Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 12

Skátablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 12
PAUL ÉMILE VICTOR: I dag er „Youlti" Eftirfarandi frásögn reit franski land- könnuðurinn Paul-Émile Victor, en fyrir 20 árum dvaldist hann yfir jólin í Kangu- ersetoatsiak á Grænlandi, þar sem hann hafði vetursetu hjá eskimóafjölskyldu: Miðvikudagurinn 23. desember 1926: Á miðnætti í nótt halda jólin innreið sína. Fimmtudagur 24. des. (kl. 3 um nóttina). í nótt heyrði ég ráma rödd Mikida segja: „Maður gæti alveg eins haldið, að það væri alls eki youlti í dag.“ (Youlti, borið fram líkt og djuli á Eskimóamáli og þýðir jól). Síðan er þögn á ný. Þá heyrist rödd Kristians segja: „Maður gæti svo sannarlega haldið, að það væru engin jól í dag.“ „Allir á lappir. í dag eru jólin,“ hrópar Mikidi og rís upp á olnbogann. „í dag eru jólin.“ „í dag eru jólin.“ Allir í kofanum vakna og byrja að hrópa: „í dag eru jólin.“ Padsiba hljóðar og grenjar, af því að hún hefur verið rifin upp úr værum blundi. Kidimann, ennþá hálfsofandi, lemur mömmu sína og skrækir: „Láttu mig í friði, ég vil sofa lengur." Einhver kveikir á eldspýtu. Það er Mik- idi, sem kveikir sér í pípu. Þetta litla ljós lýsir flöktandi upp andlit hans og hend- ur Paodu, sem mylur niður tólgarmola á lampana í myrkrinu. Síðan kveikir hún á lömpunum, og kof- inn, sem rétt áðan var í svarta myrkri, verð- ur smám saman uppljómaður. Brátt er búið að kveikja á öllum lömp- unum, viðeigandi ljósadýrð fyrir hátíðina. Allt fólkið talar, hrópar og hlær, hvað upp í annað: „í dag eru jólin.“ Doumidia snýr sér við og dregur úr pússi sínu lítinn lampa, sem hún hefur út- búið meðan ég svaf. Hún réttir mér hann og segir: „Þú veizt, að við erum eins og gift.“ Er þessi dómadagahávaði hefur staðið í hálftíma, fer Kristian ofan í buxnastreng sinn og réttir mér lítinn pakka vafinn í dagblaðapappír, og klórar sér um leið vandræðalega í höfðinu. Þetta er byrjun allsherjar gjafaflóðs. Ég ríf pappírinn utan af. Innan í hon- um er hræðileg gríma, svo að mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Mikidi og Odarpi rétta mér einnig sinn hvorn pakkann: aðrar grímur. Frá Paudu fæ ég lítinn poka úr selskinni útsaumaðan með hvítu útflúri. Frá Köru húfu úr fugls- skinni, og Doumidu bróderaða skó. „Og nú er komið að mér,“ segi ég. Grafarþögn í kofanum. Undan rúmi mínu dreg ég geysistóran poka. Ég lét allar gjafirnar í hann í gær. Ég tek pakkana, einn í einu, og les nöfnin. „Kidimanni," segi ég. „Kidimanni," endurtaka allir í kofan- um, með undrunar og öfundartón. Kidimanni litli kemur til mín og tekur 88 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.