Fylkir


Fylkir - 23.12.2001, Blaðsíða 15

Fylkir - 23.12.2001, Blaðsíða 15
FYLKIR jólin 2001 15 Sveitastrákur í sjávarplássi - minningabrot Magnúsar B. Jónssonar frá Gerði Sauöfé við íbúðarhúsið í Gerði ásamt Jóni bónda og Ingibjörgu húsfreyju í dyragœttinni. Að fornu var byggðinni í Eyjum skipt í þrjá megin klasa sem nefndust girðingar og eftir staðsetningu þeirra á Heimaey. Klasarnir nefndust Niðurgirð- ing, eða Austurgirðing sem var sýnu minnst, Uppgirðing sem var stærst þeirra og einnig köli- uð Vilborgarstaðagirðing eftir höfuðbólinu Vilborgarstöðum. Síðan var svo Ofanleitisgirðing byggðaklasinn fyri ofan Hraun. Allt var þetta skipulagt þannig að sem gagnlegast væri fyrir fólkið að lífnæra sig af gögnum og gæðum Eyjanna og langtum eldri en tómthúsamyndunin sem fyrst er getið í lok 16. aldarinnar og var standlendis ineðfram sjónum frá Höfn og vestur eftir. Þetta var löngu liðin saga á þeim tíma er sögusvið þeirra mynda og minn- ingabrota sem hér skal gerð tilraun til að greina frá. Þrátt fyrir það var eins og ennþá væri margt sem mótaðist af þeim gömlu gildum er áður skópu hina ævafomu upp- skiptingu. í eftirfylgjandi pistli er ætlun mín að gera tilraun til þess að lýsa í nokkru því umhverfi og amstri sem ég minnist frá bemsku og uppvaxtarárum mínum í hluta þess svæðist sem að fomu var innan Uppgirðingarinnar og spannaði sviðið um norðurhlíðar Helgafells með Gerðisbæina og nágrenni þeirra í miðju heimsins á árunum skömmu fyrir 1950 og ffarn um og yfir 1960. Uppgirðingin var miðdepill heimsins Það er ekki vegna neinna heimsviðburða að þetta er sögu- sviðið heldur einungis vegna þess að í huga mínum á þeim tíma var þetta heimurinn í öllu sínu veldi og allar stærðir og viðburðir tóku mið af þessu svæði og töfrar þess og tálsýnir voru uppspretta alls þess sem unnt var að ímynda sér og í þessu umhverfi mótuðust smám saman lífsgildin og viðhorfin til þess er síðar verða vildi. Gerðistorfan skömmu fyrir árið 1950 er mér nokkuð í þoku en foreldrar mínir Jón Magnússon og Ingibjörg Magnúsdóttir svo og Ema systir mín fluttum að Gerði í sláttubyrjun árið 1947. Þar fæddist svo Systa yngri systir mín og þama á Gerðistorfunni ólumst við upp. Ekki var búsmalinn stór, ein kýr og líklega um 30 kindur. Smám saman tók inyndin að skýrast og þarna óx ég úr grasi eins og hver annar sveitastákur í einu stærsta sjávarplássi landsins. Þegar við komum að Gerði var Magmís og Jón faðir hans að loknum vinnudegi við heyskap. Guðlaugur Jónsson í Gerði enn lifandi og ég man hann vel og sér í lagi hversu skeggprúður hann var, öldungur sem var farinn að kröftum en hélt fullri reisn sinni. Þá var mér ekki ljóst hvflíkur afreksmaður hann hafði verið og síst að hann var verðlaunaður jarðyrkjumaður frá fyrri tíð. Guðlaugur lést árið 1948 og ég man að taka varð úr glugga til þess að auðvelda hinstu heimanför hans frá Gerði því ekki var unnt að koma kistu hans um dyr. A þessum ámm vom allar jarðimar sem tilheyrðu þessu nágrenni byggðar og einhver búskapur stundaður á flestum þeirra. Lífshlaup og daglegt amstur fléttaðist hvað í annað, samtvinnaðist með einum eða öðmm hætti. Sumt af því sem nú em minningar upplifðum við raun- vemlega en sumt hefur vafalasut lærst og eiginlega veit ég varla lengur hvað ég man og hvað ég hef síðar lært um þessa nágranna frá bemskunni en margt af því er sveipað þokuslæðu fjarskans eftir þá fjóra til fimm áratugi sem síðan em liðnir. Lífsbaráttan var þessu fólki miserfið en allir áttu það sameiginlegt að takast á við lífið með æðmleysi og léttu geði og láta ekki smáágjöf slá sig útaf kúrs og víl var ekki kennt á þessum ámm sem lausn á nokkmnt vanda. Fólkið á Gerðis- torfunni