Fylkir - 23.12.1997, Qupperneq 21
FYLKIR jólin 1997
21
heldur líklega ætluð til að gefa
merki og skjóta heiðursskotum.
Ólíklegt er að nokkur vopna-
búnaður, sem einhvers var virði,
hafi verið skilinn eftir, þegar Jón
Gentelmann rændi í Eyjum 1614
og Tyrkir 1627. Ræningjamir hafa
áreiðanlega tekið með sér allan
þann vopnabúnað, sem þeir vildu
og eyðilagt það, sem þeir hirtu
ekki.
Miklu líklegra er, að fallbyssur
hafi verið endumýjaðar á
Skansinum eftirTyrkjaránið, þegar
Skansinn var endurbættur.
Svartpúður var notað í allar
byssur fram um aldamótin 1900.
Svaitpúður er vandmeðfarið, mjög
sprengifimt og viðkvæmt fyrir
raka. Það þurfti að geyma á
þurrum stað og þó hvergi nærri
eldi.
í umboðsreikningum árið 1600
er ásamt ofan nefndum „enkel-
falkonetter" talinn í birgðum einn
púðursekkur og átta kúlur. Ekki er
minnnst á stærð kúlnanna og
verður ekki með vissu sagt, hvort
hér er átt við fallbyssukúlur.
Kúlur í fallbyssur voru yfirleitt
gegnheilar járnkúlur. Ef kúlurnar
bólgnuðu af ryði, komust þær ekki
inn í byssuhlaupið. Ef þær ryðguðu
vemlega og ryðið flagnaði eða var
hreinsað af kúlunum, urðu þær of
rúmar í hlaupinu. Þá varð
skotkraftur og nákvæmni
byssunnar enn minni en ella.
Geymsla skotfæranna var því
miklum erfiðleikum bundin og
þurfti bæði sæmileg húsakynni og
góða umsjón, svo skotfæri og
skotvopn væm nothæf.
Handbyssur (musketter) hafa ef
til vill verið meðal vopna á
Skansinum, en þær vom dýrar,
vandmeðfamar og ryðguðu fljótt,
bæði vegna raka, seltu og tærandi
efna í svartpúðrinu, sem notað var
í skotin. Nákvæmni og langdrægni
þessara vopna var léleg og áhrif
þar með lítil, nema æfðir menn
skytu og helst margir í senn. Þessar
byssur vom framhlaðnar og
seinlegt að hlaða. Byssustingir
komu til sögunnar á 17. öld, en
hafa tæpast komið við sögu á
Skansinum fyrir daga Herfylk-
ingarinnar, enda þarf mikla æfingu
í að beita þeim.
Lag- og höggspjót em einföld
vopn og þó áhrifarík. Þau vom
hluti af vopnabúnaði herskipa fram
á 19. öld og notuð þegar ráðist var
til uppgöngu á óvinaskip eða
hrinda þurfti slíkri árás. Slík vopn
hafa hentað vel á Skansinum frá
upphafi og mátt útbúa í skyndingu,
til dæmis úr ljáum, þegar hætta
vofði yfir svo sem 1627.
Sverð hafa tæpast verið meðal
vopna, nema ef til vill sem
tignarmerki hjá fyrirliðum. Sverð
ná styttra en spjót til lags og höggs
og em dýrari.
Grjót er ódýrt og sígilt vopn og
hefur margan manninn fellt. Ef sótt
er að virki getur grjótkast ofan af
virkisveggjum verið skeinuhætt.
Nærtækt hefur verið að hafa
kastgijót á Skansinum.
Viðbúnaður
Jón Indíafari tók við yfimmsjón
með Skansinum 1639. Honum vai-
meðal annars ætlað að æfa
vamarliðið-„af yfirvaldinu og
reiðumnum kjörinn og skikkaður
constabel eður byssuskytta á
Skansinum í Vestmannaeyjum
vera og allan stríðstilbúning þar
vakta og umsjón hafa, svo og
innbyggjumm þar stríðsorðu kenna
og þeim upp á munstring að halda
einu sinni í hveni viku, svo fólkið
liðugari og vanari til væri, þá til
þyrfti að taka,...“. Eftir hann var
konstabel Gunnar Ólafsson fram
yfir 1660, en 1670 virðist enginn
fyrirliði lengur vera við Skansinn.
