Fylkir


Fylkir - 23.12.1997, Qupperneq 19

Fylkir - 23.12.1997, Qupperneq 19
FYLKIR jólin 1997 19 Halldór Baldursson, dr. med. Vígbúnaður á Skansinum 1586 -1997 Heimaey: Teikning eftir Sæmund Magnússon Hólm 1776. Ur bókinni: Vestmannaeyjar, bvggð og eldgos. Birt með leyfi höfundar, Guðjóns Armanns Eyjólfssonar. Inngangur Hér verður reynt að gera nokkra grein fyrir vígbúnaði þeim, sem verið hefur á Skansinum í Vestmannaeyjum frá 1586. Aðallega hefur verið stuðst við prentaðar heimildir, sem eru af skomum skammti. Vera má, að töluverðar upplýsingar til viðbótar megi finna með frekari rannsókn frumheimilda í íslenskum og dönskum skjalasöfnum. Byggingarsaga Árið 1586 skipaði Friðrik konungur II að gera skyldi virki í Vestmannaeyjum og sendi til þessa menn og vopn frá Danmörku til Eyja. Eftir Tyrkjaránið 1627 var Skansinn endurbættur. Að minnsta kosti frá þeim tíma og fram yfir rniðja 19. öld voru dönsku verslunarhúsin inni í Skansinum. Á uppdrætti frá því um 1760 í þjóðskjalasafni (sjá teikningu hér til hliðar) er Skansinn sýndur sem ferhymt virki með útskotum (fallbyssustæðum ?) í hverju homi. Um aldamótin 1800 var Skansinn rifinn að nokkru leyti, suður- og vesturveggimir. Hleðslur í veggjum hafa verið lagfærðar nokkmm sinnum á 19. og 20. öld. Skansinn fór að hluta undir hraun í eldgosinu 1973. Hlutverk Samkvæmt opnu bréfi Friðriks II frá 18. apríl 1586 er Skansinum ætlað að verja höfnina í Vestmannaeyjum gegn þeim, sem þangað vilja koma í óleyfi konungs, hvort sem þeir hyggja á rán eða verslun í leyfisleysi. Ekki er getið urn það í bréfinu, hvort almúga í Vestmannaeyjum var ætlað að leita þar skjóls fyrir ræningjum. Ósennilegt er, að virkið hafi frá upphafi verið hugsað sem almennur griðastaður við árás ræningja. Þá hefði virkið þurft að vera stórt í sniðum og fólkið hefði verið áhöfn Skansins til trafala, ef til bardaga hefði komið. Virki getur líka verið sýnilegt tákn valdstjómarinnar og tæki til að hafa stjóm á lýðnum. Til þess þarf þó eitthvert lið, virkið eintómt dugir ekki. Ekkert bendir til þess, að konungur hafí verið svo hræddur við mótþróa Vest- manneyinga fremur en annarra íslendinga, að hann hafi ætlað sér að hafa setulið í Eyjum. Siglingar til Islands voru svo til eingöngu að sumarlagi.Þá var mest hætta af ræningjum og mestar líkur á að menn kæmu í óleyfilegum verslunarerindum. Óvíst er, hvort ætlast var til nokkurs viðbúnaðar í Skansinum á öðmm árstíðum. Staðsetning Skansinn hefur líklega frá upphafi verið á svipuðum stað og hann er nú. Þaðan var hægt að skjóta móti skipum í innsiglingu. Skot úr Skansinum kæmu þá nokkum veginn langskips í skotmarkið, en þar vom skipin veikust íyrir og gátu minnst svarað skothríð, því skipabyssur vom að mestu staðsettar við skipssíðuna og var mjög lítið hægt að beina þeim byssum fram eða aftur. Skip, sem komið er inn á leguna, er illa statt gagnvart fallbyssuskotum frá Skansinum. Mönnun Frá 1586 og fram um lok 16. aldar virðast hafa verið hermenn (byssuskyttur) í Eyjum, að