Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1957, Qupperneq 15

Skátablaðið - 01.12.1957, Qupperneq 15
 ÆTURMYRKRIÐ er að leggjast yfir, kalt og dimmt. Snjódrífuna hefur aukið með kveldinu. Stórar, mjúk- ar fannflygsur falla jafnt og þétt niður yfir hvíta, lífvana jörðina og jafna allar mishæðir landsins undir sam- felldri, þéttri hríðarmuggu. Hvessi upp úr þessari frannkomu, verð- ur úr ægilegur íslenzkur stórhríðarbylur. Og þá er lítið fagnaðarefni að vera á ferð, allra sízt uppi á regin heiðum. En svona er það nú samt. Eina lifandi veran, sem hrærist inni í þessu drunga- lega hríðarkófi, er smávaxinn drengur, 11 nema símalínan, er liggur þvert um heið- ina, og veikt suðukennt, langdregið hljóð- ið í þráðunum, þegar kvöldkyljan ymur við þeim, angurvært og ömurlega. Pétur er að koma úr kaupstaðnum og frá lækninum. Foreldrar hans búa í Holti. Það er ekki fleira í heimili en þau og tveir synir þeirra, Pétur og Sigurður. Pétur er þeirra eldri. Þeir eru fæddir þarna inni í daladrögunum og hafa alizt upp við auð- legð og takmarkan'ir íslenzkrar afdala- náttúru, við angandi birki- og gróðurilm hlýrra sumardaga og sársvala frostnepju vetrarins, sem blæs að öllu lifandi anda dauðans og kuldans. Þeir hafa laugað sig í dag- og næturlangri geisladýrð vorsólar- JÓLASAGAN EFTIR HALLGRÍM JÓNASSON: Heimleíðís fyrír jólín —12 ára að aldri. Hann kafar mjöllina þungt og þreytulega og stefnir reikulum sporum út eftir heiðinni. Hvaðan kemur þessi litli ferðalangur, og hvert getur hann ætlað sér? Út í myrk- ur kveldsins og auðnarinnar, þar sem eng- in miskunn er sýnd neinni lifandi veru — og það rétt fyrir jólin, á sjálfan Þorláks- messudag? Er þetta ef til vill huldudrengur, sem hverfur, þegar minnst varir inn í einhverja klettaborgina? Onei! Þetta er bara hann Pétur í Holti — á leiðinni heim. Bærinn hans stendur efst í lágu daldragi, sem sker sig langt inn í hálendið öðrum megin langrar, flatrar heiðar, er veturinn hefur fyrir löngu lagt undir snjó, svo að hvergi sér til götuslóðanna, sem annars er auðfylgt. Hér er ekkert til leiðbeiningar, innar, þegar hún skein yfir endilangan dalinn úr hánorðri, og þeir hafa horft ótta- slegnum augum út í ægilegt og glórulaust náttmyrkrið og hríðarkófið, sem ætlaði að fylla á þeim vitin á veturna, ef þeir hættu sér út úr bæjardyrunum. Pétur litli þrammaði áfram lausamjöll- ina og gætti þess að halda sömu stefnu. Hann hristi öðru hvoru af sér snjóflygs- urnar, skimaði út í rökkurmóðuna og reyndi að halda sér í nánd við símalínuna. Þreytutilfinningin læddist út í hvern lim og hverja taug og dró hægt en hiklaust úr hraða göngumannsins. Hvað skyldi vera langt heim? Hann vissi það ekki fyrir víst, en mjög langt gat það ekki verið, því að áliðið var nú orðið og svo langt hafði hann þegar gengið af heiðinni. Ósjálfrátt þreifaði hann annarri hendi aft- ur á bakið. Jú, enn var hann þar, grái bak- SKATAB LAÐIÐ 91

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.