Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1957, Qupperneq 29

Skátablaðið - 01.12.1957, Qupperneq 29
EINAR MÁR JÓNSSON: J AMBOREE 1957 AÐ er varla of mikið sagt, að telja Jubilee Jamboree, sem haldið var í Englandi í sum- ar, merkasta viðburðinn í heimi skáta, nú um alllangt skeið. Það var haldið í tilefni aldarafmælis Baden-Powells og fimmtíu ára afmælis skátahreyfingarinnar. Til þess var mjög vandað og mun það vera fjöl- mennasta skátamót, sem haldið hefur ver- ið. Á sjálfu Jamboree voru tuttugu og fimm þúsund skátar, en á sama stað voru einnig rekkamót og Indaba (foringjamót), svo að í heild voru þarna þrjátíu og fimm þúsund skátar og rekkar. Jamboree sóttu þrjátíu og tveir íslenzkir skátar. Fararstjóri var Sigurður Ágústsson. Vegna verkfallsins á kaupskipaflotanum neyddist hin ötula fararstjórn til að leigja flugvél bæði fyrir okkur og kvenskáta, sem voru á leiðinni til móts í Windsor Park. Það var vitanlega neyðarúrræði, en mun samt hafa glatt hjörtu hinna sjóveiku. Flugvélin (sem var annar nýi Viscount- inn) tók fjörutíu og níu í sæti, en þar sem við vorum hundrað og tvö, þurfti að bæta við tveimur sætum í vélina, svo að hægt yrði að flytja hópinn í tveimur ferðum. í því skyni að athuga, hvort það gengi, lét fararstjórinn vigta okkur öll. Ég get ekki stillt mig um að láta í Ijós aðdáun mína á því, hversu auðveldlega tókst að vigta kvenskátana. Það sýnir bezt, hvílíkir snill- ingar voru í fararstjórninni, því að fáir hefðu leikið það eftir. Fyrri hópurinn fór seint um kvöldið mánudaginn 29. júlí, en seinni hópurinn morguninn eftir. Lent var í Glasgow. Kven- skátarnir fóru þá strax til Lundúna og sá- um við þá ekki aftur fyrr en í Edinborg á heimleiðinni. Við vorum mestallan dag- inn undir handleiðslu pilsklædds Skota í Renfrew, sem er útborg Glasgow. Borðað var í matsöluhúsi og gekk það vonum framar. Um kvöldið flugum við til Birm- ingham með öðrum Viscount. Á flugvell- inurn stigum við svo upp í bíl, sem flutti okkur á mótstað. Þegar þangað kom var orðið dimmt. Veður var samt mjög hlýtt eftir okkar mælikvarða, en ekki Englend- inganna, því að þeir gáfu mér eldheitt te, sem þeir kváðu mjög gott í svona köldu veðri. Um nóttina sváfum við í stóru tjaldi. Snemma næsta morgun fórum við á fætur, átti þá að tjalda. Ég stakk þá af með nokkr- um öðrum letingjum. Hugðumst við skoða umhverfið, en ekki vorum við langt komn- ir, er kallað var í okkur. Var það piltur einn biksvartur. Hann sagðist vera frá Surinam. Fæstir okkar höfuð nokkra hug- mynd um, hvar það land væri að finna. En það kom í Ijós, að hann vissi miklu meira um ísland, en við vissum um Suri- nam. Var það í eina skiptið sem slíkt kom fyrir. Við héldum nú heim, og hjálpuðum hinum að tjalda og hreinsa svæðið. Við vorum með stórt tjald, sem við höfðum fyrir eldhús. Flver flokkur hafði sitt horn, en þeir voru fjórir. Flokksforingjar voru Ingolf Petersen, Sigþór Jóhannsson, Ragn- ar Guðmundsson og Guðmundur Finns- son. Yfir sveitinni var nokkurs konar „sam- ábyrg forysta", en það voru þeir Ágúst SKATAB LAÐIÐ 105

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.