Fylkir


Fylkir - 23.12.2001, Blaðsíða 21

Fylkir - 23.12.2001, Blaðsíða 21
FYLKIR jólin 2001 21 • • x Skapti Om Olafsson Að Island verði þekkt af XI8 í framtíðinni ✓ s - bræðurnir og athafnamennimir Oskar Axel og Adolf Oskarssynir í skemmtilegu spjalli Margir Eyjamenn vinna hjá XI8. Hér má sjá nokkra af þeim. Adolf Heiða Guðrán Ragnarsdóttir, Óskar Axel, Lilja Björnsdóttir, Inga Rut Jónsdóttir, Hjálmar Helgason og Rakel Húmfjörð. Þeir skóbrœður, Óskar Axel og Adólf œtla XI8 stóra hluti í fram- tíðinni og leggja undir sig heiminn. Það er ekki ofsögum sagt að XI8 ævintýrið blómstri sem aldrei fyrr um þessar mundir. Nýlega gerði fyrirtækið samning við Norimco, dótturfyrirtæki BATA, stærsta skóframleiðanda heims, um dreifingu og sölu á X18 skóm í Kanada og Norður- Ameríku. Þá mun fyrirtækið fara á hlutabréfamarkað hér á landi nú í desember þar sem landanum gefst kostur á að eignast hlut í þessu íslenska ævintýri sem stefnir enn hærra en það er þegar komið. Skapti Öm Ólafsson brá sér því í bæjarferð og hitti fyrir aðaldrif- fjaðrir fyrirtækisins þá bræður Óskar Axel og Adolf Óskarssyni og ræddi við þá um fyrirtækið, uppvaxtarárin í Vestmannaeyjum og skóbransann. Kttnna vel við sig í „peningalyktinni" úti á Granda Þegar við settumst niður í glæsilegum fundarsal fyrirtækisins að Fiskislóð 75 á Granda í Reykjavík þá stóðst blaðamaður ekki mátið um að spyija þá bræður af hverju aðsetur fyrirtækisins væru á þessum slóðum. Var það vegna þess að þeir kunna svo vel við sig á sjávarslóðum? Óskar Axel var fyrri til að sagðist oft og iðulega fá kvartanir frá starfsfólki fyrirtækisins vegna ftskifýlu sem lægi yfir öllu. „Það er skemmtilegt að segja frá því að hér kvarta allir starfsmenn yfir hvers vegna í ósköpunum aðsetur fyrirtækisins séu hér á Fiskislóð þar sem ekkert sé nema fiskifýla eins og þeir segja. Eg hef þá sagt þeim á móti að heima í Eyjum sé þetta kallað peningalykt og ég sé bara mjög sáttur við að vera með aðsetur fyrirtækisins hér. En aðal ástæðan fyrir því að við emm hér er vegna þess að Pétur Bjömsson sem er einn af aðaleigindum fyrirtækisins ásamt Magnúsi Guðmundssyni eiga þetta húsnæði,“ sagði Óskar Axel og tók Adolf undir orð bróður síns og sagði að hér liði þeim vel. Stjóm XI8 skipa ásamt þeim bræðmm, þeir Magnús Guð- mundsson, Pétur Bjömsson og Úlfar Steindórsson frá Nýsköp- unarsjóði. Úlfar er Eyjamönnum að góðu kunnur en hann var íjár- málastjóri Vinslustöðvarinnar 1992 -1995 og forseti bæjarstjómar á ámnum 1994-1995. Hörður Helgason er framkvæmdastjóri yfir daglegum rekstri fyrirtækisins, en hann var áður framkvæmdastjóri hjá Olís. Óskar Axel sér um alla markaðssetningu, stefnumótun og hönnum og ímynd vömmerkisins X18. Adolf sér hins vegar um alla sölu á XI8 skóm. Um áramótin er fyrirhugað að sameina XI8 við Islenska skófélagið sem er í eigu þeirra bræðra ásamt Pétri. En Islenska skófélagið sér um alla dreifingu á X18 innanlands. Hjá íyrirtækjunum vinna um 30 manns og þar af nokkrir Eyjamenn. Var eins og Itver annar Eyjapeyi Þeir bræður Óskar Axel og Adolf er Eyjamenn í húð og hár og má segja að þeir hafi alist upp í skóbúð foreldra sinna, Axels Ó. Lámssonar og Sigurbjargar Axels- dóttur. Adolf er fæddur í febrúar árið 1968 í Vestmannaeyjum og bjó þar til tvítugs. Adolf er í sambúð með Heiðu Guðlaugu Ragnarsdóttur sem er frá Vest- mannaeyjum og eiga þau tvö böm, tvíburana Ragnar Axel og Hildi Björk sem eru þriggja ára. Adolf var á kafi í fótbolta á sínum yngri ámm og spilaði með IBV auk þess að hafa leikið nokkra landsleiki með U-21 árs liði íslands. „Við Heiða Guðlaug höfum verið í sambúð sl. 10 ár og á hún stóra fjölskyldu í Vestmannaeyjum. Eg geri nú stundum grín að því hversu mörg skyldmenni Heiða Guðlaug á í Eyjum og að ég hafi verið sá eini sem hafi ekki verið skyldur henni. Við kynntumst að sjálfsögðu í Eyjum. Ég vann mjög mikið við fótboltavellina í Eyjum á sumrin,“ sagði Adolf og Óskar Axel skaut inni: „Eða vann ekki - því hann hékk alltaf í mörkunum!" En Adolf hélt áfram: „En eins og Óskar kom inn á þá var ég mikið í fótboltanum og var þá alltaf í markinu. Ég náði því að spila með U-21 árs landsliðinu í tvö ár og þá með ekki ómerkari mönnum