Fylkir


Fylkir - 23.12.2001, Blaðsíða 23

Fylkir - 23.12.2001, Blaðsíða 23
23 FYLKIR jólin 2001 AdólJ'og ÓskarAxel leggja mikið upp úr írnynd og kynningu XI8 svolítið um það hvort að það væri æskilegt að vera með kaffiteríu í íþróttamiðstöðinni þar sem mikið af krökkum var og hvort að þau ættu að vera að borða mikið af sælgæti í skólatímum eins og það var kallað. En eftir að ég flutti þá var ákveðið að leggja kaffiteríuna niður,“ sagði Óskar Axel. Ætlunin var að gera XI8 að heimsfrœgum skóni Óskar Axel flutti síðan til Reykjavíkur um 1980, þá tvítugur, og stofnaði fljótlega verslunina Axel Ó. að Laugarvegi 11. „Þegar ég flyt síðan til Reyjakjavíkur stofnaði ég verslunina Axel Ó. og rak ég hana í mörg ár. Við byrjuðum að framleiða skó í sam- vinnu við skóverslunina Iðunni á Akureyri og stuttu seinna vorum við farnir að kaupa helminginn af þeirra framleiðslu. En eins og Sambandið var á þessum tíma þá varð tap á rekstrinum og Iðunn á Akureyri vildi draga okkar álagn- ingu niður. Ég gerði þeim grein fyrir því að ég fengi mikið meira út úr því ef ég myndi kaupa þessa þjónustu annarsstaðar og báðir aðilar myndu fara illa út í því að hætta þessari framleiðslu. Ég fór afskaplega illa út þessu öllu saman en verksniiðjunni á Akureyri var lokað innan árs eftir það,“ rifjar Óskar Axel upp og heldur áfram. „Eins og Adolf sagði þá framleiddum við skó úti í Portúgal og stofnuðum fljótlega verksmiðju. Það var síðan í febrúar 1998 sem við fórum í samstarf við Pétur og Magnús og stofnuðum XI8. Ári síðar kom Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins inn í fyrirtækið. Við höfum verið sérlega heppnir með samstarfsaðila. Ætlunin var að gera XI8 að heimsfrægum skóm sem þeir eru nú þegar orðnir. En markmið okkar er það að fólk sé ekki að kaupa skó heldur X18,“ sagði Óskar Axel. Hlutafjárútboð og góðir samningar Mjög dýrt er að framleiða og selja skó um allan heim, en í í dag er X18 að selja skó í 40 löndum í 6 heimsálfum. „Við fórum í lokað útboð hjá Landsbankanum í fyrra sem átti að taka hálfan mánuð, en öll hlutabréfm seldust upp á 10 mínútum sem hefur aldrei áður gerst þar á bæ. Þar sem þetta verkefni er gríðarlega dýrt þá var stefnan sett á að fara aftur í útboð á þessu ári og taka þar með næsta skreftð. Við höfum ákveðið að fara af stað með það núna í desember með svolítið skemmtilegum hætti en við viljum að sem tlestir íslendingar eigi hlut í fyrirtækinu. Fyrirkomulagið verður þannig að fólk getur eignast 15.000 króna hlut í XI8 og fengið skó, geisladisk, vömúttekt í Sináranum og annað þannig að fólk er í raun ekkert að borga fyrir bréfin,“ sagði Óskar Axel. Markmiðið er að ná tugþúsundum íslendinga inn í þetta félag og að það verði íslendingar sem standi á bak við XI8. Þeir bræður hvetja Vestmannaeyjinga til að taka þátt í útboðinu sem svo sannarlega verður með óvenjulegu sniði. Með kaupum á hlut í X18 er innifalið gjafabréf upp á 8000 krónur fyrir X18 skóm, 1000 króna inneign í Smáranum sem og bíómiða í Smárabíói, hjá Ríkis- skattstjóra er 3488 króna afsláttur sem og fólk getur valið úr þremur geisladiskum hjá Skífunni. Nýlega gerði XI8 samninga við Norimco, dótturfyrirtæki BATA, stærsta skóframleiðanda heims, um dreifingu og sölu á X18 skóm í Kanada og Norður-Amerfku. Um er að ræða gríðarlega