Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1957, Síða 21

Skátablaðið - 01.12.1957, Síða 21
VARÐELBASKIKKJUM Meðfylgjandi myndir sýna, hvernig nota má teppi í varðeldaskikkjur. Það er auðvelt að útbúa þær með því að hefta þær saman með öryggisnælum. Ef þið eig- ið gömul teppi, sem þið notið aðeins í útilegur, gæti verið gaman að skreyta þau með hinum og þessum merkjum og mynd- um. En ef þið viljið sauma kufl úr tepp- inu eða úr öðru efni, sem þið eigið, getið þið notfært ykkur eftirfarandi leiðbeining- Kufl af miðlungsstærð er 2x1 m. Efnið er brotið saman í miðju, síðan er háls- málið klippt ferkantað eða í hring. Erm- ar eru klipptar eins og myndin sýnir. Eftir að kuflinn hefur verið saumaður, getið þið notað hugmyndaflugið við skreytingu hans. Þið getið bæði saumað og málað hin og þessi merki sem og tákn um stöðu ykkar í flokknum. Ef þið viljið heldur mála myndirnar, ættuð við að nota linolíuliti með dálitlu af þurrkefni í (en ekki fernisliti). Áður en þið byrjið, verðið þið að bera lakk í efn- ið, því að olíulitir eyðileggja bómullar- efni. Myndirnar eiga að vera stórar og greinilegar í sterkum litum, því að þær eiga að sjást vel í daufri birtu eldsins. Þið ættuð að hafa myndirnar einfaldar í skýrum dráttum. En það er ekki nóg að hafa aðeins merki sitt á kuflinum. Nú reynir á hugmynda- flugið. Það ætti ekki að vera erfitt að út- búa skemmtilega skikkju, eða kufl, ef hugmyndaflugið er fyrir hendi. Og eitt enn. Þið ættuð að byrja strax, en ekki geyma verkið fram á síðustu stundu. SKATAB LAÐIÐ 97

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.