Fylkir


Fylkir - 23.12.2001, Page 19

Fylkir - 23.12.2001, Page 19
FYLKIR jólin 2001 19 eignuðumst við marga vini og kunningja, ekki síður meðal eldra fólks en yngra. Veturinn var líka skólatíminn og vitanlega tók hann sinn tíma, bæði viðveran og lærdómurinn. Skólinn stendur þó í skugga þess daglega lífs sem við lifðum á þessum árum og var í raun fremur skylda en skemmtan. Þrátt fyrir skólann varð að vera með í mörg- um verkum og taka þátt í því sem var að gerast á hverjum tíma. Það var ekki sími og mikið var um sendiferðir. Ég man eftir tilvikum þegar sækja þurfti dýralækni niður að Breiðholti og fara varð fyrir skólatíma. í mörgu að snúast við búskapinn Þó margt hafi þurft að gera í tenglsum við búskapinn voru þó margar stundir til þess að leika sér og eiga samskipti við jafnaldra og leikfélaga. Leiksvæðið var náttúr- lega mjög víðfeðmt, öll tún og móar til reiðu fyrir hverskonar útileiki. Þó voru nokkrir staðir sem varast skyldi að hafa háreysti. Einn magnaðasti staðurinn var Friður sem var milli Hvassafells og Nýjabæjar. Þar var mikil vá fyrir dymm ef raskað var nokkrum hlut. Sama máli gegndi um Bússumar í Gerðistúni. Þar varð að ganga varlega um og hverskonar rask var þar bannað og þær mátti alls ekki slá. Erfitt gat verið að halda öllu þessu til skila og jafnvel fullorðna fólkið lét freistast. Þannig var einu sinni brennt norðan í stóru Bússu og stóðu nágrannar að því. Allir urðu þeir fyrir skakkaföllum og misstu búfé og annað fémætt í kjölfarið. Þegar kom fram um áramót tók vertíðin öll völd í mannlegu lífi Eyjanna og einnig okkar, ekki síður en þeirra sem allt sitt áttu undir sjávarfanginu. Mikill ævin- týraljómi var yfir vertíðarlífmu og sjósókninni. Baksviðs var einnig ógnin sem stöðugt var viðloða störf þeirra sem sjóinn sóttu og fangbrögðin við Ægi oft bæði hörð og ströng. Nánast á hverju ári sáu Eyjamar á eftir einhverjum af sínu vösku sonum í hina votu gröf og margur átti um sárt að binda. Þó lítið hafi verið um þetta rætt manna á meðal þá varð mér það seinna ljóst hversu þrúgandi þetta var og mótaði margt í mannlífinu í Eyjunt. Miklar umbyltingar í atvinnuháttum Tímabilið frá 1950-1960 var mikið breytingaskeið í sögu Eyj- anna. Gamli tíminn með bland- aðan búskap og sjómennsku var að hverfa og verkaskiptingin að taka við. Hin blandaða undirstaða var að hverfa og búskap var víðar og víðar hætt. Við sem ólumst upp við búskapinn sem meginstoð lífs- bjargarinnar urðunt vör við þessa breytingu á þann hátt að þrengt var að með nýju skipulagi og breyttum áherslum. Túnin sem verið höfðu okkar leikvöllur og verkvöllur hurfu smám saman undir íbúðar- hús og byggðin sem í upphafi var svo fjairi var að færast nær og nær. Nýjabæjartúnin urðu fyrst allra túna í þyrpingunni nýja tímanum að bráð en á þessum árum var langt frá okkar heimkynnum og niður í bæ, í götur og hús í skipu- lögðum röðum eins og perlur á snúru. Þetta breyttist mjög á upp- vaxtarárum mínum og þegar ég flutti að heiman upp úr 1960 var var farið að byggja í Gerðis- og Olafshúasatúnum og nær öll tún nágrannabæjanna komin undir íbúaðarhús. Þessi breyting gerðist hratt eða á aðeins einum til einum og hálfum áratug og var í raun að fullu fram gengin þegar byggð þessi eyddist nær öll í gosinu 1973. Á hlaðinu heima í Gerði Það var á margan hátt skemmti- legt að alast upp sem sveitastrákur í einu stærsta sjávarplássi landsins og upplifa það tímaskeið þegar aldagamlir siðir mættu nútímanum og finna hve hægt og hljótt hinar gömlu hefðir viku fyrir nýjum straumum. Þegar ég lít til baka finn ég glöggt hversu mikilvægt það var að kynnast þessu sér- kennilega samblandi frum- atvinnuvega þjóðarinnar sem þreifst svo vel í hinu gamalgróna mannlífi Eyjanna. Þegar ég set þessi brot á blað finn ég fyrir andblæ margra hinna gömlu nágranna minna. Verk þeirra og viðhorf, hættir þeirra og sérkenni stinga sér fram og eitt augnablik er ég aftur staddur á hlaðinu heirna í Gerði, kýmar rölta heim götuna til kvöldmjalta, Ella hans Gunnars kallar Leil’ inn í kvöldmat, Björn í Norður-Gerði að bjástra við fjósdyrnar sínar. Haustkvöld og farið að hitna í löninni á hlaðinu. Jafnskjótt og leiftrið birtist hverfur það og ég sit við tölvuna og set punktinn í lokin og læt nótt sem nemur. Á aðventu 2001. Magnús B. Jónsson. Greinarhöfundur er rektor Landhúnaðarháskólans á Hvann- eyri, áður Bændaskólans á Hvanneyri, í Borgaifirði. Sendum FLyjamönnum okkar bestu óskir um gleöilegjól ogfarsœlt komandi ár VERÐBRÉF j/'oó/au.vjc/Ámíyar/eú Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól og gœfuríkt komandi ár. & ICEFOOD ÍSLENSK MATV/ELI EHE Gleðilega j ólahátíð og gæfuríkt komandi ár Einar og Guðjón Verktakar Gleðileg jól og gœfuríkt komandi ár

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.