minnsta kosti í kauptíðinni. Þeir mönnuðu Skansinn og höfðu að auki vopnaða báta til að fylgjast með því, að boð konungs um verslun og veiðar væm haldin kringum Eyjar. í kauptíðinni vom einnig tiltækar áhafnir kaupskipa dönsku verslunarinnar. Þar á meðal vom venjulega skyttur (konstabler), enda vom kaupför yfirleitt vopnuð fyrr á öldum og fram á 19. öld. Að auki var hægt að kveðja Islendinga, Eyjamenn og aðkomu- menn, til vamar hvenær sem var. Herfylkingin upp úr miðri 19. öld tengist ekki sérstaklega Skans- inum, en var miðuð við hreyf- anlegar hemaðaraðgerðir. Þó er getið um það, að von Kohl sýslumaður hafi haft litlar fall- byssur í Skansinum og notað við æfingar, sjá neðar. Fomsta í vamarliði hefur ekki endilega verið í höndum em- bættismanna, þegar sýslumenn Ámesinga eða Rangæinga voru einnig yfirvald Vestmannaeyinga og bjuggu uppi á fastalandinu Umboðsmenn konungs í Eyjum virðast upphaflega hafa séð um landvamir. Þeir vom einnig yfir versluninni í Eyjum og höfðu mikil völd, enda vom Vestmannaeyjar konungs eign. I Tyrkjaráninu reyndi kaupmað- urinn Laurits Bagge að stjóma vömum. Sérstakur yfirmaður eða konstabel á Skansinum virðist ekki hafa verið allt árið fyrr en eftir Tyrkjaránið 1627. Þessum konst- abel var ætlað að sjá um vopnabúnað og æfa vamarlið Vestmanneyinga. Jón Ólafsson Indíafari var ráðinn í það starf 1639, en stóð ekki lengi við. Um 1670 virðist ekki lengur vera konstabel á Skansinum. Vopnabúnaður Vopnabúnaður á Skansinum varð að geta grandað skipum, sem í leyfisleysi sigldu inn eða lægju á höfninni. Auk þess þurfti vopn til að verja Skansinn sjálfan. Byssur þurftu helst að vera svo öflugar, að þær væm skeinuhættar skipum í innsiglingu og svo liprar, að þær væru hentugar til að verja Skansinn gegn árás óvina, sem leituðu þar inngöngu. Hér þurfti tvenns konar vopn, annars vegar allstórar framhlaðnar fallbyssur fyrir 6 punda kúlu eða meir, þyngd byssu að minnsta kosti nokkur hundmð kfló og hins vegar léttar og meðfærilegar byssur, falkonettur eða léttar bakhlaðnar byssur (svokallaðir porthundar) með kúluþyngd 1/2 - 2 pund og þyngd byssu jafnvel aðeins nokkrir tugir kflóa. Með mslskotum (Kardæsk), eins konar grófum haglaskotum, gátu þessar léttu byssur valdið miklum usla á stuttu færi gegn óvörðu skotmarki, svo sem mönnum í bátum eða á bersvæði. Fallbyssur vom settar á Skansinn samkvæmt konungsbréfi frá 1586. Á þeim tíma voru fallbyssur ýmist framhlaðnar eða bakhlaðnar. Þær bakhlöðnu voru oft tiltölulega léttar og fljótlegt var að hlaða þær. Púðurhleðslan var höfð í sérstakri könnu eða byssukamri, eins og Jón Indíafari kallar þetta. Kannan var sett við hlaupið og þrýst að aftara opi hlaupsins með fleyg. Bakhlöðnu byssurnar höfðu hins vegar þann galla, að þær þoldu ekki jafnvel og þær framhlöðnu þrýstinginn af sprengingunni, þegar skoti var hleypt af. Hætt var við eldblossa aftur úr bakhlöðnum byssum og þar af leiðandi slysum á áhöfn byssunnar. Vitað er, að léttar, bakhlaðnar fallbyssur voru á Bessastöðum. Slík