Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1957, Side 14

Skátablaðið - 01.12.1957, Side 14
er kragi, og þar uppfyrir gnæfir skyrtu- kraginn, beinstífur og að minnsta kosti þriggja tommu hár. Þetta, til viðbótar buxunum, sem ná tæplega ofan á ökla, er allafkáralegur búningur. Er athöfninni er lokið, fer ég út í kof- ann minn til að ná í jólatréð, sem ég bjó til í gær úr gömlum kassafjölum. Úti snjóar. Stórar snjóflygsur svífa til jarðar og vindurinn er tekinn að ýlfra. Inni er friður og gleði. Þegar fólkið sér mig koma með tréð, ætlar allt um koll að keyra af fagnaðar- látum. Einhver nær í nokkur tólgarkerti. í stað englahárs tálgar Odorpi niður kassafjöl og spænirnar eru lagðar á greinarnar. Súkkulaðibitar, vafðir í dagblaðapappír, nokkur leikföng, uppljómuð kertin og tréð gerðu sannarlega sitt. „Slökkvið á lömpunum,“ segir Kristian. Nú er það aðeins tréð, sem lýsir í þessu lága hreysi. í kringum það leiðast, hönd í hönd, ungir og gamlir og syngja. Þegar búið er að dansa kringum tréð, fer Kristian að skýra út fyrir börnunum, hvað jólin séu. „Og,“ lauk hann máli sínu, „nú skuluð þið þakka góðum guði og Witteau (þ. e. a. s. höf.) fyrir að gefa ykkur þetta fallega jólatré. Eftir þessa stuttu ræðu gengur Kristian hátíðlega um, réttir hverjum og einum hendina og óskar honum gleðilegra jóla. Andlit hans er einbeitt og augnabrúnirnar hnyklaðar. „Youlti Pitlouarit." Svo flýta allir sér sem mest þeir mega út í snjóinn, sem þyrlast niður, vindinn og kolsvart myrkrið og heyja ofsalega snjó- orustu. Kl. 20. Á meðan ég er einn í kofa mín- um opna ég lítinn pakka, sem skrifað er er á með hönd móður minnar: Jólin. Fyr- ir utan gluggann minn heyri ég börnin syngja sálm. Innan um barnaraddirnar heyrist rödd Doumidiu, alvarlegri og á réttari tónum leiðbeina hinum. Til allrar hamingju er ég einn . . . (Þýtt úr Tout Droit, kpkp). Eskimóajjölskylda fagnar sólaruppkomu eftir langan og svartan vetur. (Teikning eftir Poul-Émile Victor). 90 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.