Næstu nágrannar okkar og í raun nokkurskonar ráðendur jarð- arinnar sem faðir minn hafði á leigu voru Stefán Guðlaugsson og Sigurfinna Þórðardóttir sem bjuggu í stóra húsinu sem ég lærði seinna að hefði heitið Litla-Gerði en húsið okkar Stóra-Gerði. Það átti ég reyndar erfitt með að skilja því glæsilegra hús hafði ég ekki komið í þegar ég kom þangað fyrst. Þau voru á þessum árum kontin á efri ár og Stefán. kunnur aflamaður og sjósóknari, var að ljúka löngum sjómannsferli, lengst af skipstjóri á Halkion. Þau höfðu byggt nýbýli út úr Gerðisjörðinni og stundað búskap ásamt sjósókn. Það var skýringin á nafninu Litla- Gerði. Nánast í hlaðinu á okkar húsi stóð gamall bær sem í minni minningu var notaður fyrir geymslur og gripahús. Þegar inn í hann var komið mátti sjá að áður hafði hann munað sinn fífil fegri. Þetta var gamli bærinn í Norður- Gerði. I nýrra húsi skammt norðar bjuggu systkinin frá Norður-Gerði þau Björn Jónsson og síðari kona hans Brynheiður Ketilsdóttir og Jónína systir Bjöms sem var ekkja Björns Erlendssonar og hjá henni bjó einnig Sigurður Sigurðsson. Björn var af léttsta skeiði en hafði allmikinn búskap eftir þeirra tíma hætti, bæði kýr og fé. Þau Heiða og Bjöm áttu saman þrjá syni og var Hallberg heitinn þeirra elstur og lítið eldri en ég en yngri voru Amfrið og Guðlaugur. Björn átti einnig uppkomin börn af fyrra hjónabandi. Þá vissi ég ekkert um skyldleika þeirra Gerðismanna Stefáns og Björns en það lærðisl seinna að þeir voru bræðarasynir. Löngu seinna sá ég svo að amma mín og amma hennar Heiðu voru hálfsystur. Ég held að ég hefði á þeim árum ekki haft hugmynda- flug til að ímynda mér hvemig það gæti verið því aldursmunur þeirra var hálf öld. Það var gott nágrenni og við konuim oft inn bæði til Heiðu og Jónínu og oftar en ekki fómm við út með eitthvað til að nærast á. Sigurður átti sína hosiló á Mosfelli og smíðaði þar ýmsa muni. Hann var fótlama og gekk við hækjur en ekki aftraði það honum frá því að vera sífellt að. Nœstu nágrannar Oskar Sigurðsson og Soffía Zóphaníasdóttir áttu heima á Hvassafelli og þar var Siggi sem óðast að vaxa úr grasi og síðar kornu þau Lriðrik og Kolla. Óskar átti á þessum árum eina bflinn á svæðinu sem þótti þó nokkuð til koma. I Olafshúsum áttu þau heima Erlendur Jónsson og Ólafía Bjamadóttir og í horninu hjá þeim voru foreldrar hans, Jón B. Jóns- son og síðari kona hans Jórunn Erlendsdótlir móðir Llla. Þar átti heima jafnaldri minn Viktor Uraníusson. Reyndar var það eins með hann og mig að við gengum ekki undir okkar skírnamöfnum. Hann var ávallt kallaður Lilli í Ólafshúsum og ég Bibbi í Gerði og sem betur fer emm við ekki það gamlir enn að sumt af samferða- fólkinu man þessi nöfn og heldur manni ungum í anda þó skorpna taki skrokkurinn. Lilli átti ömmu í næsta nágrenni eða á Mosfelli en þar bjó Pálína Samúelsdóttir föðuramma hans. Hún bjó til einn allra besta súkkulaðidrykk sem við þekktum og var það oft sem þurfti að erinda á Mosfelli og heimsækja Pálínu. A efri hæðinni bjuggu mæðgin Kristinn Jónsson póstur og Jenný Guðmundsdóttir sem varð allra Eyjaskeggja elst og lést á 109. áldursári. Nafn Jóns í Ólafshás- um var sveipað œvin- týraljóma Skammt austan og ofan Ólafs- húsa voru Víðivellir og þar bjó í fyrstu Jón B. Jónsson frá Ólafs- húsum og kona hans. Jón var togarasjómaður og var nafn hans á þessum áram sveipað nokkram ævintýraljóma, en hann hafði verið togarasjómaður í Boston um langt skeið. Jón var karlmenni mikið og lét hann stundum finna fyrir sér þegar hann var í landlegum. Systkynin frá Gerði, Erna, Inga Jóna (Systa) og Magnús Birgir ásamt Málfríði, barnabarni Ernu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.