Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1957, Page 31

Skátablaðið - 01.12.1957, Page 31
Um borð i Gullfoss var oft sungið dátt. Daginn eftir mótsetninguna fórum við í ferðalag með prömmum eftir skipaskurð- um. Með okkur voru skátar frá Möltu og víðar. Við sungum mikið. Einar Logi var með nikkuna sína og Dossi með gítarinn. Svo settust þessir heiðursmenn, þar sem mest bar á þeim, og spiluðu og sungu. Ferðalagið endaði í smábæ 18 mílur frá Birmingham. Þaðan var farið með bílum heim aftur. Um kvöldið þennan sama dag höfðum við smávarðeld á flötinni fyrir framan tjöldin okkar. Þangað komu þrír belgískir skátar og voru þeir leystir út með gjöfum. Þetta var eini varðeldurinn, sem við höfðum, nema ef hægt væri að telja bálið hans Ebba varðeld. Ebbi var sofandi í tjaldi sínu um miðjan dag og hafði hjá sér logandi prímus. Allt í einu sjáum við eldtungurnar gægjast út um þak- ið, og um leið kemur Ebbi á fullri ferð út um tjalddyrnar, náfölur og skjálfandi. Þessi varðeldur var ágætur, en ekki eins vel und- irbúinn og hinn. Laugardaginn 3. ágúst komu Bretadrottn- ing og maður hennar, hertoginn af Edin- borg, í heimsókn. Skátar frá öllum lönd- um gengu framhjá henni, undir fánum, á Arena. Hitinn var jafnmikill og þegar mót- ið var sett, en það gerði þetta allt þolan- legra, að við höfðum örlitla viðdvöl, áður en við gengum inn á svæðið. Var sú töf notuð til að augða ís-salana um nokkur sixpens. Á eftir óku drottningin og Filip í opnum jeppa um tjaldbúðirnar. Margir notuðu þá tækifærið, og tóku mynd af þeim. Sagt var, að við hefðum vakið mikla athygli, er við gengurn fyrir drottninguna, fyrir það, hvað við gengurn vel. Þennan sama dag kom svertingi nokkur í heim- sókn til okkar íslendinganna. Söng hann fyrir okkur sönginn Kahora, kahora, kam- engene, sem mjög hefur verið rómaður. Hann (söngurinn, en ekki svertinginn) var svo lengi hafður sem borðsálmur hjá 1. flokki. Mánudagskvöldið 5. ágúst fóru allir xs- lenzku skátarnir í skátasirkus, „The gang show“, í Birmingham. Það var ákaflega skemmtilegt. Þetta kvöld var þrumuveður, °g þegar við komum á járnbrautarstöðina var farið að hellirigna, og eldingar lýstu himininn öðruhvoru upp. Heimkoman var harla ill. Allt var á floti. Við tókum þessu með léttlyndi, og byrjuðum ekki að taka til, heldur sváfum svefni hinna réttlátu um nóttina. Morguninn eftir lieyrðum við, að mjög margir hefðu leitað skjóls í stóru sj ónvarps tj öldunum. Um þetta leyti fór mjög að bera á krank- leika í hinum íslenzku herbúðum. Fyrst fékk Gústi sólsting, en svo fóru menn að veikjast hver af öðrum. Helztu sjúkdóms- einkenni voru kvef, höfuðverkur og bein- verkir. Voru rnargir fluttir á spítala, þar SKATAElaðið 107

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.