Fylkir


Fylkir - 23.12.2001, Blaðsíða 9

Fylkir - 23.12.2001, Blaðsíða 9
FYLKIR jólin 2001 9 s Betsý Agústsdóttir Það er lj ón á veginum! Ferðasaga frá Suður-Afríku og Namibíu Greinarhöfundur á Cape Point á Góðravonarhöfða. Haldið á vit œvin- týranna í Afríku Miðvikudaginn 28. febrúar 2001 kl:8.50 lagði litla ferða- félagið, þ.e.a.s. greinarhöfundur, Ágúst og Jenna foreldrar mínir, og systir mín og mágur Brynja Hlín og Svenni af stað í mánaðarlanga Afríkuferð sem á eftir að geymast í minningunni um ókomin ár. Flogið var frá Keflavík til London með Flugleiðum og svo frá London klukkan 21:00 um kvöldið áfram til Jóhannesarborgar í Suður-Afríku með Virgin flug- félaginu. Það er u.þ.b. 12 tíma flug. Við lentum í Jóhannesarborg um hálftíuleytið að morgni 1. mars og skráðum okkur inn á Town Lodge hótelið. Svo var drifið í því að skipta um föt því þama var 25-30° lúti. Síðan var farið í verslunar- miðstöð sem heitir Eastgate og á flóamarkað sem var þar rétt hjá. Þar vom sumir alveg að gefast upp á hitanum strax á fyrsta degi sem síðar kom í ljós að var algjör óþarfi því það var alls ekki alltaf gott veður í ferðinni. Við fómm snemma að sofa um kvöldið því daginn eftir, föstudag, var áætlað að fara í helgarferð um Kriigerþjóðgarðinn. Chic, leið- sögumaðurinn okkar, kom og sótti okkur á hótelið um kl. 8 næsta morgunn ásamt norskum hjónum sem fóra með okkur í ferðina. Við mæðgurnar sváfum nú mest allan morguninn en um hádegi stopp- uðum við í Pilgrim's Rest, gömlum námabæ, sem er alveg týpískur túristabær. Margt að sjá Á leiðinni í Krúger skoðuðum við ýmsa ferðamannastaði s.s. God's Window, Blyde River Canyon og The Three Rondavels sem eru allir alveg stórkostlegir í orðsins fyllstu merkingu. Á leiðinni sáum við einnig fjölda lítilla þorpa og svo alltaf einn og einn Afríkubúa á gangi meðfram þjóðveginum með körfu eða eitthvað annað á hausnum! Seinnipartinn komum við á gisti- staðinn okkar, Tremisana Lodge, sem em nokkur sumarhús saman í þyrpingu. Kvöldmaturinn okkar var allur eldaður á opnum eldi og það vom kolsvartar innfæddar konur sem sáu um það. Umsjónarmaður stað- arins var ung, hvít suður-afrísk kona, Ancabé Piek. Var ákveðið að fara snemma að sofa en ég var nú samt ekki alveg á því að sofna strax vegna þess að það voru ýmsar pöddur á veggnum fyrir ofan rúmið mitt sem ég var skít- hrædd við. Að lokum sofnuðu allir eftir langan og strangan dag. í návígi við dýr merkurinnar Chic ræsti okkur kl. 04:30 næsta morgun svo dagurinn nýttist sem best í garðinum. Við lögðum af stað í 8 manna Volkswagen en komumst ekki mjög langt því kl. 6 urðum við bensínlaus úti á þjóðvegi. Chic húkkaði far hjá einhverjum innfæddum að næstu bensínstöð og á meðan settumst í vegkantinn og slöppuðum af. Eftir á sagði Chic okkur að það hefðu verið ljón þama allt í kringum okkur! Að lokum komum við að hliðinu inn í garðinn og sáum strax alls kyns dýr. M.a. sebrahesta, gíraffa, bamba og auðvitað varð maður óður í að taka myndir sem eru nú misgóðar. Eftir smátíma keyrðum við svo fram á „ljón í veginum“ eins og orðtakið segir, því að á miðjum veginum lá ljónynja og teygði úr sér að svo bflamir komust hvorki afturábak eða áfram! Uti í vegkantinum eða u.þ.b. 2 metrum frá ljónynjunni lá svo karlljónið og gerði sig lfldegan við ynjuna og ekki leið á löngu þar til fjör færðist í leikinn. Eg held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað það er mikil upplifun fyrr en það sér það sjálft, að sjá „konung dýranna“ eðla sig á miðjum vegi í ca. 3 metra fjarlægð. Áfram hélt ferðin og sáum við ýmis fleiri dýr eins og apa, flóðhesta, krókódfla, snáka og ffla svo eitthvað sé nefnt. Seinnipart dagsins sáum við eiginlega engin dýr og allir vom alveg að sofna í bflnum og þar á meðal bflstjórinn, Chic, enda vomm við búin að vera á keyrslu í 12 tíma á 20-30 km. hraða. Eftir kvöldmatinn á Tremisana Lodge söng staifsfólkið í eldhúsinu fyrir okkur nokkur afrísk lög og það var alveg meiriháttar. Daginn eftir, vöknuðum við eldsnemma og fómm í göngu um skóginn með innfæddum manni sem við kölluðum Fána, við náðum ekki alveg nafninu hans. Hann sagði okkur frá ýmsum trjám, hvernig þau væru nýtt, spomm eftir dýrin og síðast en ekki síst saur, „droppings“, dýranna sem hann þekkti eins og handar- bakið á sér. Pabbi er nú einu sinni þannig að hann geymir alla minjagripi úr svona ferðum og hann tók með sér „tóg“ sem Fáni fléttaði úr blöðum „Tannhvassrar tengdamömmu“, sem betur fer tók hann ekki með