Fylkir


Fylkir - 23.12.2001, Qupperneq 13

Fylkir - 23.12.2001, Qupperneq 13
FYLKIR jólin 2001 13 Básúnan og píanóið hafa spilað stórt hlutverk í tónlistÁrna Elfars. spila tónlist brugðu þeir sér eitt sinn niður að bryggju og buðu fram krafta sína. „Það er gaman að segja frá því að þegar við vorum f Eyjum þá ráfuðum við hljóðfæra- leikaramir um bæinn eins og auðnuleysingjar á meðan allir vom í bullandi vinnu við fiskinn. Svo það var einhverju sinni sem við skömmuðumst okkar svo mikið að vera svona eirðarlausir að við réðum okkur í vinni við höfnina. Uthaldið hjá okkur var nú ekki mikið en við unnum þarna í smá tíma í slorinu við að gogga fisk fram og aftur um svæðið. Þetta var náttúrulega bölvað moð en við gerðum þetta svona til að sýnast,“ Ami sagði að böllin og spila- mennskan hafi verið ólfk því sem hún er í dag. „Þetta vom löng og erfið böll og hálfgerð skröll eigin- lega, því fylleríið var talsvert. Þetta var þó allt í góðu meira og minna þrátt fyrir smá kjaftshögg og pústra en ekki eins og í dag þegar ráðist er á liggjandi menn og sparkað í andlit þeirra. Það er hræðilegt að sjá þróunina í þessum efnum,“ sagði Ámi og var ekki sáttur við gang mála. Úr Alþýðuhúsinu yfir í Samkomuhúsið Á þessum ámm var mikil samkeppni á milli Samkomuhúss Vestmannaeyja og Alþýðuhússins hvað dansleiki og samkomur varðar. Árna er þessi samkeppni mjög minnisstæð. „Það var oft og tíðum mikil og hörð samkeppni á þessum árum á milli Samkomu- hússins og Alþýðuhússins. Sam- komuhúsið fór að flytja inn hljóm- sveitir og skemmtikrafta úr Reykjavík sem stoppuðu stutt við og spiluðu kannski í mánuð í senn á meðan Alþýðuhúsið hafði sína eigin hljómsveit. Það vom margar vinsælar hljómsveitir sem spiluðu í Samkomuhúsinu eins og hljóm- sveitir Svavars Gests. og Bjöms R. Einarssonar. Síðan gerist það skrítna að þessi þróun snérist við. Þá kom Guðmundur Norðdal erki Stalínisti og kreppukommi til Eyja og stofnaði hljómsveit í Samkomu- húsinu og heldur þú ekki að ég lendi þar eins og einhver mella,“ sagði Árni og hló við. ,,Ég hafði nú ekkert voðalega mikla trú á því enda var þá þessi barátta að lognast út af og blómatíminn runninn sitt skeið á enda. I hljómsveit Guð- mundar Norðdal voru Höskuldur Olafsson á trompet, en hann spilaði eins og Harry James á trompetinn og leit út eins og hann jtegar hann var að spila. Ég man eftir því að það komu oft útlendingar af skipum sem áttu viðdvöl í Eyjum á dansleiki hjá okkur og héldu að Höskuldur væri Harry James. En síðan voru Sissi eða Sigurður Þórarinsson á trommur, Höskuldur Stefánsson á harmonikku, ég á píanó og Guðmundur Norðdal á klarínett,“ sagði Árni og þegar blaðamaður spurði hann hvernig tónlist þeir hefðu spilað sagði hann að þeir hefðu spilað mikið djass því gömlu dansarnir væru hund- leiðinlegir. Akastamikill myndlist- armaður Þó svo að Ámi Elfar sé hvað þekktastur fyrir að vera tónlistar- maður þá hefur hann aldrei skilið blýantinn og pensilinn við sig og liggja orðið eftir hann ófáar myndir í gegnum tíðina. „Það má segja að ég sé orðinn þekktari sem mynd- listarmaður en tónlistarmaður. Ég hef alltai' verið að mála og teikna samhliða tónlistinni og haft gaman af og áhuginn óþrjótandi. Það var ekki fyrr en um 1970 þegar ég hætti að mestu í danstónlistinni að ég fer að teikna meira. Eftir mig liggja margar myndir og teikningar og það má segja að ég fáist við allt frá mannamyndum til djassmynda sem eru uppáhaldið mitt, en djass- inn gefur svo mikla möguleika í myndlistinni. Þá hef ég teiknað mikið af skopmyndum og ein- hveiju sinni var mér ráðlagt að láta af þeiiri iðju til að eyðileggja ekki fyrir ferlinum. Ég hlustaði nú ekki mikið á þær raddir. Hvað skop- myndir varðar þá eigið þið Eyja- menn Sigmund Jóhannsson sem er einn mesti listamaður þjóðarinnar. Mér þótti ákaflega vænt um það þegar hann benti á mig einu sinni hvað skopmyndateikningu varð- ar,“ sagði Ámi. Vinnustofa Áma ber merki þess að þar fer afkastamikill myndlistar- maður því bókstaflega allir veggir, borð og skúffur eru stútfullar af myndum eftir hann. Þrátt fyrir afköstin hefur Árni ekki haldið margar myndlistarsýningar í gegn- unt tíðina en þeim mun meira hefur hann málað og teiknað eftir pöntunum frá fólki og hvetur hann fólk til að kíkja við ætti það leið um Garðabæinn. Það var síðan við hæfi að þegar viðtalinu lauk tóku blaðamaður og viðmælandi lagið saman. En Ámi sagðist ekki veita viðtal nema að blaðamaður tæki trompetið með sér og að þeir tækju lagið saman. Svo varð raunin og ein perlan hans Oddgeirs, Ég veit þú kemur, varð fyrir valinu og hugsuðu báðir heirn til Eyja á meðan á spilaríinu stóð. Gleðileg jól, gott og farsaelt komandi ár, þökkum viðskiptin á liðnum árum. Gott ogfarsœlt komandi ár þökkum viðskiptin á liðnum árum n SPARIS J OÐUR VESTM ANNAE Y JA

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.