Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1957, Síða 33

Skátablaðið - 01.12.1957, Síða 33
BJÖRN MATTHÍASSON: Islenzki drengjaskátabúningurinn Um þessar mundir á skátastarf á íslandi 45 ára afmæli. Þeir ungu drengir og stúlk- ur, sem nú njóta skátalífsins, geta verið þakklátir brautryðjendunum, sem ruddu skátastarfinu braut inn í rótgróið og íhald- samt íslenzkt þjóðlíf, sem um þær mundir leit allar erlendar nýjungar illu auga og gerði sitt bezta til að útrýma öllu því, sem erlenda stoð átti á íslenzkri grund. Nú er þetta breytt. Unglingarnir í einkennisbún- ingunum með grænu og bláu klútana eru orðnir snar þáttur í íslenzku þjóðlífi, og má nú hvarvetna sjá þá við störf sín og svo eru þeir líka taldir ómissandi við opin- berar athafnir. Á þessu og fyrra ári hafa þrír erlendir þjóðhöfðingjar sótt okkur heim. í öll skipt- in hafa skátar staðið heiðursvörð við opin- berar móttökuathafnir. Við slíkar athafn- ir, sem þessar hlýtur það að vera áríðandi, inni alveg meðan verið var að dansa. Að morgni hins 22. ágúst komum við inn á Reykjavíkurhöfn. Var þá glatt á hjalla, og margt látið fljúga. Einhver heyrðist segja: „Ég held að þetta sé hreinlegasta þorp, sem ég hef séð í Englandi,“ og átti þá við Reykjavík. Þegar Gullfoss lagðist að bryggju sungum við Jamboree-sönginn. Var nú þessi skemmtilega ferð á enda. í þessari frásögn hef ég stikað á stóru svo að þetta er fremur sundurlausir þankar, en skipuleg frásögn, en ferðin var öll svo við- burðarík, að ef allt væri tekið með mundi það fylla heilan árgang af Skátablaðinu. Einar Már Jónsson. að búningarnir líti sem bezt út, en á þessu hefur ávallt verið töluverður skortur. Sann- leikurinn er sá, að eftir öll þessi ár eigum við ekki enn skátabúning, sem getur talizt sómasamleg flík. Skyrturnar eru minnsta kosti af 20—30 sniðum og litbrigðum, merk- in þola illa vatn, snúrurnar eru alls staðar til trafala og lýta. Við notum belti, sem tilheyra erlendum skátabúningi, og þá ekki einu sinni til að halda uppi skátabuxum, — ónei — hver og einn gengur í buxum eftir sínum smekk svoleiðis að engar tvær buxur eru eins. í fáum orðum sagt: búningurinn í heild er ljótur og hreyfingunni til skammar. Af- leiðingin er sú, að skátar vilja heldur kom- ast hjá því að vera í búningunum, mæta heldur í sínum venjulegu fötum á flokks- æfingum, sem aftur leiðir til þess, að bún- ingurinn, þetta aðaleinkenni hreyfingar- innar út á við, er blátt áfram meira og minna fallinn út úr skátastarfinu. Þetta allt verður til þess, að starfið í heild verð- ur svipminna og daufara. í grein þessari hyggst ég minnast á nokkr- ar endurbætur, sem bráðnauðsynlega þyrfti að koma í framkvæmt á búningnum. Sem stendur eiga skátar að ganga í stuttbuxum úr efni, sem er eins og efnið í skyrtunni. Á veturna mega skátarnir að vísu vera í síð- um buxum, enda annað ekki hægt veðrátt- unnar vegna. En gallinn er sá, að á sið- buxunum er ekkert ákveðið snið eða litur. Reyndar er mælst til þess að skátar sýni sig í brúnum eða svörtum buxum, en til- mæli þessi eru yfirleitt höfð að engu. SKATAB laðið 109

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.