðan yfir sandinn í
Markarfljót og inn að brúnni yfir
Markarfljót. Næsta dag var farin
önnur ferð í land og land tekið á
Hallgeirseyjarsandi og þaðan
svifið að Hallgeirsey og síðan að
Bergþórshvoli.
Svifskipið fór síðan næstu
dagana margar ferðir milli lands og
Eyja og var mikill áhugi hjá
Vestmannaeyingum að komast
með. Var alltaf biðröð eftir að
komast í ferðir með skipinu og
komust færri með en vildu.
Svifskipið hélt frá Eyjum 29.
ágúst og var haldið að
Ölfusárósum en þaðan var síðan
haldið upp Ölfusá og lent á
sýslumannstúninu á Selfossi. Það
má segja að með ferðinni upp
Ölfusá hafi orðið að vemleika
ferðalag sem fáum hafði dottið í
hug áðuraðgæti átt sér stað enda
hafði það verið aprílgabb í
útvarpinu nokkmm ámm áður að
svokölluð Vanadís hefði siglt upp
Ölfusá að Selfossi. Svifskipið
sigldi síðan frá Selfossi, niður
Ölfusá og sjóleiðina til Reykja-
víkur.
Svifskip ekki talin
hagkvæmur kostur
Svifskipið reyndist ágætlega í
siglingunum milli lands og Eyja.
Flestar ferðir vom famar í ágætis
veðri en einu sinni tók skipið land
við sandinn í talsverðu brimi og
gekk lendingin vel. Flestar ferðir
skipsins vom óhappalausar að
undanskilinni einni ferð er sandur
komst í vél skipsins sem varð til
þess að fá varð nýja vél í það.
Menn vom sammála um að
skipið hefði marga góða kosti og
aðalkostur þess þótti mikill
ferðahraði. Ókostimir vom hins
vegar líka nokkuð margir og þá
helstir þeir að ferðir þess vom
mjög háðar veðri, vindum og
ölduhæð. Það var því mat flestra að
skipið gæti hentað til siglinga yfir
Myndin er tekin á Landeyjasandi og sýnir svifskipið og farþega og Vestmannaeyjar í baksýn.
Svifskipið öslar brimið við landtöku :
sumartímann en það væri varla
nothæft annan tíma ársins. Þá var
skipið talsvert dýrt í rekstri.
Að lokinni tilrauninni með
svifskipið, var óskað eftir því við
Hjálmar R. Bárðarson, siglinga-
málastjóra, að hann gæfi álit sitt á
nothæfi skipsins í siglingum milli
lands og Eyja. í umsögn Hjálmars
kom fram að hann taldi kaup á
svifskipi af gerðinni SRN6 ekki
tímabær, en ráðlagði að fylgst yrði
með þróun svifskipa næstu árin og
þó sérstaklega síripi af gerðinni
BH7 sem ætti að taka í notkun árið
1970.
Það næsta sem gerðist í
svifskipamálum Eyjamanna var að
árið 1968 barst bæjarstjóm bréf frá
breska fyrirtækinu Emest
Hamilton Ltd., þar sem svifskip af
gerðinni BH7 var boðið til kaups.
BH7 skipið gat flutt 72 farþega og
sex til átta bfla í ferð og var
söluverð þess 425.000 pund og
ætlaður rekstrarkostnaður var 89
pund á keyrslustund.
Bæjarráð hafnaði þessu tilboði
og má segja að þar hafi punkturinn
verið settur aftan við
svifskipatilraunir bæjarstjómar
Vestmannaeyja.
*
Ahugamenn stofna félag
um loftpúðaskip
Vestmannaeyjabær stóð svo að
stofnun Heijólfs hf. sem lét byggja
Herjólf sem kom til landsins
sumarið 1976. Þar varð ein
byltingin enn í samgöngumálum
Eyjamanna og enn var svo bætt
um betur með byggingu núverandi
Heijólfs sem kom sumarið 1992.
Þó Herjólfur nr. 2 hafi verið
mikil samgöngubót þá vom samt
margir Eyjamenn á því að enn væri
ekki fullreynt með notkun