stóra samn- inga sem styrkir stöðu XI8 til muna. „Þeir samningar sem náðust við Norimco á dögunum tryggja okkur mikla sölu í Kanada og Norður -Ameríku. Það má segja að Kanada sé nokkuð gefinn mark- aður þar sem þetta fyrirtæki á og rekur 260 verslanir og nægir að selja X18 skó aðeins í þeirra búð- um til að ná góðri markaðshlut- deild í Kanada. Inn í þetta bætist að Norimco á verslanir út um allan heim sem eru eitthvað um 4600 talsins og er fyrirtækinu skipt upp í 26 deildir. Þó svo að við höfum náð samningum við eina deild þá þýðir það ekki að við náum samningum við aðra deild. en þó eru miklar líkur þá því,“ sögðu þeir bræður. Þá er X18 búið að gera samninga við fyrirtæki í Englandi sem dreifir Diesel skóm þar í landi. Þetta fyrirtæki selur 750 þúsund pör af Diesel skóm og um 1.5 milljónir para af X18 skóm. „Þetta er mjög rökrétt vegna þess að þar sem X18 skór eru til sölu er hlutfallið yfirleitt þannig að 10% selst af Diesel skóm, 30% af Skechers skóm og 60% af X18 skóm," bætti Adolf við. Bannað innan 18 ára Þannig að það má segja að þið ætlið að leggja undir ykkur heim- inn hvað skósölu varðar? „Við stefnum alla vega að því að ná góðum árangri. Við munum taka mörg skref á nýju ári og verða miklu meira áberandi í erlendum verslunum en verið hefur. Þannig að við erum mjög spenntir fyrir komandi ári og árum,“ sagði Óskar Axel og upplýsti síðan blaðamann um langa sögu fjölskyldunnar í skóbransanum. „Við erum fímmti ættliðurinn sem er í skóbransanum. Upphaflega var það Lárus G. Lúðvfksson sem byrjaði að versla með skó og síðan taka synir hans við. Pabbi ólst upp á Fjólugötunni í Reykjavík. Frændi hans rak skóverslun í Vestmannaeyjum sem hann ætlaði að selja. Það var síðan afi okkar sem stakk upp á því að pabbi myndi taka við og kaupa skóverslunina í Eyjum sem og hann gerir. Þetta var árið 1959.“ Hvers vegna X18? „Það er nú þannig að þetta á að inerkja bannað innan 18 ára. Þegar þú ert að leita af hugmyndum þá reynir maður að finna einhverja einfalda hugmynd sem að maður heldur að geti hitt í mark. XI8 vörumerkið getur verið íslenskt sem og alþjóðlegt. Þá er ekkert vörumerki sem heitir svipað og X18 en ýmislegt hefur komið í kjölfarið,“ sagði Óskar Axel sem er hugmyndasmiðurinn á bak við vörumerkið X18 sem er skrásett vörumerki í fleslum löndum heims. Ásamt því að hafa hannað XI8 þá hannaði Óskar Axel líka Puffins skóna frægu sem voru vinsælir hér á landi um árið. Ásta G. um víðan völl X18 hefur nú þegar, í samstarfi við stórfyrirtækin Skechers og Diesel, opnað fimm sérleyfis- verslanir í þremur löndum undir nafninu Ásta G. og eru þær allar í eigu Islendinga. Sú fyrsta var opnuð í Kringlunni í Reykjavík fyrir rúmu ári og síðan hafa fjórar verslanir verið opnaðar í þremur löndum. Ein er í Kvadrat, stærstu verslunarmiðstöð Noregs í Stav- anger, önnur í miðborg Stavanger, þriðja á Strikinu í Kaupmannahöfn og fjórða í Smáralind í Reykjavík. Nú þegar liggja fyrir samningar um að í mars næstkomandi verði verslanirnar orðnar alls tíu í fimm löndum og í árslok 2006 er gert ráð fyrir að í þessari íslensku verslunarkeðju verði að minnsta kosti eitt hundrað verslanir. „Verslanir Ástu G eru byggðar upp á þremur skótegundum en ásamt XI8 eru seldir Diesel og Skechers skór. Þessar verslanir eru gríðarlega