Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1935, Page 5

Skátablaðið - 01.07.1935, Page 5
Lærið að kasta björgunarlínu. Allir góðir skátaflokkar verða að eiga björgunarlínu og helst ætti hver ein- stakur skáti að eiga sína eigin línu. Þær fást tilbúnar úr góðu fljettuðu efni og með sandpoka á öðrum endanum fyr- ir 6—7 krónur. En ef keypt er efni í þær í veiðarfæraverslunum (15 metr. af venjul. logglínu kostar það um 3 krónur, og sandpokann geta allir lagn- ir skátar búið til sjálfir. Það er skemtilegra en margur hygg- ur að æfa sig í því að kasta björgunar- línu, en það er talsverður vandi og verð- ur því að æfa það með kostgæfni og fara eftir vissum reglum. Tilvalið er að æfa slík köst, þegar flokkarnir fara í útilegur á sumrin, því að þá er oftast hægt að finna góðan grasblett til æfinga. Hlaðið litla vörðu úr hnausum eða grjóti eða rekið niður hæl í ca. 12 mtr. fjarlægð, ímyndið ykk- ur að þetta sje maður, sem þið sjeuð að kasta til og reynið að hitta sem næst markinu. í næstu útilegu, þegar þið byrjið að æfa ykkur, þá munið að æfa ykkur ekki einungis í því að kasta línunni stand- andi, en líka liggjandi, því að slíkt er nauðsynlegt að geta, ef þið t. d. þurfið að liggja á ís og kasta þannig frá ykk- SKÁTABLAÐIÐ ur björgunarlínu. Einnig ættuð þið að æfa ykkur í því að kasta með blautri línu. Þetta hvorttveggja er mikið erfið- ara og krefst því meiri þjálfunar. Hjer á myndinni sjáið þið knáan skáta, sem auðsjáanlega kann tökin á því að kasta línu. Gefið gaum að því, hvernig hann heldur á línunni og æfið ykkur svo eftir reglum þeim, sem hjer fara á eftir og teknar eru eftir Skáta- bókinni: 1. Línan er „gerð upp“ í vinstri hönd, sólarsinnis, í jafnar lykkjur, fljótt. 2. Hæfilega margar lykkjur eru tekn- ar í hægri hönd; rjett er, að merkja hinar frá og halda þeim frá með einum fingri, þegar gert er upp; kastendinn þar með og svo nærri hendinni, að hann geti ekki þvælst í lykkjurnar. 3. Hægri handlegg, útrjettum en ekki stinnum, er sveiflað fram og aft- ur, og búkurinn fylgir sveiflunum með mjúkum hnjebeygjum. 4. Eftir nokkrar sveiflur er lagt afl í hreyfinguna og hægri hönd slepp- ir taki; vinstri hönd gefur lykkjur sínar eftir, en heldur í enda lín- unnar. Joj. 3

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.