Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1957, Qupperneq 20

Skátablaðið - 01.12.1957, Qupperneq 20
H|álpars|ó5ur skáta FRÁ upphafi skátahreyfingar- innar hefur eitt höfuð vanda- mál hinna starfandi og ábyrgu foringja verið að halda skátunum í tengslum við hreyfinguna, þegar aldurinn færðist yfir þá og ný viðhorf skapast. Það vill oft brenna við, þegar skátinn slítur bernsku- skónum og verður fulltíða maður, að hann slitni úr tengslum við félagið sitt; hættir að mæta á fundum og æfingum, þar til hann að lokum er strikaður út af spjald- skrá félagsins og er þar með félaginu að eilífu glataður. í Reykjavík einni saman nema nú slíkir „fyrrverandi skátar“ þús- undum. Allir þessir menn taka nú virkan þátt í hinum ýmsu störfum í þjóðfélaginu og margir þeirra skipa þar veigamiklar stöður. Er ekki að efa, að margir þeirra gætu verið öflugur bakhjarl fyrir skáta- starfið í landinu ,ef þeir hefðu ekki hætt að teljast félagar í skátahreyfingunni. Til að ráða bót á þessu vandamáli, hafa meðlimir Arnardeildar (yngri R-S) Skáta- félags Reyjavíkur fyrir nokkru stofnað Hjálparsjóð skáta. Er öllum skátum, eldri en 17 ára boðin þátttaka í þessum sjóði. Um tilgang sjóðsins segir svo í stofnskrá sjóðsins, sem samþykkt var á stofnfundi hans: „Tilgangur sjóðsins er að styrkja með- limi sjóðsins er veikindi eða slys ber að höndum, svo og í öðrum tilfellum sam- kvæmt því, sem nánar er ákveðið í þess- ari stofnskrá." Og hin nánari ákvæði eru- í aðalatrið- um þessi: „Verði heimili það, sem stjóðsmeðlim- ur veitir forstöðu, fyrir skaða af völd- um elds, jarðskjálfta, hernaðar eða ann- ars þess háttar, ber meðlimum sjóðsins að veita verklega aðstoð við endurreisn heimilsins. í þessu tilfelli er stjórninni heimilt að krefjast allt að 16 tíma sjálf- boðavinnu af hverjum meðlim sjóðsins. Þurfi meðlimur sjóðsins að ganga undir læknisaðgerð, sem er honum of- viða fjárhagslega, ber sjóðnum að veita aðstoð. Látist meðlimur sjóðsins, ber sjóðnum að kosta útförina. Geti meðlimur sjóðs- ins ekki séð fyrir útför fjölskyldumeð- lims síns eða ef hann á í erfiðleikum vegna veikinda einhvers meðlims fjöl- skyldu sinnar, skal honum heimilt að leita aðstoðar sjóðsins. Stjórn sjóðsins er heimilt að lána meðlirn sjóðsins fé úr rekstrarsjóði gegn tryggum víxlum.“ Samkvæmt þessu er tilgangurinn með þessari sjóðsstofnun aðallega sá, að allir eldri skátar í byggðarlaginu mynda með sér samhjálp eða bræðralag sem hefur þann tvennan tilgang, að tengja skátana við gamla félagið sitt, og um leið að stuðla að því að geta „ávallt verið viðbúnir" að rétta skátabróður hjálpandi hönd, ef með þarf. Til þess að verða aðili að þessum sjóði er krafizt kr. 200.00 inntökugjalds og kr. 100.00 árgjalds. Eru þær greiðslur engurn manni ofviða. Á stofnfundi sjóðsins var ákveðið, að veita öllum skátum í Reykjavík kost á að gerast meðlimir. Þátttöku ber að tilkynna „Arnardeild", pósthólf 85, Reykjavík. Þessi sjóðsstofnun virðist eiga mjög mikl- um vinsældum að fagna, og þegar hafa um eitt hundrað skátar tilkynnt þátttöku sína. 96 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.