Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1957, Page 17

Skátablaðið - 01.12.1957, Page 17
til Péturs: „Viltu vinna þér inn aura, drengur minn, hlaupa fyrir mig inn að Tungu með þetta bréf. Síminn þangað er bilaður og mér ríður á, að það komist inn eftir næsta hálftíma? Eg skal borga þér vel fyrir, en þú verður að hlaupa. Það er enginn til að senda í svipinn." Þessa freistingu gat enginn staðizt. Pétur sá á glampandi tveggja krónu pening í hendi kaupmannsins. Og hann sá rniklu fleira. Hann sá sig í huganum hlaðinn jóla- bögglum koma inn í baðstofuna í Holti, öllum að óvörum. ----Að klukkustund liðinni kom Pétur úr sendiferðinni móður og másandi, en rík- ari en áður. En nú varð að hafa hraðann á. Hann keypti í flýti ýmislegt smávegis fyrir peningana. Og með þessa böggla í fanginu kom hann feiminn og sneyptur heim til læknisins. Það var hafin leit að honum. Meðulin voru til fyrir löngu — og degi tekið að halla. Flóaða mjólk fékk hann að drekka og ýmis konar góðgæti með. Læknirinn sótti lítinn bakpoka, stakk ofan í hann meðulunum og pinklum Péturs og ein- hverju fleiru, sýndist honum. Síðan hélt hann af stað. Það var komið undir rökkur, en veður var stillt og gott. Pétur hljóp langan spöl út og upp fjalls- hlíðina og beygði síðan að fjallinu og heið- inni. Hugurinn bar hann hálfa leið. Það var heldur ekki svo langt ofan í daladrögin hinum megin, þar sem Holt stóð. Og gott var að fvlgja slóðinni frá morgninum. En allt í einu tók hann eftir því, að farið var að fjúka úr lofti. Sjóndeildar- hringurinn þrengdist eins og allt í einu. Snjóflygsurnar urðu fljótt stærri og tíðari og gráir hríðarflókarnir færðust einkenni- lega hratt áfram eftir flatneskjunni. Sleða- slóðin gerðist óljós, mjúk lognmjöllin þvældist fyrir fótum hans, og þreytan byrj- aði að segja til sín. Og svo er Þorláksmessudagur einhver allra stytzti og dimmasti dagur ársins. Já! Svona hafði þetta verið, og nú stóð hann hér uppi á reginfjöllum — í þann veginn að tapa slóðinni og áttunum. Hríðin og myrkrið voru að leggja undir sig heiðina. Og þreytukenndin í líkama hans var orðin logandi sár. Ef hann hefði ekki farið að hlaupa þetta fram að Tungu, væri hann líklega næstum kominn heim — óþreyttur. Hann þreifaði aftur á bakið. Pokinn var í sömu skorðum. Það var þó gott. Því næst leit hann rólegum athygliaugum til hríðar- flókanna umhverfis og greikkaði sporið. En skæðadrífan herti sig líka, og nætur- húmið læddist hægt og hljóðlega vestur yfir fjalllendið og lukti þennan litla, ein- stæðings öræfadreng í köldu, miskunnar- lausi fangi. Slóðin var horfin og öll önnur einkenni í landslagi. Þreytan var að yfirbuga hann. Lausa- mjöllin dýpkaði jafnt og þétt. Hann nam staðar og tyllti sér á stein, er stóð upp úr fönninni rétt hjá honum. Hve hvíldin var unaðsleg. Einhver þung, lamandi værð rann á hann. Augnalokin sigu saman. „Guð hjálpi mér!“ hvíslaði Pétur og reis upp. „Ég er að verða úti með meðulin hennar mömmu, með rauðu kertin hans Sigga bróður — og það rétt fyrir sjálfa hátíðina?" A ný var fönnin köfuð eitthvað út í sort- ann. Nú hlaut að vera skammt heim. En myrkrið jókst og magnleysið ágerð- ist. Hann riðaði við í öðru hvoru spori, og sterk seiðmögnuð þrá flæddi um hug hans, þrá til þess að kasta sér niður í þessa rnjúku mjöll og hvíla sig, láta allra sárustu SKATAB LAÐIÐ 93

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.