en Eyjólfi Sverrissyni, Rúnari Krist- inssyni og Ólafi Gottskálkssyni sem í dag eru allir atvinnumenn í íþróttinni," sagði Adolf og var greinilega skemmt að rifja upp gamla tíma. En Adólf spilaði í mörg ár með meistaraflokki ÍBV bæði í fyrstu og annari deild. „En ég var bara eins og hver annar Eyjapeyi, átti dúfur og kanínur og byggði kofa úr timbri sem maður stal hjá næsta manni. Mínir æsku- félagar voru Jón Atli, Guðmundur Búi og Sigfús Gunnar Guðmunds- son ásamt Óskari Sveini og Örlygi Gunnari sem voru nágrannar okkar en mitt æskuheimili var Hátún 12. Síðan átti maður fullt af félögum í kringum fótboltann og þjálfuðum við Ingi Sigurðsson yngri flokkana hjá Þór á sumrin,“ sagði Adolf. Eftir stúdentspróf frá Framhalds- skólanum í Vestmannaeyjum árið 1988 flutti Adolf til Reykjavíkur og byijaði í viðskiptafræði við Háskóla Islands. „Ég kláraði hins vegar ekki viðskiptafræðina og hætti eftir tvö ár vegna þess að ég var kominn á fullt að selja skó í heildsölu hér á íslandi. Það var orðið það mikið að gera í því að selja skó að ég hellti mér alfarið út í það og hætti því í Háskólanum. Ég sá að það var mikil framtíð í þessu og fljótlega ílutti ég út til Portúgals þar sem við byrjuðum eiginlega þetta XI8 ævintýri,“ sagði Adolf. I Portúgal framleiddu þeir skó sem seldust vel á Islandi og seldu þá einnig til stórrar verslunarkeðju m.a. í Frakklandi og Englandi undir þeirra vörumerkjum. Síðan fóru þeir að framleiða undir sínu eigin vörumerki en voru of litlir til að byrja með þar sem verksmiður úti í Portúgal sem þurftu stórt og mikið magn í einu voru ekki að afgreiða þá eins og þeir vildu. Þannig að þeir fóru út í það að stofna skóverksmiðju í Portúgal. En þetta var á árunum 1996-'97. „Þannig var nú mín aðkoma að X18,“ sagði Adolf. Opnaði kaffiteríu í Iþróttamiðstöðinni 16 ára gamall Óskar Axel er kvæntur Sigríði Sigurðardóttur og eiga þau tvö börn, Astu Guðrúnu sem er 16 ára og Óskar Axel sem er 10 ára. Síðan var komið að Óskari Axel að rifja upp sín æskubrek þar sem fótbolti. kappróður og verslunar- rekstur kom við sögu. „Ég er nú reyndar fæddur í Reykjavík árið 1960 og hef liðið fyrir það í langan tíma þó svo að ég hafi komið vikugamall til Eyja. Vinir mínir stríða mér oft og iðulega á því að ég sé ekki Vestmannaeyingur, þrátt fyrir að ég hafi búið í Eyjum til tvítugs. Þegar gosið hófst 1973 var ég 12 ára og átti fjölskyldan þá heima að Austurvegi 6. Tíminn fyrir gos er mér mjög minnistæður og því grátlegt að æskustöðvamar skuli vera famar undir hraun og að ekki sé hægt að fara aftur þangað sema maður lék sér sem barn,“ sagði Óskar Axel og fór aftur í tímann í huganum. „Margir af mínum æskufélögum em fluttir frá Eyjum en aðrir ekki, t.d. Eyjólfur á Gullberginu. Síðan vom strákar eins og Unnar Þorsteinsson, Erlendur Bogason og Karl Birgis- son sem er nú reyndar látinn. Síðan krakkamir í hverfmu eins og Elín- borg og Auður, Herjólfur Bárðar- son og Ingólfur Ingólfsson. Þegar gosið byrjar þá flutti ijölskyldan til Reykjavíkur í hálft ár og ég held að það sé fyrst og fremst út af ntér sem mamma og pabbi ákveða að flytja aftur heim til Eyja vegna þess að ég var kolóður í Reykjavík og sætti mig engan vegin við að búa þar. Það tók mikið á mig að þurfa að búa í Reykjavík í þennan stutta tíma,“ sagði Óskar Axel. „Eftir gos þá breyttist maður úr krakka í hálfgerðan ungling og tók þátt í því mikla uppbyggingarstarfi sem beið heima í Eyjum og vann á vegum Viðlagasjóðs. Síðan var maður í frægri kappróðrarsveit sem vann fjögur ár í röð að mig minnir. I sveitinni vom kappar eins og Agúst Einars., Grétar, Ægir og Sigurbjöm. Grétar „Gressi" heitinn Halldórsson var skipstjóri hjá okkur. Þá spilaði ég fótbolta í stuttan tíma með ÍBV með köppum eins og Óskari Valtýs., Valþóri, Arsæli. Kalla og Sveini Sveinssonum og fleirum,“ rifjaði Óskar Axel upp með stolti. Óskar Axel lét fljótlega að sér kveða í viðskiptum og opnaði kaffiteríu í íþróttamiðstöðinni. „Ég opnaði kaffiteríu í íþróttamið- stöðinni þegar ég var 16 ára gamall og rak hana í þrjú eða þar til ég flutti til Reykjavíkur. Reksturinn gekk ágætlega en að vísu var deilt

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.