Fylkir


Fylkir - 23.12.2001, Blaðsíða 16

Fylkir - 23.12.2001, Blaðsíða 16
16 FYLKIR jólin 2001 Jón Magnússon, f. 1911 - d. 1982, bóndi í Gerði og eiginkona lians Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 1909 -d. 1978. Skammt norðan við Ólafshús var svo Nýibær en þar bjuggu Sigurð- ur Þorsteinsson og Jóhanna Jónas- dóttir. Þau voru l'ullorðin þegarég fór að muna eftir mér á þessum slóðum en dætur þeirra bjuggu margar á svipuðum slóðum. Þeirra börn eru m. a. Kjartan, Malla, Sigurður Jóhann og Þórður Ben. Þannig var megin svið æsku- stöðvanna og svo Bessastaðir og Búastaðir enn austar og til vestur teygðist sviðið upp til Hábæjar, Heiðarbæjar og að Dölum. Þetta var lítið samfélag sem var í mörgu samhent og samvinna var mikil milli bæja. Viðfangsefnin blanda af sveitalífí og sjómennsku. Búte var á flestum bæjurn, kýr, sauðfé og hross, mismargt að sjálfsögðu, og afkoman mismikið háð búskap. Á mínu heimili var búskapur- inn í fyrirrúmi og önnur vinna til uppfyllingar. Faðir minn var bóndi að aðalstarfi og við vorum sveita- fólk frernur en nokkuð annað. Líiið mótaðist af þeirri árstíða- bundnu verkaskiptingu sem sjálf- sögð er í búskapnum og leikir og aðrar tómslundir bernskuáranna voru hjá mér, systkinum mínum og félögum ávallt afgangsstærð. Allar Ijölskyldur þessa nágrennis háðu sína lífsbaráttu sameiginlega og börn og unglingar voru sjálf- krafa hluti af vinnuafli heimilisins strax og þau gátu einhversstaðar orðið að liði. Árstíðarbundin sveita- verkin mótuðu veru- leikann Þó minningar mínar frá fyrstu Gerðisárunum séu ekki mjög skýr- ar þá tengjast þær allar búskapn- um, sveitalífinu og fólkinu og er þannig um öll uppvaxtarárin. Flest af því sem stendur mér lifandi fyrir hugskotssjónum er ekki síður tengt einhverju úr verkunum en ævin- týrum og leikjum sem þó voru stór hluti hversdagsins hjá okkur eins og öllum jafnöldrum okkar á þess- um tíma. Árstíðabundin sveita- verkin mótuðu okkar hversdaglega veruleika en þó ávallt með mikilli nánd við árstíðabundna verka- skiptingu sjómennskunnar sem skipaði baksvið alls mannslíf í Eyjum þá eins og endranær. Vorið með sinni heillandi nátllausu veröld er sú árstíð sem bernskunni er kærust. Vorið kom ávallt jafnmikið á óvart. Vetrar- veðrin lægði, tún og úteyjar tóku að grænka og svo kom fuglinn í bjargið, lyktin við höfnina varð megn þegar sólarinnar fór að gæta. Kvöldin urðu löng og smám saman runnu saman dagur og nótt og oftar en aðra tíma ársins var kvöldkyrrðin lognvær og báta- skellir og fuglakliður heyrðust langa vegu. Þá var líka stutt til skólaloka en skólinn var ávalll í mínum huga fremur skylda en skemmtun. Úteyjaferðir Á Gerðisbæjunum var vorið líka sauðburður og bústörf sem tengdust gróandanum. Fylgst var vel með því þegar lambakóngar- og drottningar fæddust. í kjölfarið voru svo úteyjaferðir, fyrst með geldfé og ær sem áttu að bera seint og síðar lambær. Við áttum haga- göngu í Álsey og Elliðaey og var útigangur í Álsey og þangað var alltaf spennandi að koma í fyrstu ferð til að skoða hvernig honunr hefði reitt af um veturinn. Oftast var það í góðu lagi en einstaka ár var vorferðin svekkjandi og í einni slfkri hef ég séð stærstu færilýs um mína daga. Færilúsin