Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1957, Side 13

Skátablaðið - 01.12.1957, Side 13
við pakkanum, sem ég rétti honum, og hefur að geyma rauða peysu og súkkulaði, tyllir sér á tær og nuddar nefbroddinum við nefbrodd minn, og fer á sinn fyrri stað um leið og hann segir: „Anertsadi.“ „Kristian.“ Allir endurtaka háum rómi: „Kristian." Hann snýr sér að mér. „Hvað, ég líka?“ „Alveg áreiðanlega, þú líka.“ Ég rétti honum pakkann, sem inniheld- ur gamla fjallgönguskó. Hann stendur nokkra stund þegjandi, en þakkar mér svo fyrir. „Tigayet." Allir öskra. Tigayet gef ég hálsklút og perlur. „Takk,“ segir hún og brosir breitt. „Viltu ekki að ég kyssi þig fyrir?“ „Nei,“ segi ég, „Odarpi yrði afbrýðisam- ur.“ „Ég yrði aldrei afbrýðisamur út í þig,“ segir Odarpi. Þá nuddar Tigayet nefbroddinn á mér með sínum. „Tipounguiyouk.“ Öskur á ný. Tipou fer undan teppi sínu og kemur til mín, allsnakin. „Þetta er handa þér,“ segi ég og rétti henni nýja skyrtu. „Þú getur búið þér til kjól úr henni. Þetta er líka handa þér.“ Ég rétti henni ullarhúfu, súkkulaði og nokkrar perlur. „Anertsadi," segir hún. „En ég er ekki búinn,“ segi ég. Tipou er dóttir Odarpa af fyrra hjónabandi, en hann skeytir ekkert um hana, af því að Tigayet er illa við það. „í dag eru jólin,“ segi ég, „og í dag verð- ur þú dóttir mín. Þú verður ættleidd dótt- Grœnlenzkir skátar. ir mín, og ég verð pabbi þinn, þú skilur.“ „Já, alveg,“ segir hún. Hún stendur þarna fyrir framan mig með pakkana í fanginu og horfir á mig með tárin í augunum. Allt í einu lætur hún pakkana detta á gólfið og kastar sér í fangið á mér. Ég finn litla nefið á henni, kalt og blautt, strjúk- ast við mitt. Allir í kofanum hrópa, hver í kapp við annan. Ég gýt augunum til Tigayet. Og útbýt- ingin heldur áfram. Hádegi — Það hefur rekið borgarís inn í fjörðinn. Hann strandar og frýs fastur alveg í mynni hans, og lokar honum alveg. Mér tekst að drepa einn sel. Þar sem við höfum engan kajak, brjótum við stykki úr nýja ísnum. Kristian fer út á því til að ná í selinn. Kl. 16. Allir eru vel þvegnir, vel greiddir og vel klæddir. Kristian, sem stjórnar helgiathöfninni, er kominn í sparibuxurnar sínar og kloss- ana, sem ég gaf honum. Hann gengur um eins og á nálum. Á hvítum anorak hans SKATAB LAÐIÐ 89

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.