sér „droppings“ - minjagripi! Svo týndum við líka Marula ávöxtinn upp af jörðinni og borð- uðum af bestu lyst, en það er einmitt Amamla vínið sem er búið til úr þessum ávöxt. Uppúr hádegi lögðum við svo af stað aftur til Jóhannesarborgar og seinnipartinn vorum við komin aftur á Town Lodge. Daginn eftir var ferðinni heitið til Windhoek, höfuðborgar Namibíu, en flugið þangað var ekki fyrr en seinnipartinn svo við eyddunt deginum í dýragarði í Jóhannesarborg, búin að vera að skoða dýr alla helgina! Þar sáum við samt ýmislegt nýtt, til dæmis tígrisdýr, kameldýr og bimi og svo til að kóróna allt þá sáum við tvo ísbirni! Þeim leið nú örugglega ekki vel þama í hitanum. Til Nantibíu Flugvélin lenti í Windhoek um kvöldmatarleytið þann 5. mars og þar tók Ingi Freyr bróðir á móti okkur og urðu miklir fagnaðar- fundir. Daginn eftir keyrðum við til Swakopmund og komum aðeins við á Okahandja trjámarkaðinum, og þar gistum við á Alte Briike Lodge. Um kvöldið áttum við svo heimboð til Eiríks „hests“ og Siggu í Walvis Bay. Áður en Swa- kopmund var yfirgefin var ákveðið að kíkja aðeins á trjámarkaðinn og var mikið verslað og prúttað þar. Þegar við komuna aftur til Windhoek vomm við ekki bókuð á hótelið sem við ætluðum að gista á, en fengum gistingu á Cela Lodge í staðinn sem var bara betra því það var mjög nálægt miðbænum og búðunum! Þar var þessi fíni trjá- markaður og hægt að gera góð kaup á þvottakörfum, hljóðfæmm og öllu mögulegu. Um kvöldið fórum við út að borða og smökk- uðum m.a. sebrahest, krókódíl, strút og fleira góðgæti, sannkölluð Afríkuvillibráðarveisla. Khalahari eyðimörkin Næsta dag keyrðum við inn í Khalahari eyðimörkina á áfanga- stað sem er kallaður Intu Africa. Þar var hægt að velja um að gista í lúxus tjöldum eða í litlum gisti- húsum en við völdum tjöldin til að fá ekta Afríkustemmningu og þar sváfum við inní miðri eyðimörk með villt dýr allt í kringum okkur! Inní tjöldunum vora 2 góð rúm í „svefnherberginu" og svo var setu- stofa, þannig í raun og veru leið manni eins og á lúxus hóteli. Og svo má ekki gleyma því að það var baðherbergi á veröndinni við hliðina á tjaldinu undir bemm himni! Þar gat maður legið í baði og horft á stjömumar og hlustað á eyðimerkurhljóðin. í fyrstu leist ekki öllum jafnvel á þetta en eftirá að hyggja hefðum við aldrei viljað sleppa því að gista í tjöldunum. Við fórum á opnunt jeppa með vopnuðum bflstjóra í þriggja tíma safarí um eyðimörkina í 30° hita en engri sól sem betur fer! I ferðinni sáum við ýmis dýr t.d. 2 ljón rífa í sig sebrahest. Daginn eftir var ræs kl. 6:30 og við héldum af stað í göngu með leiðsögumanninum okkar og einum búskmanni sem talaði „smellutungumár. Ferðinni var heitið í búskmannaþoip að skoða lifnaðarhætti þeirra. Það var mjög merkilegt að sjá alla karlanna saman ínn í strátjöldum reykja ein- hverskonar sígarettur og leika sér að skjóta af boga. Viðfengumnú reyndar að reyna það líka en það gekk nú misvel! í þorpinu sátu konumar og bjuggu til hálsmen úr strútseggjum. Ekki var mikið um fatnað hjá fólkinu heldur aðeins leðurpjötlur fyrir því allra heilag- asta. Þær voru með smá túrista- verslun sem við keyptum ýmislegt í. Eftir þetta ævintýri lögðum við af stað „heim“ til Inga Freys, Lúderitz, sem er sunnarlega í Namibíu. Á leiðinni stoppuðum við í bænum Keetmanshoop sem er inní landinu og þar var hitinn nálægt 40° C. Þaðan er um 3ja slunda akstur til Lúderitz en það munar svo rosalega á hitastiginu innx landi og úti við sjóinn að þar hefur fólk dáið vegna hitans sem er oft um 50°C. Þurftu að vakta þvottinn Við komum til Lúdertz um fimmleytið og fengum eigið íbúðarhús til að gista í og þar biðu okkar uppábúin rúm. Þvflíkur lúxus, sæng í fyrsta skipti í 2 vikur! Eftir að við höfðum komið okkur fyrir var öllum boðið í frábæra grillveislu, lambalæri með öllu tilheyrandi, sem „mömmur" hans Inga þama úti höfðu undirbúið. Næsti dagur fór bara í afslöppun, þvo þvott og sitja svo úti í sólbaði og vakta þvottinn á snúrunni svo honum yrði ekki stolið! Einnig var tíminn notaður til að senda vinum og vandamönnum tölvupóst og láta vita af sér. Við fómm líka í heimsókn í grunnskólann í bænum þar sem íslensku konurnar eru að kenna konum og börnum að prjóna, það var mikil upplifun. Skólinn er í gömlu félagsheimili og vom allir bekkimir, nema einn eða tveir, saman inní salnum og þvflík læti. Það var akkúrat nestistími þegar við komum og þá var sko fjör.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.