Vakað var í Helgafelli yfir
sumartímann eitthvað fram yfir
1700 til að fylgjast með skipa-
ferðum og þar með hugsanlegum
ræningjum.
Með vökudómi Odds Magnús-
sonar 1670 var kveðið á um
hvemig skyldi hagað vöku á
Helgafelli. Vakan virðist þá aðeins
orðin til þess að gefa Eyjamönnum
meiri fyrirvara til að fela sig og
eigur sínar, en fólk taldi greinilega
ekki vit í að safnast til vamar.
Umboðsmaðurinn vildi, að fært
yrði í vökudóntinn, að „ef nokkuð
upp á kæmi, þá skyldu allir
skyldugir til vamar að búast. Það
vildu eigi eyjamenn undirgangast,
og sögðu sem satt var, að þar engin
vöm fyrir væri; vildi og Oddur
engan þar til skylda.“
Yfírlit yfír líklegan
vígbúnað á Skansinum á
ýmsum tímum
1586 -1627
Skansinn reistur 1586. í um það
bil 15 ár var fylgt fram af nokkurri
hörku þeirri stefnu að verslun og
veiðar skuli háðar samþykki
konungs. Skansinn var mannaður
atvinnuhermönnum að minnsta
kosti að sumarlagi.
Um 1600 var einokunarverslun
komin á og Danakonungur hafði
náð allgóðum tökum á veiðum og
verslun. Líklega var þá látið
dankast með viðbúnað á
Skansinum. Arið 1614 rændi Jón
Gentelmann í Eyjum. Varnir
engar.
1627
Tyrkjaránið. Reynt var að hressa
upp á vamimar, Skansinn var
lagfærður og Eyjamenn búnir
vopnum. Skansinn virðist hafa
verið ræningjunum áhyggjuefni,
en þeim tókst óvænt að komast á
land við Ræningjatanga og kom þá
Skansinn ekki að gagni.
1627-umþaðbil 1660
Skansinn var endurbyggður eftir
Tyrkjaránið og líklega búinn
fallbyssum að nýju. Ráðinn var
fyrirliði (konstabel). Vamarlið
Eyjamanna var æft, til að byrja
með reglulega. Skipulagðar vom
vökur til að hafa gát á
skipaferðum.
Fyrir 1670 -1857
Vakað var í Helgafelli, en ekki
til vama, heldur til að gefa ráðrúm
til flótta. Vopnabúnaður á Skans-
inum varð ónothæfur. Skansinn
var rifinn að hluta um eða fyrir
1800.
1857 -1869
I Herfylkingunni vom nokkrir
tugir Eyjamanna undir fomstu von
Kohls, sýslumanns og kapteins í
danska hemurn, útbúnir og æfðir í
bardagatækni fótgönguliðs. Þetta
var hreyfanlegur herflokkur,
ætlaður til að mæta árás hvar sem
var á Heimaey, en ekki sérstaklega
tengdur Skansinum.
1869 -1940
Enginn vígbúnaður á Skans-
inum.
1940-1945.
Bretar höfðu bækistöð á
Skansinum. Líklega hafa verið þar
einhverjar byssur til að loka
höfninni fyrir óvelkomnum
gestum.
1945-1997
Enginn vígbúnaður á Skans-
inum.
1997
Isfélag Vestmannaeyja gefur
Vestmannaeyjabæ fallbyssu úr
bronsi, hinn fallegasta grip (sjá
mynd hér á síðunni). Hún er steypt
hjá Irons Brothers í Englandi 1997,
sérstaklega fyrir Vestmanna-
eyinga, eftirmynd fallbyssu, sem
notuð var í breska hemurn á 18.
öld. Eftirlitsmaður með mótasmíði
og málmsteypu var Mr. Austin
Colin Carpenter, Historic Artillery
Consultant. Byssan er gerð til að
skjóta sex punda jámkúlum og
fylgdu sex slíkar kúlur byssunni.
Fyrirtækið Trévirki h.f.,
Reykjavík, smíðaði fallbyssuvagn-
inn eftir teikningu greinarhöfundar.
