Fylkir


Fylkir - 23.12.2001, Blaðsíða 17

Fylkir - 23.12.2001, Blaðsíða 17
FYLKIR jólin 2001 17 Kálfur á heimatúninu sunnan við íbúðarhúsið í Gerði. rigninu á þjóðhátíðinni en að minnsta kosti deyfu. I rysjóttri tíð var þurrkspá það sama og að komast ekki á þjóðhátíð. Marga þjóðhátíðardaga man ég að eitt- hvað var farið í hey, og einu sinni var brakandi þurrkur báða dagana og enginn á þjóðhátið nema að kvöldinu til. Það var ansi þreytandi tími og erfitt að halda sér að verki vitandi af öllu fjörinu inni í Dal. Úteyjaferðir Þegar haustaði að voru haust- verkin nær öll bundin við fjárrag og kindamennsku. Úteyjaferðir voru um miðjan september til að sækja lömb og hrúta og síðan var farin sérferð eftir ánum. Þá var gjarnan farið með þau lömb sem áttu að ganga úti, sem oftast voru geldingar. Sum árin voru farnar haustferðir í Sandinn til þess að kaup bæði hross og fé til förgunar. Sumum þessara gripa var þó ekki fargað þegar til kom, en sett á vetur og þá stundum beint í úteyjar til útigangs. Haustferðir í úteyjar voru oftar en ekki eftir að skóli var byrjaður og var ekki mikill skilningur skólayfirvalda á því að skóla- krakkar væru ómissandi í þær ferðir. Stundum þurfti því að beita fortölum og einstaka sinnum varð ekki hjá því komist að gleyma að biðja leyfis þar til að ferðin var hafin og biðjast svo vægðar síðar. Við áttum eins og áður sagði fé í Elliðaey og Álsey. Norður-Gerði átti sitt fé í Bjamarey en Olafshús í Álsey. Mikið lá við að gott leiði væri í þessum haustferðum því þær tóku gjarnan langan dag. Þá reyndi á kunnugleika og glögg- skyggni köllunarmanns og til þess starfs völdust kunnáttumenn enda starfið vandasamt. Köllunamaður í Elliaey var Jón Guðjónsson í Þorlaugargerði. í Álsey var það fyrst Elli í Ólafshúsum en síðar Ingimundur Bernharðsson. Stundum fylgdu þessum haustferðum nokkur vosbúð og gátu haustveðrin verið nokkuð óútreiknanleg. Þetta átti einkum við um síðustu ferðirnar því þá var ekki eins vandað til leiðis og dagamir orðnir stuttir svo stundum var verið í fjárragi í svarta myrkri og varð af þessu misdráttur á marga vegu. Sláturtíð á hverjum bœ í kjölfar þessara haustferða hófst svo sláturtíð á hverjum bæ. Allir slátruðu heima og flestir undir berum himni. Allt kjöt til ársins fékkst úr haustslátrun. Lömb voru aðeins lítill hluti sláturtjárins. Megin uppistaðan var geldfé og sauðir. Allir áttu nokkra sauði, sumir marga. Á okkar heimili voru gjamar 3-5 sauðir í hverjum árgangi og þeim var ávallt fargað á staka aldursárinu, annaðhvort þriggja eða fimm vetra. Sjaldgæft var að slátra veturgömlum sauðum. Sauðakjöt var saltað eða reykt í hangikjöt. Sauðirnir voru höfðingjarnir í hópnum, háreistir, oft vaninhymd- ir, ljónstyggir og lítið fyrir mann- inn, kunnu varla átið eftir 3-5 ár í sainfelldu frelsi úteyjanna. Sláturdagar voru hreinveðurs- dagar, helst að vindur lægi við norður. veður þurrt og mátti vera kalt. Aðferðir voru næsta keim- líkar á öllum bæjum og allt unnið heima bæði kjöt og innmatur. Verkin voru eins frá ári til árs. Eina verkið sem ef til vill var ekki unnið af heimamönnum var að skjóta og skera og man ég að faðir minn fór stundum af bæ til slíkra hluta, en annars voru allir sjálfbjarga með