Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1957, Page 36

Skátablaðið - 01.12.1957, Page 36
Úr sjálfsævisögu nýliðans: Eí við lítum yíir íarinn veý . • . Þegar Bjössi og ég minntumst fyrst á gönguferðir við Hilmar, sendi hann okkur illúðlegt augnaráð (það breytti honum samt ekki mikið, því að hann er svo grettur fyrir). Þá rifjaðist það upp fyrir okkur, að það hafði verið Hilmar, sem gekk 50 km eftir korti aðeins til að komast að raun um, að það, sem hann hélt að væri gata á kortinu, voru hreppamörk. (Honum hafði líka fund- ist hún óvenju torfær). Það var líka Hilmar, sem hafði fundið út, að merkið fyrir land- símastöð táknaði skóg. Þetta sýnir, að hann er vel til þess fallinn, að kenna okkur hina göfugu göngutækni. „Skórnir," sagði hann, „eru þýðingar- mestir. Þeir eiga að vera vel „járnaðir“.“ Þar sem pabba Bjössa er skóari, fórum við með skóna okkar til hans til þess að láta setja járn á þá. Hann gaf okkur þá nokkur járn hvorum og skipaði okkur að negla þau sjálfir á. Við vorum lengi dags að þekja sól- ana með járnum, afganginn settum við á tærnar (á skónum auðvitað). Þá gerðum við út leiðangur til að sníkja, lána eða nappa öllum öðrum útbúnaði, sem við þörfnuð- umst, t. d. bakpokum, tjaldi o. fl. þess hátt- ar. í bítið næsta morgun löbbuðum við okk- ur af stað. Við vorum með firnastóra bak- poka og í tvennum sokkum (ytri sokkarnir voru brettir niður yfir járnbentu skóna okkar góðu). Við gengum niður aðalgöt- una og skildum eftir röð af járnum á leið okkar, íbúum bæjarins og nokkrum hjól- andi ferðamönnum til mikillar hrellingar. Okkur virtist eins og þeir tækju meira eftir nokkrum skójárnum en útsýninu. Við mættum nokkrum öðrum skátum (ég held, að þeir séu kallaðir rekkar), sem voru líka á gönguför. Þeir litu svo sem ekkert merkilega út. Þetta voru engir „kallar í krapinu" eins og við, þeir voru hreinir viðvaningar. Það fannst okkur að minnsta kosti. Þeir höfðu enga fallega og stóra bak- poka né niðurbretta sokka. Við veltum því fyrir okkur, hvort við ættum ekki að gefa þeim nokkur holl ráð, en hættum þó við það, því að: „það er bezt að láta byrjendur reka sig á sjálfa,“ eins og Bjössi segir. Við ákváðum að líta á kortið, og eftir dálítið rifrildi um það, hvort rauði endinn á áttavita-nálinni sneri norður eða suður, stilltum við kortinu upp. Það lá stígur til annarrar handarinnar, sem ekki var sýndur á kortinu. Við héldum samt sem áður eftir honum, glaðir í bragði og sveifluðum stöfunum fjörlega í kringum okkur. Eldri maður öskraði allt í einu upp, greip í eyra Bjössa og hvessti augun á hann um leið og hann hellti yfir hann reiðilestri um hættuna á því að sveifla staf svona í kringum sig og slá sig (þ. e. a. s. manninn) svo í þokkabót með honum. Með snöggum hnykk, sem skildi hálft eyrað eftir í hendi mannsins, að því er Bjössi staðhæfði, gat hann losað hinn særða líkamshluta úr prís- undinni og við hröðuðum okkur hið skjót- asta á brott. Við héldum áfram för okkar eftir stígn- um, allglaðir þrátt fyrir atvikið, þar til við komum að krossgötum. Þar voru þá göngu- mennirnir fyrir og mötuðust. Þeir buð- ust til að segja okkur til vegar, en við af- þökkuðum það kuldalega og skálmuðum eftir stígnum til hægri. Eftir um það bil 20 mínútna stranga göngu rákumst við á 112 SKATAB laðid

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.