mikilvægar í því starfi sem við erum að vinna og eru settar upp á bestu stöðunum í hverju landi og eru þær gríðarlega góð markaðssetning fyrir X18 skó í hverju landi fyrir sig. Þá er hægt að prófa nýjartegundir af skóm í þessum verslunum og fá viðbrögð frá kaupandanum mjög fljótlega um hvað gera skal - hvoit við eigum að halda okkar striki eða breyta til,“ útskýrði Adolf. Nafnið Ásta G. er nokkuð tengt þeim bræðrum því dóttir Óskars Axels heitir Ásta Guðrún og kemur nafnið á verslununum því þaðan. „Það er eins með þetta nafn og XI8, þetta er einfalt og grípandi. Þegar við fórum upphaflega af stað með XI8 þá sögðu menn við okkur í Englandi: Flott hugmynd og flottir skór en hvernig í ósköp- unum datt ykkur í hug þetta nafn. I dag koma þessir menn til okkar og lofa nafnið,“ sagði Óskar Axel. Það eru fleiri úr fjölskyldunni sem hafa tekið þátt í XI8 ævintýrinu en þeir bræður því systur þeirra þær Guðrún og Sigrún eiga og reka Ástu G. verslunina í Kaupmannahöfn ásamt mökum og hjónunum Gísla Erlingssyni og Þuríði Bernódus- dóttur. Ánœgðir með viðtökur Eyjamanna Nú eru nýir aðilar komnir að Axel Ó. í Eyjum. Hvemig líst ykkur á það? „Bara mjög vel. Þetta em traustir og ábyggilegir aðilar og hafa verslað mikið við okkur og höfum við ekkert nema gott um þau að segja. Foreldrar okkar ráku þessa verslun í mörg ár en síðan kemur tími á allt saman og þau fengu ágætis kauptilboð í verslunina sem þau tóku,“ sögðu þeir bræður. Hvemig sjáið þið ykkur eftir 10 ár? „Þetta er ekkert auðunnið verk- efni en það er engin spuming að það er bjart framundan í ljósi þess að við höfum verið að ná góðum samningum við ýmsa aðila. Við erum að ná góðum tökum á rekstrinum en hvað mig varðar þá hugsa ég alltaf um að klára einn dag í einu og þegar maður er kominn fram fyrir vindinn þá getur maður litið fram í framtíðina," sagði Adolf. Óskar Axel tók hins vegar annan pól í hæðina. „Mig langaði rosalega mikið til að lfkjast Maradona í gamla daga þegar maður var að sprikla í fótbolta heima í Eyjum. Mér tókst það ekki þá en ég held að ég sé á góðri leið með að ná því markmiði og ætli maður verði ekki eins og hann eftir 10 ár,“ sagði Óskar Axel. Nú lifir góðu lífi goðsögnin um hvernig hið heimsþekkta vöru- merki Nike varð til. Haldið þið að svipaðar sögur verði sagðar um X18 í framtíðinni? „Ég hef alltaf sagt það að við íslendingar séum ofsalega stoltir af Björk Guðmundsdóttur söngkonu og til marks um það þá var ég ein- hverju sinni á hóteli í Las Vegas þar sem ég dróg upp passann minn og fólk byijaði þá að tala um Björk þegar það sá að ég var frá Islandi. Ég held að þegar fram líða stundir verði ísland þekkt af XI8 frekar en Björk," sagði Óskar Axel sann- færandi. Þegar þeir bræður voru spurðir að því hvorl að þeir væru miklir Eyjapeyjar þá stóð ekki á svarinu sem var játandi og í kór. „Allt vinafólk mitt og konunnar minnar er úr Eyjum og eigum við stóran og góðan vinahóp úr Eyjum. Okkur líður mjög vel í Vestmanna- eyjum og mætum á alla fótbolta- leiki og annað sem tengist Eyjum hér á höfuðborgarsvæðinu," sagði Adoll'. „Við erum rosalega stoltir að því hvað Eyjamenn styðja og standa við vörumerkið og kaupa mikið af X18 skóm og vonandi verður svo áfram,“ sögðu þeir bræður að lokum.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.