Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1957, Side 18

Skátablaðið - 01.12.1957, Side 18
þreytuverkina líða úr líkamanum — aðeins örlitla stund. En þetta mátti hann ekki. Það var hon- um Ijóst. Þá risi hann aldrei á fætur aftur. Hér varð æskuþrek hans að heyja örlaga- ríka glímu við myrkrið og hríðina — og sigra eða deyja. Áfram þrammaði hann góðan spöl, en smátt og smátt sljóvgaðist hugsun hans og viljastyrkur. Áttir né stefnu vissi hann ekki lengur. Allt í einu hnaut Pétur og steyptist á grúfu. Hann reyndi að standa á fætur. — En það var ólýsanlega notalegt að liggja þarna í dúnmjúkri drífunni og láta líða úr sér. Aðeins andartak ætlaði hann að liggja kyrr og leggja höfuðið ofan á hand- arbökin og vettlingana og hvíla sig. Augnablikin urðu að mínútum. Pétur lá kyrr. Hvarmarnir höfðu sigið saman. Logn- drífan kepptist við að breiða teppið sitt hvíta og mjúka ofan á litla, upppgefna drenginn, sem hafði nauðugur, en nauð- beygður tæmt síðustu kraftana í baráttunni við miskunnarleysi náttúrunnar. Pétur var horfinn undir snjóinn. Hann var horfin inn í ríki svefnsins og með- vitundarleysisins, sem eru kölluð systkini dauðans. Um líkt leyti kom maður kjagandi utan heiðina, fór sér hægt og hóaði öðru hvoru. Það var Finnur bóndi, pabbi Péturs. Dagurinn í Holti hafði reynzt dapurleg- ur. Allir biðu þess með óþreyju, að litli sendimaðurinn kæmi með læknislyfin. Þeg- ar fór að dimma að með myrkri og hríð, uxu áhyggjurnar og kvíðinn. Ætli hann hafi lagt á heiðina, eða skyldi læknirinn hafa aftekið það, þegar sjá mátti veðrabrigðin? Óvissan var hér eins og oft- ast verst af öllu. Var drengurinn þeirra ef til vill að villast einhvers staðar uppi á heiði? Höfðu þau svo gott sem sent barnið þeirra inn í helgreipar dauðans með því að leyfa honum að fara með lækninum? Þannig hugsuðu foreldrar hans. Þegar liðið var fram um dagsetur, gekk bóndi út. Hann kvaðst ætla að svipast um af ásnum ofan við bæinn. En það væri svo sem lítil hætta með Pétur. Hann hefði auðvitað aldrei frá lækninum farið, en kæmi strax og birti upp. Þetta voru hug- hreystingarorð, sem hann trúði tæplega sjálfur. — Hann var kominn nokkuð upp á öræfin, hóaði við og við, en varð einskis vísari. Þá sneri hann við og hélt skemmstu leið til baka. Allt í einu rak hann fótinn í eitthvað hart í lausri mjöllinni. Á þessum slóðum var engrar ójöfnu von, og því þreifaði hann annarri hendi niður í snjóinn. í greip hans kom snjóugur mannsfótur. Hann laut niður í fáti. Hér skipti engum togum. Það var Pétur litli sonur hans, sem lá þarna í fönninni. Finnur sópaði snjónum frá í einu vet- fangi og lagði eyrað á brjóst drengsins. Pétur svaf fast og rólega og dró andann djúpt. Enn var kuldinn ekki búinn að ná á honum neinum tökum. Pétur vaknaði við, er pabbi hans tók hann í fangið — og gleðin og undrunin yfirstigu öll orð. Hann vafði liandleggj- unum fast og innilega um háls pabba síns, renndi sér því næst niður úr fangi hans, þreifaði aftur á bak sér eftir pokanum og sagði: „Ég ætlaði ekki að gefast upp — bara að hvíla mig. Og svo hef ég víst sofnað. Ég er orðinn villtur og nokkuð lúinn, en læknirinn sagði, að ég væri duglegur dreng- 94 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.