er vinalegri en lundalúsin en þó fannst mér nóg um þegar peysan mín var löðrandi í færilús eftir að ég hafði verið að bjástra við eina kindina sem vetur konungur hafði nærri náð að slökkva í alla lífslöngun. Þar voru höfð snör handtök og henni búin í snatri betri vist á ódáinsökrum eilílðarinnar. Þessar ferðir voru gjarnan kvöldferðir, einkum í Elliðaey en þar var reglulega farið til kinda til að fylgjast nreð framvindu sauð- burðar. Þetta voru draumaferðir, rölt var um eyna, elt uppi lömb og mörkuð, skoðaðar hættur og geng- ið úr skugga um að allt væri með felldu. Þarna voru samankomnir kindakallar sem sumir voru bænd- ur eins og við en aðrir og höfðu þetta frekar sem tómstundagaman. Fyrir mig var þetta hafsjór af fróðleik um allt mögulegt í amstri þessa fólks. Þegar öllu var svo lokið sigldum við svo heim í kvöldkyrrðinni og lágnættið nálg- aðist og náttúran öll að taka á sig náðir. Vorið og sumarið runnu saman í eitt Á vorin, í vertíðarlokin. breyttu margir nágrannar okkar um verk- lag og sneru sér að bústörfum því eins og áður sagði voru flestir með búfé auk þess að stunda sjó. Þá voru verkin unnin í samvinnu og margt handtakið unnu menn hver fyrir annan. Vorið og sumarið runnu saman í eitt í mínum uppvexti. Þetta var samfelldur annatími og strax að loknum vorverkum tóku við sumarstörfin og segja má að vorið hafi endað þegar farið var að láta kýmar, sem leystar höfðu verið út svona um miðjan maí, liggja úti á nætumar uppi í Felli. Fellið, þ.e. norður- hlíðar Helgafells upp af bæjunum, var annar ævintýraheimur okkar og í raun eitt skemmtilegasta leik- svæði mitt. Þar átti ég mitt eigið bú og þangað var hægt að hverfa í félagi leggja, kjálka, homa og köggla að lifa sínu eigin lífi og fylla sína eign veröld án utanað- komandi áreitis. Vitanlega var þessi heimur fallvaltur eins og hver annar og eftir því sem árin liðu missti hann Ijóma sinn og annar tók við. En meðan hann varði var hann hinn mesti gleðigjafi og ég get ennþá rifjað hann upp því sumt af ríkidæmi hans á ég ennþá í fómm mínum og varðveili nú eins og gull og gersemar. Tæknin var á þesum árum samám saman að ryðja sér til rúms í búskapnum. Flest stöif tengd búskað voru unnin í samblandi af nýja og gamla tímanum. Flest vorverk voru á mínum bernsku- ámm eða fram undir 1960 unnin með hestum. Áburðardreifing af öllu tagi, slóðadráttur og þess háttar vinna. Hestarnir voru mis- góðri vagnhestar og sumir vor lítt tamdir. Slegið var að mestu með hestum fram urn 1950 og seinast slógum við með hestum 1954. Það var sýningarsláttur fyrir kvikmynd um mannlíf og atvinnuhætti í Vestmannaeyjum. Dráttarvélaþjónusta Búnaðarfélagsins Á þessum árum rak Búnaðar- félagið dráttarvélaþjónusu sem það gerði reyndar í mörg ár. Al' starfsmönnum Búnaðarfélagsins man ég þá Theódór Guðjónsson frá Gvendarhúsi og Magnús Pétursson frá Kirkjubæ. Þeir fóru um og slógu fyrir bændur og aðra sem þess óskuðu og um sumartímann unnu þeir oft lan- gan vinnudag. Magnús bjó sfðan í Norðurbænum á Kirkjubæ. Hann og fjölskylda hans settist að í Gunnarsholti eftir gos og þar hefur hann star- fað alla tíð síðan og sjást víða í byggingum Landgræðslunnar hans högu handarverk. Heyskapur hófst gjarnan