Vélsmiðja Sveins, Mosfellsbæ, sá
um jámasmíði í vagninn. Vagninn
er úr Oregon pine, en sú
viðartegund fúnar seint. Jám í
vagninum em heitgalvanisemð.
Sigurður Einarsson afhenti
bæjarstjóra byssuna við hátíðlega
athöfn 20. september 1997.
Skotpallur hafði verið hlaðinn á
Skansinum. Með leyfi sýslumanns
og lögreglu var skotið tveimur
púðurskotum og einu föstu skoti
með sex punda jámkúlu, sem
skotið var upp í Heimaklett og féll
síðan í sjóinn. Daginn eftir,
sunnudaginn 21. september, var
svo hleypt af púðurskoti til að
fagna sigri Vestmannaeyinga yfir
Keflvíkingum í bikarkeppni í
fótbolta.. Púðurmeistari var Þor-
bjöm A. Friðriksson og konstabel
Halldór Baldursson. Svartpúðrið í
skotin var fengið frá flugelda-
gerðinni Varðeldi.
Byggðasafn Vestmannaeyja sér
um varðveislu byssunnar fyrir
hönd Vestmannaeyjabæjar.
Aætlað er, að fallbyssan standi á
Skansinum á sumrin, en verði
innan húss á vetrum. Væntanlega
verður skotið úr henni við hátíðleg
tækifæri á komandi ámm.
Var Skansinn til gagns?
Líklega stóð stuggur af
Skansinum. I Tyrkjaráninu lentu
ræningjamir bátum sínum langt frá
Skansinum og em sagðir hafa
ætlað að sigla lélegasta skipi sínu
fremst til að taka við skothríðinni,
ef til þess hefði komið að leggja
inn á höfnina fram hjá Skansinum.
Tyrkir virðast því hafa talið sér
stafa hættu af Skansinum, enda
óárennilegt að þurfa að sigla móti
skothríð frá því að komið er fyrir
Ystaklett og verða svo að lenda í
opnum bátum undir kúlna- og
ruslskotahríð.
Skansinn gat þó aldrei orðið
vöm, hvorki fyrir höfnina né
Vestmanneyinga, nema hann væri
vel búinn vopnum og mannaður
liði, sem væri tilbúið til átaka,
kynni með vopnin að fara og væri
undir styrkri stjóm.
Heimildir:
Aðfangabók þjóðminjasafnsins.
Frasögn KJáusar lögréttumanns Eyjólfssonar.
Tyrkjaránið á íslandi 1627.
Sögurit IV. Reykjavík 1906-1909
Guðjón Ánnann Eyjólfsson:
Vestmannaeyjar, byggð og eldgos. Reykjavík
1973
Halldór Baldursson:„Fallbyssubrot frá
Bessastöðum, röntgenskoðun 1990“.
Árbók Hins íslenzka fomleifafélags 1990.
Reykjavík 1991
Halldór Baldursson:„Holger Rosenkrantz
höfuðsmaður og atlaga Tyrkja að Seilunni
1627“. Landnám Ingólfs, 5. Reykjavík 1996
Jón Ólafsson: Reisubók Jóns Ólafssonar
Indíafara, samin afhonum sjálfum 1661.
Reykjavík 1946
Kancelliets Brevböger vedrörende Danmarks
indre Forliold 1584-1588. Kaupmannaliöfn
1906.
Munnleg frásögn Þoibjöms Á. Friðrikssonar
1997 eftir Þorbimi Ambjömssyni 1956
Ordbog for det ældre danske Sprog (1300-
1700), 1. bindi. Kaup-mannahöfn 1881-1885
Rentu-kammersskjöl íþjóðskjalasafni: Rtk
644.
Reikningar Vestmannaeyja 1599-1601
Sigfús M. Johnsen: Saga Vestmannaeyja I-II.
Reykjavík 1989
Svensk Uppslagsbok, 9. bindi. Malmö 1935
Sýslulýsingar 1744-1749.
Sögurit XXVIII. Reykjavfk 1957
Létt bakhlaðin fallbyssa (könnubyssa eða porthundur). Púðurkanna í byssunni.
Teikning: Halldór Baldursson.