Skátablaðið - 01.07.1935, Page 17
þar. Énnfremur hafa þeir aðstoðað við
guðsþjónustu og annast móttöku skóla-
barna frá Þingeyri að mestu leyti.
Eitt merkilegasta verk „Einherj-
anna“ var, að þeir buðu hingað til lands
14 norskum skátum og höfðu með þeim
mót í Kaldalóni. Tóku 12 ísfirskir skát-
ar þátt í því. En heimboðið kostaði pen-
inga, eins og nærri má geta, en þeirra
öfluðu þeir, sem með voru í Lóninu, með
hlutaveltu.
Á árinu sýndi f jelagið skátakvikmynd
til fjárafla, til að greiða með gamlar og
nýjar skuldir.
Á árinu voru líka námsskeið í hjálp
í viðlögum, og skíðabrenslu, því að ís-
firsku skátarnir eru miklir skíðagarp-
ar, eins og menn muna frá skíðavikunni
í vor. Ennfremur starfaði foringjaskóli
mestallan veturinn, og var þar kent,
hvernig best mætti haga sjer við úti og
inni skátaæfingar.
Flokkakeppni hefir verið við sölu
merkja B. 1. S. o. fl. Unnið hefir verið
talsvert við skálann og „Grenið“, sem
verið var að flytja um áramótin í kjall-
ara hins nýja Alþýðuhúss.
Stjórn fjelagsins er í höndum for-
ingjafundar og fjelagsins sjálfs. Deild-
arforingi er Gunnar Andrew, en sveit-
arforingi Halldór Magnússon.
Á Siglufirðí
var stofnað skátafjelag í janúar síð-
astliðnum. Formaður þess er Sverre
Tynes. Fjelagið heitir „Fylkir“ og voru
stofnendur 14. Starfið gekk vel í vetur
og lærðu þeir alveg undir II. fl. próf.
Þeir eru nú að ljúka við byggingu á
skátaskála, er annað fjelag, sem nú er
hætt, hafði byrjað á. Fjelagið hefir enn
ekki gengið í B. í. S„ en gerir það að
öllum líkindum í haust.
SKÁTABLAÐIÐ
Klútalitir skátafjelaga, staðfest
af stjórn B. í. S.
„Andvarar“, Sauðárkr. Grár klútur.
„Einherjar“, ísafirði. Brúnn klútur.
„Ernir“, Reykjavík. Blár klútur.
„Skátafjel. Hafnarfj. Rauður klútur.
„Væringjar“, Akranesi. Ljósgrænn
klútur.
„Væringjar“, Reykjavík. Dökkgrænn
klútur.
„Framherjar“, Flateyri. Fjólublár
klútur.
„Fálkar“, Akureyri. Ljósblár klútur.
Samkvæmt ákvörðun stjórnar B. I. S.
er skátum þeim, sem sótt hafa „Jam-
boree“, leyfilegt að bera Jamboree-
merkið í klúthorninu að aftan. Þó má
enginn bera fleiri en eitt slíkt merki í
senn.
Samsæti.
í tilefni af 70 ára afmæli A. V. Tuli-
niusar, skátahöfðingja, hjeldu skátafje-
lögin hjer í Reykjavík honum samsæti
að Garði. Alls tóku um 100 skátar og
gestir þátt í því. 1 samsætinu var fjör-
ugt mjög, sungið mikið og sýndur smá
skátasöngleikur. Þá voru og haldnar
ræður og töluðu auk skátahöfðingjans
þeir Sigurjón Pjetursson, Ben. G.
Waage og Jón Oddgeir. Að lokum
fylgdu skátarnir höfðingja sínum heim,
fylktu liði.
Skátafjelagið „Ernir“
í Reykjavík hefir nú aftur byrjað á
að gefa út blað sitt „Skátinn“. — Það
er mjög ánægjulegt er ný málgögn bæt-
ast við í hinn fátæklega hóp íslenskra
skátablaða og óskum vjer þessum nýja
fjelaga allra heilla.
15