Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1957, Síða 16

Skátablaðið - 01.12.1957, Síða 16
pokinn, sem læknirinn hafði lánað honum um daginn, þegar Pétur var að halda af stað neðan úr kauptúninu. Og nú streymdu upp í huga hans endurminningar síðustu daga og ástæðan til þessa ferðalags. Fyrir fáeinum dögum hafði mamma veikzt. Hún hafði verið að þvo þvott, — fötin þeirra drengjanna fyrir jólin, í stinn- um norðan kalda og skafrenningi. Næstu nótt gat hún ekki sofið fyrir hitasótt. Veik- in hafði þyngzt. í gærkveldi var útlitið orðið svo alvarlegt, að pabbi þeirra lagði af stað eftir lækni. Það var löng leið yfir heiðina, þangað sem hann bjó, í litlu kauptúni niðri við fjörðinn. Og það var svo sem alveg undir hælinn lagt, hvort læknirinn fengist til að leggja af stað um hánótt — þó hann annars væri duglegur maður. Pétur litli svaf lítið þessa nótt, og strax og birti af degi fór hann á fætur og tók að skima út á heiðina eftir mannaferðum. Og áður en fullljóst var orðið, öslaði stór stein- grár hestur másandi og blásandi í hlaðið á Holti, með léttan skíðasleða í eftirdragi. Á sleðanum sátu þeir, pabbi hans og lækn- irinn. Gesturinn stóð stutt við. Hann gaf góðar vonir um bata, ef mamma hans fengi nákvæma hjúkrun og rétt meðul. Og þau meðul yrði einhver að sækja strax í dag. Það væri bezt, að sá, sem það gerði, yrði sér samferða til baka, hafði hann sagt. Þá var það, að Pétur gaf sig fram. Hann vissi, að pabbi hans hafði ekki sofnað neitt tvo undanfarna sólarhringa og að vökurnar og þreytan voru að yfirbuga hann. Læknirinn hafði horft á hann litla stund þegjandi, tekið síðan í aðra öxlina á hon- um og hrist hann dálítið til. „Agætt, litli maður,“ hafði hann sagt. „Þú ert efni í duglegan og djarfan mann. Ég held að veðrið versni ekki í dag að neinu ráði og þér sé óhætt, a. m. k. heimleiðis með mér á sleðanum. Og versni útlitið, þegar fram á daginn kemur, get ég sjálfsagt fengið einhvern til að fylgja þér til baka.“ Veðrið hafði haldizt bjart og stillt. Pétur sat á sleða læknisins alla leið yfir heiðina. Hann þáði góðgerðir á heimili læknisins, en meðan verið var að útbúa lyfin, brá hann sér ofan í þorpið, þar sem verzlunin var. Hann staðnæmdist utan við upplýstan gluggann og gat ekki haft augun af öllu jólaskrautinu, sem fyrir hann bar. Um stund gleymdi hann öllu öðru en því, að jólin stóðu fyrir dyrum og að hér stóð hann, lítill, ókunnugur drengur, og átti engan eyri til að kaupa fyrir — ekki svo mikið sem eitt rautt jólakerti handa Sigga bróður. Það flæddu áður en hann vissi af inn yfir huga hans heitar, sárar og gremju- blandnar tilfinningar. Því voru pabbi og mamma svona fátæk, þótt þau ynnu baki brotnu ár eftir ár, og því eru aðrir menn auðugir, búa í stórum og björtum húsum og geta veitt sér allt til jólanna, enda þótt þeir sýnist vinna minna en pabbi hans? Pétur hrökk upp úr þessum hugleiðing- um við það, að maður snaraðist út úr verzl- uninni, leit í kringum sig og kallaði svo 92 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.