vopn gætu hafa verið látin á Skansinn 1586 (sjá teikningu á bls. 21) Þegar Tyrkir vom komnir á land, skaut Laurits Bagge, kaupmaður, úr byssunum á Skansinum og naglrak þær síðan. Hann rak þá nagla niður í kveikigötin á fallbyssunum til að óvinirnir gætu ekki notfært sér þær. Þetta bendir til þess, að byssumar hafi verið bakhlaðnar. Hefðu þær verið framhlaðnar, hefði verið fljótlegra og jafn áhrifaríkt að henda púðurkönnunum (byssukömrun- um) í sjóinn. Fallbyssur vom ýmist úr jámi eða bronsi. Bronsbyssumar voru margfalt dýrari, en tærðust minna. Jám ryðgar auðveldlega vegna raka og seltu í lofti en þó enn meira vegna tærandi efna frá skotum. í skotin var notað svartpúður sem er blanda af brennisteini, viðarkolum og saltpétri. Hvort sem byssur vom úr bronsi eða jámi, var veruleg hætta á djúpri tæringu í byssuhlaupum með tímanum, nema mikillar nákvæmni væri gætt við að hreinsa og smyija vopnin. Nákvæmu viðhaldi var ekki alltaf til að dreifa. í lýsingu Vestmannaeyja 1749 er sagt bemm orðum, að víggögn á Skansinum séu ónýt: „Hverken Antiquiteter eller desslige Monumenter er at finde der ved Stædet uden allene det gamle Inventarium som ligger ved Skantzen og bestaar i adskillige Krigstpy sont i disse Tijder er bleven ganske ubmgelig.“ Þessi setning er athyglisverð. Ef hér væri átt við spjót, handbyssur eða aðra meðfærilega hluti, hefðu þeir verið teknir í hús og líklega til annara nota. Orðalagið bendir til þess, að einhver vígföng séu að grotna niður úti. Það gætu helst verið þungar fallbyssur og ef til vill sleðar eða vagnar undir fallbyssurnar. Ef fallbyssur úr bronsi hefðu legið í Skansinum, hefði hinn verðmæti málmur freistað einhverra. Ryðgaðar jámfallbyssur vom hins vegar ekki mikils virði. Þorbjöm Á. Friðriksson, púðurmeistari, heyrði afa sinn, Þorbjörn Ambjömsson („Tobba Sót“) segja frá því um 1956, að hann hefði rétt fyrir aldamótin séð fallbyssur liggja við Skansinn, en þær hafi hafi endað sem legufæri fyrir báta í Vestmannaeyjahöfn. Reyna mætti að fara með málmleitartæki um hafnarbotninn. Sigfús M. Johnsen telur í ritverki sínu, Sögu Vestmannaeyja, að fallbyssur, sem settar voru á Skansinn 1586, hafi enn verið til um miðja 19. öld, þegar von Kohl stofnaði Herfylkinguna og hafi þá verið teknar af pakkhúslofti og settar á Skansinn að nýju. Sigfús kallar byssur þessar „Emken- falkonetter“, en nokkur mis- skilningur sýnist hér hafa orðið. Líklegra er að hér sé átt við „enkel- falkonetter", léttar byssur, sem skutu kúlum að þyngd um það bil eitt pund eða jafnvel léttari. Á Þjóðminjasafninu er frant- hlaðin járnbyssa með fallbyssulagi (skrásetningarnúmer 6366), sem Herfylkingin er sögð hafa notað við æfingar á Skansinum. Byssan er mjög lítil, lengd 28 sentimetrar og hlaupvídd um 18 millimetrar. Hlauplagið er svipað og á byssunni, sem var sett á Skansinn 1997, sjá neðar. Þessi byssa hefur varla haft miklu meiri skotkraft en stór skammbyssa og er varla vopn,

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.