flest af þessum haustverkum. Þar sem allur innmatur var hirtur og verkaður voru vinnu- brögð miðuð við það. Sumt af þessum verkum var verra en annað. Það var ekki þrifalegt að þrífa vambir og kuldalegt verk að halda í ristil. Aftur á móti var skemmtilegt að flá og svíða hausa og lappir. Sum verk voru einkar mikilvæg. Þannig var vandasamt að hræra í blóðinu svo ekki lifraði. Sumir notuðu hrísvönd til þess en margir bara guðsgafflana. Sérstök lykt var á blóðvell- inum. Lyktin var sambland blóð- lyktarinnar þegar skepnan var skorin og hært í blóðinu og lyktarinnar sem verður þegar kviðarholið er opnað og innyfla- lyktin berst út í andrúmsloftið og síðast en ekki síst þegar gorlyktin blandast svo saman við. Nútíminn skynjar þessa lykt með allt öðrum hætti en við í gamla daga. Þessi lykt táknaði björgina sem verið var að færa í búið og birgja sig upp fyrir veturinn. Þama var á ferðinni nýmeti og allir hlökkuðu til að fá. Nýtt kjöt með öðru jarðarnýmeti sem þá var sem óðast verið að uppskera, svið og slátur og annað í þeim dúr. Allir tóku þátt í þessum verkum, hver hjá sér. í dag eru allt aðrar kröfur um meðferð og ég dreg í efa að okkar gamli máti stæðist þær. Þegar allri slátrun var lokið en áður en farið var að hluta niður kjötið og salta og reykja átti sér stað sérstök athöfn, kannske ekki helgiathöfn en nánast. Reislan var tekin fram og nú skyldi vigta herlegheitin. Eg man eftir svona stundum þegar nágrannar komu saman og vigtuðu skrokkana hver hjá öðrum, skráðu og skrifuðu og fylltu inn í bækur sínar til viðbótar því sem þar var áður skráð. Þarna voru upplýsingar um margar kyn- slóðir og mikill viðburður þótti þegar í ljós kom að nú hafði verið slegið met. Þetta var fjárrækt þeirra tíma og kompurnar sem þetta geyma eru sumar til enn í dag og minna á þessu löngu liðnu tíð. Sauðfé átti haustið en kýrnar veturinn Eins og sauðféð átti haustið var veturinn kúnna. Kýrnar voru ekki hátt skrifaðar yfir sumartíman. Þá voru þær reknar til fjóss kvölds og morgna til mjöltunar. Annað var varla fyrir þeim haft. Það henti reyndar að ein og ein fékk grasdoða en annað þjakaði ekki kýrnar yfir sumartímann. Mörgum þykja kýr leiðinlegar skepnur en það er mikill misskilningur. Kýr eru skemmtilegar en svolítið seinteknar. Þær em þverar eins og margt mannfólkið og það fengum við að reyna eins og flestir kúasmalar fá að kynnast. Þegar kom fram á haustið og kýmar voru komnar inn, þá fóru verkin að snúast um þær. 1 mínu ungdæmi voru kýr á flestum bæjum, sumstaðar fáar en í Olafshúsum, Norður-Gerði og í Gerði voru á þeirra tíma mælikvarða allmargar kýr og mjólkursala mun hafa verið frá þessum bæjum öllum. Mjólkursalan var svolítið sér- stakt fyrirbæri. Mjólkin var seld beint frá heimilinu og komu kaup- endur kvölds og morgna að sækja mjólk til okkar allan tímann sem ég var að alast upp. Við urðum að sjálfsögðu vel kunnug mörgu þessu fólki en síðar hef ég uppgötvað að margir fleiri en ég vissi um hafa sótt mjólk heim að Gerði og fyrstu langferðir sumra voru einmitt neðan úr bæ upp að Gerði að sækja mjólk. Þetta skapaði mikinn umgang og við óluinst upp við mikla daglega umferð og gestagang. Þarna

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.