um miðjan júní og stóð með hléum fram undir ágústlok. Svolítið var misjafnt hvenær menn byrjuðu að slá. I þann tíð var ekki sama kapp að ná snemmslegnu eins og síðar varð. Þetta stafaði af heyskapar- aðferðunu. Súgþurrkun var óvíða og allt þurrhey varð því annað hvort að hirða í galta eða beint í hlöður. Votheysverkun ruddi sér smám saman til rúms og þá breytt- ust nokkuð áherslur. Þá vom menn og nokkuð fastheldnir á gamlar hefðir og miðuðu heyskaparbyrjun fremur við dagsetningar en sprettu. Eg man nokkrar umræður um þessa hluti og voru ekki allir jafn sáttir við hinar svokölluðu ný- móðins leiðbeiningar. Þá voru gömlu túnin með annan gróður en „sáðsléttumar“ og taka varð tillit til þess. Samhjálp var meiri við hey- skap en önnur störf því stundum þurfti með nokkurri skyndingu að bjarga undan aðsteðjandi rosa heyi sem nærri var þurrt. Vinna við heyskap byggðist á kaupa- konum Á fyrri hluta þessa áratugar sem hér um ræðir byggðist heyskapar- vinnan mjög á vinnu kaupakvenna sem réðust til sumarstarfa í hey- skap. Þegar til stóð að fara „í hey,“ eins og það var kallað, var flaggað hvítri veifu á tjárhúsgaflinn. Þetta þýddi að kallað væri til vinnu. Sumar þessara kvenna voru hjá okkur í mörg ár. Þetta gerði heyskaparvinnuna skemmtilega og skapaði stemmingu við verkin. Þær létu mörg gullkornin falla í flekknum og stundum fannst þeim við vera hysknari en góðu hófi gegndi og fengum við stundum kjamyrtar leiðbeiningar um það hveming okkur bæri að stunda vinnuna við heyskapinn. Eftir því sem tækin tóku við fækkaði kaupakonum og smám saman voru þær bara minning um skemmtilega horfna tíð. Hestar voru þarfasti þjónn okkar við öll heyskaparverk nema slátt. Alla daga var það fyrsta morgunverkið að reka kýrnar og sækja hestana. Þeir vom gjaman náttaðir í girðingu upp í Helga- fellsdal. Það var ekki alltaf einfallt að ná þeim. Sumir voru styggir aðrir höfðu í frammi prataskap og einn hestur sem var í Gerði þegar við ttuttum þangað álti það til að bíta og stundum var hann í þeim ham. Þegar svo stóð á var gott að vera í samfloti með Hallbergi í Norður-Gerði sem sýndi þessum tilburðum ávallt megnustu fyrir- litningu og gerði klámum fljótt ljóst að hann léti slíkar kenjar ekki líðast. Óþurrkasumarið 1955 Þó heyskapartíminn væri í heild fullur gleði og gamanmálum og oft sæjust vel verkalokin, þá var á stundum erfítt að vera alltaf kátur. Oþurrkar fóru illa í mannskapinn. Eitt versta óþurrkasumar var árið 1955 og þá var um mitt sumar orðið þungt á bæjunum og nærri hætt að tala um veðrið, sem þó var umræðuefni sem nær aldrei þraut. Rosinn 1955 var svo ógurlegur að annað eins höfðu elstu menn aldrei komist í kynni við. Þá rigndi í tvo mánuði með stuttum hléum og án uppstyttu í þrár vikur um háslátt- inn. Þá hef ég í eina skiptið séð maðkað í heysætum og það var ekki skemmtilegt að breiða það hey þegar loksins bráði af veður- guðunum. Eins var erfitt að vera í heyi þegar eitthvað var að ske í bænum. Þá heyrðum við aðeins óminn af lúðrablæstri og hátíðar- höldum í flekkinn. Þjóðhátíðar- þurrkurinn var þó verstur. Við óskuðum kannske ekki eftir Jón, Erna og Systa að rýja sauðfé í Elliðaey.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.