Fylkir


Fylkir - 23.12.2001, Síða 3

Fylkir - 23.12.2001, Síða 3
FYLKIR jólin 2001 3 s Steingrímur Agúst Jónsson, forstöðumaður Jólin snerta öll svið mannlífsins Jólin eru undarlegur tími. Þessi hátíð sem er engri lík. Hún breytir allri þjóðinni, hvort sem fólki líkar betur eða verr. Allir taka þátt. Sumir fagnandi en aðrir reyna að spyrna á móti. Þau hefjast með aðventunni. Og þó, það er eins og allt hafí byrjað miklu fyrr. Þráðurinn sem spunninn var síðustu jól, hann hefur ekki slitnað og það er eins og hann nái eins langt aftur og séð verður. Hvað er það sem gerir jólin svo sérstök ? Er það erillinn sem er lýjandi og í senn eykur tilhlökkun. Breytingin sem verður þegar skreytt er. Leyndin sem hvílir yfir, pískrið innan íjölskyldunnar? Kannski alll þetta og þó ekkert af því. Fólk talar sín á milli um allt það sem því þykir ómissandi um jólin. Matur, fjölskylduhefðir, hvít jól eða ekki, það kemur gjarnan í ljós að siðirnir eru margbreytilegir. Það sem vekur einum ljúfar tilfínningar og minningar þykir öðrum á allt annan veg. Og samt er eins og allt þetta skifti engu máli, allir eru einhuga um að njóta jólanna. Aðventan líður og er komið að stóru stundinni. Þá er eins og tíminn standi í stað. Eitthvað gerist, breytist. Nú er ekki lengur neitt sem ýtir á, nú skal njóta. Hver og einn á að vera á sínum stað, allir eiga að vera heima. Þannig er a.m.k. ímyndin. Margir búa þó við allt aðrar aðstæður. Sorg eða veikindi, fjarvera ástvina og margt annað er með þeim hætti að gleði jólanna verður fjai'læg. Aðfangadagskvöld, þetta helgasta kvöld áisins. Það er sveipað ljóma. Ljóma minninganna og sagnanna sem það er sprottið úr. Englarnir, stjarnan, hirðar og vitringar að ógleymdu baminu í jötunni, Jesú sjálfum. Enginn frásaga hefur haft viðlíka áhrif á mannkynið og þessi. Þetta kvöld verður frásagan lifandi. Biblían segir frá því að himininn var opinn þessa nótt og Guð kunngjörði að frelsari heimsins væri fæddur. Gleðiboðskapur bai'st inní aðstæður sem ekki virtust gleðilegar. Ónotalegar aðstæður Maríu og Jósefs, fjairi fjölskyldunni og í hernumdu landi. Og við getum spurt hvort nokkuð hafí breyst. Stríð, ótti við hryðjuverk, hungur. fátækt, sorg og allt það sem rænir gleðinni, er lífíð ekki þannig enn í dag? Víst er það í þá áttina en hvað var það sem gerðist hina fyrstu jólanótt ? Hvað var boðað ? Við lesum í jólaguðspjallinu um engla og Ijómandi dýrð Guðs. Orðin "Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur," eru jafn áleitin og þá nótt er þau voru töluð. Hirðarnir í haganum trúðu og fóru til að sjá. En ég og þú, trúum við og viljum sjá Jesú ? Hann er reyndar ekki lengur lítið bam í jötu heldur maðurinn sem breytti heiminum. Enginn einn maður hefur haft slík áhrif á mannkynið og Jesús og boðskapur hans. Orð Jesú í „litlu Biblíunni.“ Jóhannesar guðspjalli 3. kafla 16. vers : „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki heldur hafí eilíft líf.“ Þessi orð eru í beinu samhengi við jólaboðskapinn þ.e. að Guð gaf frelsara inn í heiminn. Þráðurinn sem spunninn er, er því þráður trúarinnar og í raun það sem gefur jólunum gildi sitt. Þráðurinn reynist mörgum ekki einasta spotti sem tengir minningar heldur haldreipi í daglegu lífi. Trúin á frelsarann er mörgum stór hluti daglegs lífs en margir aðrir grípa þar í á neyðarstundu og þá skiptir ekki máli hvort jólin em nálæg í tíma eða ekki. Orð Guðs er: „Komið til mín allir.“ Jólin hafa mörg nöfn s.s. friðar-, fagnaðar-, bai'na-, fjölskylduhátíð og mörg fleiri. Kannski er það vegna þess að jólin snerta í raun öll svið mannlífsins. Ekkert eitt nafn getur lýst þessari hátíð, orðið litla jól verður því samnafn sem á ævintýralegan hátt inniheldur allt það sem við hugsum til á þessari hátíð. Englamir boðuðu fögnuð, sjálfur hlakka ég til jólanna og fagna að mega eiga hlut í þessum boðskap. Það er mín von og bæn að Fagnaðarerindið sem Guð gaf, megi vera megininnihald jólanna, jafnvel þar sem erfið- leikar steðja að. Jesús kom til að gefa von. GUÐ GEFI GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR. Höfundur er forstöðumaður Hvítasunnu- safnaðarins í Vestmannaeyjum. Hús vitavarðarins og vitinn á Stórhöfða sem lýst hefur sjó- farendum síðan 1906. Forsíðumyndina tók Guðmundur Asmundsson síðasta vetur. {fmíis^íFMíS Bls.3 Jólahugvekja eftir Steingrím Ágúst Jónssson Bls.5 Síldarstofnavirði í myndasöfnum Sigmunds og Sigurgeirs eftir Árna Johnsen Bls.9 Það er Ijón á veginum eftir Betsý Ágústsdóttur Bls. 12 Af kreppukommum og kompónistum viðtal Skapta Arnar Ólafssonar við Árna Elfar Bls. 15 Sveitarstrákur í sjávarplassi eftir Magnús B. Jónsson Bls.2l Að ísland verði þekkt af X18 í framtíðinni viðtal Skapta Arnar Ólafssonar við ÓskarAxel ogAdolf Óskarssyni Bls.24 Þorlákur helgi, Þorláksmessa, Lincoln og útflutningur sjávarafurða. Grein eftir Gísla Gíslason. Bls.27 Látnir kvaddir Myndir af fólki sem búið hefur í Vestmannaeyjum í lengri eða skemmri tíma og lést á árinu. ÚTGEFANDI: RITNEFND: PRENTVINNA: UPPLAG: Eyjaprent hf. fyrir hönd Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum Magnús Jónasson, ábm., Arnar Sigurmundsson, Guðbjörg Matthíasdóttir, Grímur Gíslason og Skapti Örn Ólafsson. Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum 2300 eintök BLAÐINU ER DREIFT í ÖLL HÚS ÍVESTMANNAEYJUM OGAUK ÞESS SENT VÍÐA UM LAND OG SELT í LAUSASÖLU Á KLETTl, VESTMANNAEYJUM.

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.