Fylkir


Fylkir - 23.12.2001, Síða 25

Fylkir - 23.12.2001, Síða 25
FYLKIR jólin 2001 25 Dómkirkjan í Lincoln um miðja tólftu öld eins og hún mun hafa litið út á þeim tíma þegar Þorlákur dvaldi í bœnum. ingu frá 1130-1180. Sá hluti var því enn í byggingu þegar Þorlákur helgi vígðist í Niðarósi til biskups í Skálhölti. Hann hefur hann ef- laust kannast við ýmislegt í arki- tektúr Niðarósdómsins frá dögum sínum í Lincoln eða kannski hefur hann lagt mönnum í Þrændar- lögum lið við að gera dómkirkjuna þar að hluta að fyrirmynd Lincoln kirkju. Hvað sem því líður þá er það söguleg staðreynd að Niðarós- dómurinn er að reistur að hluta að fyrirmynd dómkirkjunnar hér í Lincoln. Árið 1157, en það ár var Þorlákur að öllum líkindum í Lincoln, gaf Hinrik II Lincoln borgarréttindi og sjálfur bjó hann þar um tíma. Lincoln fór í gegnum hinar myrku miðaldir eins og aðrir staðir, þ.e. svarti dauði og önnur óáran gekk yfir eins og á annars- staðar. Iðnbyltingin fór ekki framhjá Lincoln í Lincoln voru vélar, sem bám nafnið Ruston framleiddar. Hér áður fyrr voru nokkrir bátar og togarar á íslandi með Ruston vélar. Meðal annars skilst mér að báðir nýsköpunartogarar Vestmanna- eyinga hafí verið með Ruston vélum. Elliðaey var smíðuð í Selby, en þangað er tæplega klukkustundar akstur frá Lincoln. Framleiðsla Ruston vélanna lagðist af en fyrirtækið hélt áfram og eftir nokkar sameiningar og endurskipulagningu þá starfar það í dag undir nafninu Alstom, en það sérhæfir sig í að framleiða túrbínur fyrir olíuiðnaðinn í Norðursjó. Alstom er stærsti vinnuveitandi í Lincoln í dag, en þar starfa á annað þúsund manns. eða St. Thorlak eins og stendur á listavekinu en það prýðir glugga í lítilli kirkju, sem ná er bókasafn, skammt frá dómkirkjunni í Lincoln. Lincoln hefur í æ ríkari ntæli orðið þjónustumiðstöð nágranna- héraðanna í Lincolnsskíri (Lin- colnshire). Hér er bæði háskóla og héraðssjúkrahús, ásamt því að ferðamannaiðnaður er vaxandi og með batnandi samöngum þá leitar fólk í æ ríkari mæli úr nærsveitum í þjónustu til Lincolns. Icelandic UK. Icelandic UK, sem er sölu- skrifstofa Sölumiðstöðvar Hrað- frystihúsann, var stofnað árið 1998 og valin staður í Lincoln. Ástæð- an var einföld, frá Lincoln liggja vegir í allar áttir og staðurinn er ekki of langt frá Grimsby þar sem mest allar sjávarafurðir úr norður- höfum koma inn í landið. Þegar Icelandic UK var stofn- að, héldu menn að þetta væri lýrsta innstig íslendinga til Lincoln. Það var aldeilis ekki, því eins og fyrr greinir hafði Þorlákur helgi verið hér. Fyrir þann tíma voru einnig víkingar hér og enn má sjá mikið af staðamöfnun með norrænan uppruna, svo sem Ingoldsmell - Ingjaldsmelur, Dunholme/Dún- hólmi, Danesby/Danskibær, Sel- by/Selbær og síðast en ekki síst Grimsby/Grímsbær. I dag selur Icelandic UK fisk bæði frá Þorlákshöfn og öðrum sjávarútvegsstöðum á Islandi. Icelandic UK er með stærstu innflytjendunr á pillaðri rækju og á sjófrystum fiski til Englands. Velta fyrirtækisins er tæpir 40 milljónir GBP á ári eða u.þ.b. 6 milljarðar ísl. kr. Stærstu hluti sjávarafurð- anna, sem fyrirtækið selur, kemur frá íslandi en einnig Noregi, Rúss- Iandi, Færeyjum, Thailandi og Kanada. Hjá fyrirtækinu starfa 9 nranns þar af 2 íslendingar. Hvort starfsemi Icelandic UK í Lincoln njóti blessunar Þorláks helga skal ósagt látið en staðreyndin er sú að vöxtur og viðgangur fyrirtækisins hefur verið mikill frá stofnun. Eg vona að skatan bragðist vel á Þorláksmessu. Eyjamönnum og landsmönnum öllum, óska ég gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Gísli Gíslason, Lincoln Englandi Greinarhöfundur er markaðs- fulltrúi hjá söluskrifstofu SH í Bretlandi en starfaði m. a. áður sem forstöðumaður Rannsókna- stofii fiskiðnaðarins í Vestmanna- eyjum 1990-1995 Heimildir http://www.olfus.is/thorlakshofn.htm http://www.skalholt.is/biskupar/ torlatoi7index.htm http://www.lincoln-info.org.uk/ tourism/history.htm 1996, Ámi Bjömsson, Saga daganna, Mál og menning. 1985, Cappelens leksikon, J.W. Cappelens forlag Sendum vidskiptavinum okkar og Eyjamönnum ncer ogjjcer bestu óskir um GLEÐILEG JOL ogfarscelt komandi ár. Pökkum áncegjuleg vidskipti. verktakar Þór Engilbertsson & Una Þóra Ingimarsdóttir Meðal verkefna Istaks fyrir Eyjamenn var endurbygging Landlystar Óskum Eyjafólki gleðilegra jóla og farsœls komandi árs. Þökkum samskiptin á undanförnum árum fstak

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.