Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1957, Side 11

Skátablaðið - 01.12.1957, Side 11
----------o------------- RÚNAR GIIÐJÓNSSON F. 8. nóv. 1939. D. 3. sept. 1957. Á sumrin, þegar sólin skín og döggvot blómin endurspegla sólargeislana, þá er eins og allt brosi við manni, jafnvel fram- tíðin líka. En þegar hausthélan liggur yfir láði og legi, þá er saknaðarblær yfir öllu. Við sjáum fögru blómin fölna og hjaðna hvert af öðru. Þau hjaðna eins hljóðlega og þau uxu upp og döfnuðu. Ævi þeirra var stutt en fögur. Fegurð þeirra og ilmur hefur fest sig í meðvitund vora á þann hátt, að við njótum ilmsins og fegurðarinnar, þar til sumrar á ný, og vorsólin endurvekur þau til lífsins. Þannig er það með þann, sem ungur er burtkallaður héðan. Hann er aðeins blóm- ið, sem hjaðnar og hverfur, þegar það hef- ur náð fullum þroska og fegurð, en minn- ingin björt og fögur lifir. Rúnar Guðjónsson kom til okkar Hraun- búanna fyrir um það bil tveimur árum og gerðist skáti. Hann eignaðist brátt vini innan félagsins, og átti sinn ríka þátt í mörgum ferðalögum með þeim, bæði úti- legum við Kleifarvatn, og um óbyggðir. Hann starfaði einnig í Eljálparsveit Hraun- búa, og tók þátt í leitum með sveitinni. Við kynntumst lionum lítið, en við fund- urn, að þar fór hógvær en þó lífsglaður piltur, sem vildi öllum vel. Hann hafði yndi af að ferðast í góðum félagsskap. Nú, þegar hann hefur lagt upp í hina hinztu för, þá fylgja honum hlýjar kveðjur okkar allra í Hraunbúum, með þakklæti fyrir skammvinna en góða kynn- ingu. E. J. SKÁTABLAÐIÐ færir öllum lesendum sínum beztu óskir um gleðileg jól og farsœlt nýtt ár og þakkar hið liðna. SKATAB LAÐIÐ 87

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.